Nefnd um þjóðaröryggi vill íslenskt þjóðaröryggisráð Brjánn Jónasson skrifar 11. mars 2014 08:22 Nefndarmenn aðrir en fulltrúar Vinstri grænna voru sammála um að halda eigi loftrýmisgæslu við Ísland áfram. Fréttablaðið/Stefán Íslensk stjórnvöld ættu að íhuga alvarlega að koma sér upp sérstöku þjóðaröryggisráði sem hefði það hlutverk að samþætta ólík verkefni sem varða öryggi lands og þjóðar. Þetta er ein af tillögum nefndar sem falið var að móta þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland. Nefndin var skipuð af Össuri Skarphéðinssyni, þáverandi utanríkisráðherra, árið 2012. Fulltrúar allra flokka áttu sæti í nefndinni, og náðu þeir saman um heppilega stefnu í nær öllum atriðum. Nefndin telur að þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland þurfi að byggja á þremur meginstoðum; virkri utanríkisstefnu, varnarstefnu landsins og almannaöryggi. Í tillögum hennar segir að það hljóti að koma sterklega til greina að koma á fót þjóðaröryggisráði. Samþætta þyrfti núverandi almannavarna- og öryggismálaráð þjóðaröryggisráðinu, enda eðlilegt að ein stjórnsýslueining fari með þetta hlutverk. „Mér líst vel á þessar niðurstöður, og tel að nefndinni hafi tekist að einbeita sér að stóru myndinni,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. Hann segir ekki ljóst hvort þingsályktunartillaga upp úr niðurstöðunum verði lögð fram á yfirstandandi þingi eða hvort það bíði haustþingsins. Eftir að Alþingi hefur fjallað um málið, og mögulega gert breytingar, mun það að lokum samþykkja þjóðaröryggisstefnu landsins, segir Gunnar Bragi og kveður mikilvægt að ná þverpólitískri sátt um þjóðaröryggismálið, svo stefna landsins haldist þótt skipt sé um ríkisstjórn. „Auðvitað eru skiptar skoðanir um ákveðin mál, til að mynda Atlantshafsbandalagið, hvernig á að orða hluti þegar kemur að kjarnorkuknúnum farartækjum og hversu langt á að ganga í netöryggismálum. Í þessum málum þurfum við að fara eftir þessari skýrslu, sem ratar hinn gullna meðalveg,“ segir Gunnar Bragi.Netógnin ofarlega á blaðiNefndin flokkar þá áhættu sem steðjar að Íslandi í þrjá flokka. Fyrsta flokkinn fylla ógnir sem nefndarmenn telja að setja eigi í forgang. Athygli vekur að eitt af þremur atriðum eru netógnir og skemmdarverk á innviðum samfélagsins. Talsvert er fjallað um netöryggi í skýrslunni, og bent á að netógnin beri enga virðingu fyrir einangraðri legu landsins. „Tölvuglæpir og netógnir hvers konar hafa vaxið hröðum skrefum og herja á stofnanir og innviði samfélagsins á hverjum degi. Á allra síðustu árum hefur tækninni fleygt fram og netárásir geta nú valdið ómældum skaða,“ segir í skýrslunni. Nefndin bendir á að netöryggi sé hvarvetna talið einn mikilvægasti þáttur þjóðaröryggis. Nauðsynlegt sé að treysta lagagrundvöllinn til að stuðla að netöryggi og viðbragðsgetu við netvá. Einnig er nauðsynlegt að mati hennar að ljúka við að móta netöryggisstefnu fyrir Ísland, og efla þátttöku í alþjóðlegu samstarfi til að bregðast við netógnum.Varnir í utanríkisstefnunniÍ skýrslunni er varað við því að þótt ýmis tækifæri kunni að felast í aukinni auðlindanýtingu og siglingum á norðurslóðum blasi við að ekkert ríki á norðurslóðum sé jafn viðkvæmt og Ísland fyrir umhverfisslysum og mengun í hafi. Íslendingar hafa hag af því að rækta samstarf við aðrar þjóðir og fjölþjóðlegar stofnanir. Slíkt samstarf er hluti af virkri utanríkisstefnu, sem