Kæra sig ekki um meira sýndarsamráð Óli Kristján Ármannsson skrifar 16. apríl 2016 07:00 Núna er kerfið þannig að þeir sem ekki geta unnið fulla vinnu sökum skertrar starfsgetu geta sótt um örorkulífeyri hjá Tryggingastofnun. vísir/Pjetur Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) tekur ekki þátt í vinnu við gerð nýs frumvarps um endurskoðun almannatryggingakerfisins þrátt fyrir boð ráðherra þar um. „Það hvarflar ekki að okkur að taka þátt í frumvarpsvinnu sem við getum ekki skrifað undir mannréttinda vegna. Við getum ekki boðið fólki upp á svona kerfi,“ segir Ellen Calmon, formaður ÖBÍ. Meirihluti nefndar um endurskoðun almannatryggingakerfisins skilaði skýrslu sinni til Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, 1. mars síðastliðinn. Fulltrúar minnihlutans og ÖBÍ skiluðu sér áliti.Ellen Calmon, formaður ÖBÍEllen segir vinnu hafna við gerð frumvarps sem byggi á niðurstöðum meirihlutans og ÖBÍ hafi verið boðið að taka þátt. „Við eigum að sitja þarna með sama fólkinu og við höfum setið með í nefnd í tvö og hálft ár.“ Allan þann tíma hafi ÖBÍ ekki komið neinni af sínum tillögum fram þrátt fyrir að hafa lagt til ítarlega skýrslu þar um. Skýrslan ber heitið „Virkt samfélag“ og var kynnt fyrir um ári síðan en þar koma fram þær helstu breytingar sem gera þyrfti á almannatryggingakerfinu samhliða því að horfið yrði frá örorkumatskerfi yfir í kerfi sem byggi á starfsgetumati. „Nú á sama fólk og sat í nefndinni að skrifa frumvarpið, nema nú er stjórnarandstöðunni ekki boðið að taka þátt,“ segir Ellen. ÖBÍ er boðið upp á að sitja ein í hópi sem lokað hafi eyrunum fyrir tillögum samtakanna í tvö og hálft ár. Þeim hjá ÖBÍ sé misboðið að ekkert mark hafi verið tekið á faglega unnum tillögum heildarsamtaka fatlaðs fólks og örorkulífeyrisþega, með 41 aðildarfélag og 30 þúsund manns undir. „Þetta er sýndarsamráð. Það er ekki hægt að sjá eða finna á félagsmálaráðherra að hún hafi nokkurn tímann ætlað að hlusta á okkar tillögur.“ ÖBÍ gerir fjölda athugasemda við tillögur meirihlutans. Þar á meðal eru gagnrýndar auknar skerðingar á þann hóp fólks sem hafi minnsta starfsgetu. „Við getum ekki sætt okkur við að festa eigi fátækasta fólkið í fátæktargildru og ekki veita þeim neina möguleika á að afla sér aukatekna.“ Þá verði, samkvæmt tillögum meirihluta nefndarinnar, ekkert þak sett á þær tekjur sem fólk með 50 prósenta starfsgetumat megi vinna sér inn. „Þú getur verið með 800 þúsund krónur á mánuði og færð samt borguð 50 prósent frá Tryggingastofnun. Þetta er algjörlega galin hugmynd,“ segir Ellen. Í fyrsta lagi eigi almannatryggingar ekki að þurfa að greiða til fólks með rífandi tekjur og í öðru lagi sé vandséð hvernig haga eigi eftirliti með þessum málum. „Það er algjörlega órætt.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) tekur ekki þátt í vinnu við gerð nýs frumvarps um endurskoðun almannatryggingakerfisins þrátt fyrir boð ráðherra þar um. „Það hvarflar ekki að okkur að taka þátt í frumvarpsvinnu sem við getum ekki skrifað undir mannréttinda vegna. Við getum ekki boðið fólki upp á svona kerfi,“ segir Ellen Calmon, formaður ÖBÍ. Meirihluti nefndar um endurskoðun almannatryggingakerfisins skilaði skýrslu sinni til Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, 1. mars síðastliðinn. Fulltrúar minnihlutans og ÖBÍ skiluðu sér áliti.Ellen Calmon, formaður ÖBÍEllen segir vinnu hafna við gerð frumvarps sem byggi á niðurstöðum meirihlutans og ÖBÍ hafi verið boðið að taka þátt. „Við eigum að sitja þarna með sama fólkinu og við höfum setið með í nefnd í tvö og hálft ár.“ Allan þann tíma hafi ÖBÍ ekki komið neinni af sínum tillögum fram þrátt fyrir að hafa lagt til ítarlega skýrslu þar um. Skýrslan ber heitið „Virkt samfélag“ og var kynnt fyrir um ári síðan en þar koma fram þær helstu breytingar sem gera þyrfti á almannatryggingakerfinu samhliða því að horfið yrði frá örorkumatskerfi yfir í kerfi sem byggi á starfsgetumati. „Nú á sama fólk og sat í nefndinni að skrifa frumvarpið, nema nú er stjórnarandstöðunni ekki boðið að taka þátt,“ segir Ellen. ÖBÍ er boðið upp á að sitja ein í hópi sem lokað hafi eyrunum fyrir tillögum samtakanna í tvö og hálft ár. Þeim hjá ÖBÍ sé misboðið að ekkert mark hafi verið tekið á faglega unnum tillögum heildarsamtaka fatlaðs fólks og örorkulífeyrisþega, með 41 aðildarfélag og 30 þúsund manns undir. „Þetta er sýndarsamráð. Það er ekki hægt að sjá eða finna á félagsmálaráðherra að hún hafi nokkurn tímann ætlað að hlusta á okkar tillögur.“ ÖBÍ gerir fjölda athugasemda við tillögur meirihlutans. Þar á meðal eru gagnrýndar auknar skerðingar á þann hóp fólks sem hafi minnsta starfsgetu. „Við getum ekki sætt okkur við að festa eigi fátækasta fólkið í fátæktargildru og ekki veita þeim neina möguleika á að afla sér aukatekna.“ Þá verði, samkvæmt tillögum meirihluta nefndarinnar, ekkert þak sett á þær tekjur sem fólk með 50 prósenta starfsgetumat megi vinna sér inn. „Þú getur verið með 800 þúsund krónur á mánuði og færð samt borguð 50 prósent frá Tryggingastofnun. Þetta er algjörlega galin hugmynd,“ segir Ellen. Í fyrsta lagi eigi almannatryggingar ekki að þurfa að greiða til fólks með rífandi tekjur og í öðru lagi sé vandséð hvernig haga eigi eftirliti með þessum málum. „Það er algjörlega órætt.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira