Innlent

Þjóðaröryggisstefna mótuð

Össur Skarphéðinsson
Össur Skarphéðinsson
Tillaga utanríkisráðherra um þingsályktun um mótun öryggisstefnu Íslands í þjóðaröryggismálum var rædd á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. Tillagan verður lögð fram á þingflokksfundum í næstu viku, en efnislega vill utanríkisráðuneytið ekki gefa upplýsingar um tillöguna fyrr en hún hefur verið kynnt þingflokkunum.

Utanríkisráðherra hefur þó áður boðað þverpólitíska vinnu um mótun heildstæðrar stefnu í varnar- og öryggismálum, sem byggð verði á nýrri og breiðari nálgun á öryggishugtakinu eins og það var útlistað í skýrslu áhættumatsnefndar til utanríkisráðherra fyrir tæpum tveimur árum. - gb



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×