er ein af þremur meginstoðum íslenskrar þjóðaröryggisstefnu að mati nefndarinnar. Í þeirri utanríkisstefnu ætti líka að felast stuðningur við efnahagslega og félagslega þróun með þróunarsamvinnu og borgaralegu framlagi til friðargæslu og mannúðar- og neyðaraðstoðar. Varnarstefna landsins ætti að mati nefndarmanna að snúast um að varðveita friðinn, enda ekki hægt að útiloka aukna spennu á norðurslóðum. Þar leggja nefndarmenn áherslu á að tryggðar séu hefðbundnar landvarnir með varnarsamningi við Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið (NATO) og loftrýmisgæslu í umsjón NATO. Nefndin segir brýnt að ljúka stefnumótun í almannavarna- og öryggismálum ríkisins, en þar á að fjalla um vernd mikilvægra samfélagsinnviða, löggæslu og öryggismál.Rétt að loka VarnarmálastofnunNefndarmenn eru sammála um að sú ákvörðun að leggja niður Varnarmálastofnun hafi verið heillaspor. Í skýrslunni segir að reynslan af því að koma varnartengdum málefnum fyrir hjá Landhelgisgæslunni og Ríkislögreglustjóra sé góð. Þó er bent á að brýnt sé að taka af skarið með verkaskiptingu og ljúka flutningi varnartengdra verkefna með lögformlegum hætti. Ekki náðist fullkomið samkomulag um þá niðurstöðu meirihluta nefndarinnar að Ísland verði friðlýst fyrir kjarnorkuvopnum. Í bókun þingmanna Sjálfstæðisflokks kemur fram að slíkt sé í raun óframkvæmanlegt og gangi gegn skuldbindingum Íslands sem aðila að NATO. Nefndin vill að hefðbundnar varnir byggi á aðild að NATO. Um það náðist þó ekki fullkomin sátt, því fulltrúar Vinstri grænna í nefndinni vildu ekki standa að þeirri tillögu, ekki frekar en tillögu um að loftrýmisgæslu bandalagsþjóða hér á landi verði haldið áfram.Æðsta stjórn í skjól um borð í varðskipi eða á varnarsvæði Í skýrslu um þjóðaröryggisstefnu er lagt til að safnað verði saman ákveðnum lágmarksbirgðum, til dæmis lyfjum, mat og vatni, og útbúin verði aðstaða fyrir æðstu stjórn ríkisins til að nota í „algerum neyðartilfellum“. Sú aðstaða gæti verið á fyrrum varnarsvæðinu við Keflavíkurflugvöll og um borð í varðskipinu Þór. Í umfjöllun um hryðjuverkaógn segir að lögreglan hér á landi þurfi að vera í stakk búin til að bregðast við hryðjuverkaógn. Í því samhengi er bent á að upp á vanti í búnaði fyrir sérsveit ríkislögreglustjóra og almannavarnabúnaði vegna eiturefna, sýkla- og geislavopna.Umhverfisvá, náttúruhamfarir og netið Nefnd um mótun þjóðaröryggisstefnu hefur flokkað þá hættu sem steðjar að Íslandi í þrjá flokka. Í fyrsta flokk setur hún hættur sem setja ætti í forgang að undirbúa varnir og viðbrögð gegn. Í þeim flokki eru eftirfarandi atriði:Umhverfisvá eða slys vegna aukinna umsvifa á norðurslóðum.Netógnir og skemmdarverk á innviðum samfélagsins.Náttúruhamfarir. Í annan flokk, þar sem finna má ógnir sem setja má skör lægra en þær sem falla í fyrsta flokk, en þarfnast engu að síður fullrar athygli, setur nefndin eftirfarandi atriði:Skipulagða glæpastarfsemi.Fjármála- og efnahagsöryggi.Fæðu- og matvælaöryggi.Heilbrigðisöryggi og farsóttir. Í þriðja flokk raðar nefndin ógnum sem ólíklegt er að steðji að hér á landi, en myndu vega með slíkum hætti að fullveldi og sjálfstæði landsins að nauðsynlegt sé að gera ráðstafanir gegn þeim. Í þennan flokk setur nefndin eftirfarandi:Hernaðarógn.Hryðjuverk.Nefndin tekur fram að þessi niðurröðun sé ekki byggð á fræðilegum niðurstöðum, heldur sé þarna um að ræða tilraun eða fyrsta skref til að flokka helstu ógnir og áhættuþætti. Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Íslensk stjórnvöld ættu að íhuga alvarlega að koma sér upp sérstöku þjóðaröryggisráði sem hefði það hlutverk að samþætta ólík verkefni sem varða öryggi lands og þjóðar. Þetta er ein af tillögum nefndar sem falið var að móta þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland. Nefndin var skipuð af Össuri Skarphéðinssyni, þáverandi utanríkisráðherra, árið 2012. Fulltrúar allra flokka áttu sæti í nefndinni, og náðu þeir saman um heppilega stefnu í nær öllum atriðum. Nefndin telur að þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland þurfi að byggja á þremur meginstoðum; virkri utanríkisstefnu, varnarstefnu landsins og almannaöryggi. Í tillögum hennar segir að það hljóti að koma sterklega til greina að koma á fót þjóðaröryggisráði. Samþætta þyrfti núverandi almannavarna- og öryggismálaráð þjóðaröryggisráðinu, enda eðlilegt að ein stjórnsýslueining fari með þetta hlutverk. „Mér líst vel á þessar niðurstöður, og tel að nefndinni hafi tekist að einbeita sér að stóru myndinni,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. Hann segir ekki ljóst hvort þingsályktunartillaga upp úr niðurstöðunum verði lögð fram á yfirstandandi þingi eða hvort það bíði haustþingsins. Eftir að Alþingi hefur fjallað um málið, og mögulega gert breytingar, mun það að lokum samþykkja þjóðaröryggisstefnu landsins, segir Gunnar Bragi og kveður mikilvægt að ná þverpólitískri sátt um þjóðaröryggismálið, svo stefna landsins haldist þótt skipt sé um ríkisstjórn. „Auðvitað eru skiptar skoðanir um ákveðin mál, til að mynda Atlantshafsbandalagið, hvernig á að orða hluti þegar kemur að kjarnorkuknúnum farartækjum og hversu langt á að ganga í netöryggismálum. Í þessum málum þurfum við að fara eftir þessari skýrslu, sem ratar hinn gullna meðalveg,“ segir Gunnar Bragi.Netógnin ofarlega á blaðiNefndin flokkar þá áhættu sem steðjar að Íslandi í þrjá flokka. Fyrsta flokkinn fylla ógnir sem nefndarmenn telja að setja eigi í forgang. Athygli vekur að eitt af þremur atriðum eru netógnir og skemmdarverk á innviðum samfélagsins. Talsvert er fjallað um netöryggi í skýrslunni, og bent á að netógnin beri enga virðingu fyrir einangraðri legu landsins. „Tölvuglæpir og netógnir hvers konar hafa vaxið hröðum skrefum og herja á stofnanir og innviði samfélagsins á hverjum degi. Á allra síðustu árum hefur tækninni fleygt fram og netárásir geta nú valdið ómældum skaða,“ segir í skýrslunni. Nefndin bendir á að netöryggi sé hvarvetna talið einn mikilvægasti þáttur þjóðaröryggis. Nauðsynlegt sé að treysta lagagrundvöllinn til að stuðla að netöryggi og viðbragðsgetu við netvá. Einnig er nauðsynlegt að mati hennar að ljúka við að móta netöryggisstefnu fyrir Ísland, og efla þátttöku í alþjóðlegu samstarfi til að bregðast við netógnum.Varnir í utanríkisstefnunniÍ skýrslunni er varað við því að þótt ýmis tækifæri kunni að felast í aukinni auðlindanýtingu og siglingum á norðurslóðum blasi við að ekkert ríki á norðurslóðum sé jafn viðkvæmt og Ísland fyrir umhverfisslysum og mengun í hafi. Íslendingar hafa hag af því að rækta samstarf við aðrar þjóðir og fjölþjóðlegar stofnanir. Slíkt samstarf er hluti af virkri utanríkisstefnu, sem er ein af þremur meginstoðum íslenskrar þjóðaröryggisstefnu að mati nefndarinnar. Í þeirri utanríkisstefnu ætti líka að felast stuðningur við efnahagslega og félagslega þróun með þróunarsamvinnu og borgaralegu framlagi til friðargæslu og mannúðar- og neyðaraðstoðar. Varnarstefna landsins ætti að mati nefndarmanna að snúast um að varðveita friðinn, enda ekki hægt að útiloka aukna spennu á norðurslóðum. Þar leggja nefndarmenn áherslu á að tryggðar séu hefðbundnar landvarnir með varnarsamningi við Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið (NATO) og loftrýmisgæslu í umsjón NATO. Nefndin segir brýnt að ljúka stefnumótun í almannavarna- og öryggismálum ríkisins, en þar á að fjalla um vernd mikilvægra samfélagsinnviða, löggæslu og öryggismál.Rétt að loka VarnarmálastofnunNefndarmenn eru sammála um að sú ákvörðun að leggja niður Varnarmálastofnun hafi verið heillaspor. Í skýrslunni segir að reynslan af því að koma varnartengdum málefnum fyrir hjá Landhelgisgæslunni og Ríkislögreglustjóra sé góð. Þó er bent á að brýnt sé að taka af skarið með verkaskiptingu og ljúka flutningi varnartengdra verkefna með lögformlegum hætti. Ekki náðist fullkomið samkomulag um þá niðurstöðu meirihluta nefndarinnar að Ísland verði friðlýst fyrir kjarnorkuvopnum. Í bókun þingmanna Sjálfstæðisflokks kemur fram að slíkt sé í raun óframkvæmanlegt og gangi gegn skuldbindingum Íslands sem aðila að NATO. Nefndin vill að hefðbundnar varnir byggi á aðild að NATO. Um það náðist þó ekki fullkomin sátt, því fulltrúar Vinstri grænna í nefndinni vildu ekki standa að þeirri tillögu, ekki frekar en tillögu um að loftrýmisgæslu bandalagsþjóða hér á landi verði haldið áfram.Æðsta stjórn í skjól um borð í varðskipi eða á varnarsvæði Í skýrslu um þjóðaröryggisstefnu er lagt til að safnað verði saman ákveðnum lágmarksbirgðum, til dæmis lyfjum, mat og vatni, og útbúin verði aðstaða fyrir æðstu stjórn ríkisins til að nota í „algerum neyðartilfellum“. Sú aðstaða gæti verið á fyrrum varnarsvæðinu við Keflavíkurflugvöll og um borð í varðskipinu Þór. Í umfjöllun um hryðjuverkaógn segir að lögreglan hér á landi þurfi að vera í stakk búin til að bregðast við hryðjuverkaógn. Í því samhengi er bent á að upp á vanti í búnaði fyrir sérsveit ríkislögreglustjóra og almannavarnabúnaði vegna eiturefna, sýkla- og geislavopna.Umhverfisvá, náttúruhamfarir og netið Nefnd um mótun þjóðaröryggisstefnu hefur flokkað þá hættu sem steðjar að Íslandi í þrjá flokka. Í fyrsta flokk setur hún hættur sem setja ætti í forgang að undirbúa varnir og viðbrögð gegn. Í þeim flokki eru eftirfarandi atriði:Umhverfisvá eða slys vegna aukinna umsvifa á norðurslóðum.Netógnir og skemmdarverk á innviðum samfélagsins.Náttúruhamfarir. Í annan flokk, þar sem finna má ógnir sem setja má skör lægra en þær sem falla í fyrsta flokk, en þarfnast engu að síður fullrar athygli, setur nefndin eftirfarandi atriði:Skipulagða glæpastarfsemi.Fjármála- og efnahagsöryggi.Fæðu- og matvælaöryggi.Heilbrigðisöryggi og farsóttir. Í þriðja flokk raðar nefndin ógnum sem ólíklegt er að steðji að hér á landi, en myndu vega með slíkum hætti að fullveldi og sjálfstæði landsins að nauðsynlegt sé að gera ráðstafanir gegn þeim. Í þennan flokk setur nefndin eftirfarandi:Hernaðarógn.Hryðjuverk.Nefndin tekur fram að þessi niðurröðun sé ekki byggð á fræðilegum niðurstöðum, heldur sé þarna um að ræða tilraun eða fyrsta skref til að flokka helstu ógnir og áhættuþætti.
Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira