Skora á Ólaf Ragnar að hætta við að bjóða sig fram Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. apríl 2016 12:00 Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, á Bessastöðum í gær. vísir/ernir 3000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalista á netinu þar sem skorað er á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, að hætta við að bjóða sig fram til forseta í sjötta sinn. Eins og flestum er kunnugt um tilkynnti Ólafur Ragnar að hann hyggist sækjast eftir endurkjöri í komandi forsetakosningum þann 25. júní næstkomandi en hann hafði áður lýst því yfir í ávarpi sínu á nýársdag að hann ætlaði ekki að bjóða sig fram á ný. Í yfirlýsingu sem Ólafur Ragnar las upp á blaðamannafundi á Bessastöðum í gær kvaðst hann með framboði sínu nú vera að bregðast við áskorun frá breiðri fylkingu manna sem hafi skorað á hann að gefa kost á sér aftur.Skjáskot af vef undirskriftasöfnunarinnar.Þá sagði forsetinn jafnframt að öldur mótmæla undanfarið sýni að ástandi á Íslandi væri mjög viðkvæmt. Það væri í þessu umróti óvissu og mótmæla sem fjöldi fólks víða úr samfélaginu hefði skorað á hann að gefa kost á sér á ný. Hann minnti á að ákveðið hefði verið að flýta þingkosningum og að sú staða gæti komið upp að loknum kosningum að erfitt yrði að mynda ríkisstjórn. „Og þá er stjórnskipun íslenska lýðveldisins þannig að það er ekki Alþingi sem ber ábyrgð á því hvort landið verður stjórnlaust eða ekki við þær aðstæður. Það er forsetinn.“ Ljóst er að Ólafur Ragnar nýtur mikilla vinsælda og mikils trausts hjá kjósendum en það er einnig kristaltært að hann er afar umdeildur. Undirskriftasöfnunin sem sett hefur verið af stað sýnir það sem og viðbrögð fjölmargra við yfirlýsingu hans í gær á samfélagsmiðlum. Ekki eru þó allir hrifnir af því að efna til undirskriftasöfnunar á borð við þá sem sett hefur verið í gang. Þannig setti Jóhannes Haukur Jóhannesson, leikari, færslu á Facebook-síðu sína í gær þar sem hann sagði að sér þætti undirskriftasöfnunin bæði ljót og dónaleg. Meira en þúsund manns hafa líkað við statusinn og þá hefur honum verið deilt yfir hundrað sinnum. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Telur vitjunartíma sinn ekki kominn Eftir tuttugu ár í embætti segist Ólafur Ragnar Grímsson enn hafa gott samband við Íslendinga. 18. apríl 2016 20:22 Ólafur Ragnar einn þaulsætnasti þjóðarleiðtogi heimsins Hann er sá þjóðarleiðtogi vestræns ríkis sem lengst hefur setið. 18. apríl 2016 17:01 Óvíst hvort forsetinn myndi sitja í fjögur ár til viðbótar Ólafur Ragnar Grímsson segist ekki hafa hugleitt hvort hann myndi sitja i fjögur ár í embætti ef hann yrði endurkjörinn forseti. Hann minnir á mikilvægi forsetans við stjórnarmyndun. 19. apríl 2016 07:00 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
3000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalista á netinu þar sem skorað er á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, að hætta við að bjóða sig fram til forseta í sjötta sinn. Eins og flestum er kunnugt um tilkynnti Ólafur Ragnar að hann hyggist sækjast eftir endurkjöri í komandi forsetakosningum þann 25. júní næstkomandi en hann hafði áður lýst því yfir í ávarpi sínu á nýársdag að hann ætlaði ekki að bjóða sig fram á ný. Í yfirlýsingu sem Ólafur Ragnar las upp á blaðamannafundi á Bessastöðum í gær kvaðst hann með framboði sínu nú vera að bregðast við áskorun frá breiðri fylkingu manna sem hafi skorað á hann að gefa kost á sér aftur.Skjáskot af vef undirskriftasöfnunarinnar.Þá sagði forsetinn jafnframt að öldur mótmæla undanfarið sýni að ástandi á Íslandi væri mjög viðkvæmt. Það væri í þessu umróti óvissu og mótmæla sem fjöldi fólks víða úr samfélaginu hefði skorað á hann að gefa kost á sér á ný. Hann minnti á að ákveðið hefði verið að flýta þingkosningum og að sú staða gæti komið upp að loknum kosningum að erfitt yrði að mynda ríkisstjórn. „Og þá er stjórnskipun íslenska lýðveldisins þannig að það er ekki Alþingi sem ber ábyrgð á því hvort landið verður stjórnlaust eða ekki við þær aðstæður. Það er forsetinn.“ Ljóst er að Ólafur Ragnar nýtur mikilla vinsælda og mikils trausts hjá kjósendum en það er einnig kristaltært að hann er afar umdeildur. Undirskriftasöfnunin sem sett hefur verið af stað sýnir það sem og viðbrögð fjölmargra við yfirlýsingu hans í gær á samfélagsmiðlum. Ekki eru þó allir hrifnir af því að efna til undirskriftasöfnunar á borð við þá sem sett hefur verið í gang. Þannig setti Jóhannes Haukur Jóhannesson, leikari, færslu á Facebook-síðu sína í gær þar sem hann sagði að sér þætti undirskriftasöfnunin bæði ljót og dónaleg. Meira en þúsund manns hafa líkað við statusinn og þá hefur honum verið deilt yfir hundrað sinnum.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Telur vitjunartíma sinn ekki kominn Eftir tuttugu ár í embætti segist Ólafur Ragnar Grímsson enn hafa gott samband við Íslendinga. 18. apríl 2016 20:22 Ólafur Ragnar einn þaulsætnasti þjóðarleiðtogi heimsins Hann er sá þjóðarleiðtogi vestræns ríkis sem lengst hefur setið. 18. apríl 2016 17:01 Óvíst hvort forsetinn myndi sitja í fjögur ár til viðbótar Ólafur Ragnar Grímsson segist ekki hafa hugleitt hvort hann myndi sitja i fjögur ár í embætti ef hann yrði endurkjörinn forseti. Hann minnir á mikilvægi forsetans við stjórnarmyndun. 19. apríl 2016 07:00 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Telur vitjunartíma sinn ekki kominn Eftir tuttugu ár í embætti segist Ólafur Ragnar Grímsson enn hafa gott samband við Íslendinga. 18. apríl 2016 20:22
Ólafur Ragnar einn þaulsætnasti þjóðarleiðtogi heimsins Hann er sá þjóðarleiðtogi vestræns ríkis sem lengst hefur setið. 18. apríl 2016 17:01
Óvíst hvort forsetinn myndi sitja í fjögur ár til viðbótar Ólafur Ragnar Grímsson segist ekki hafa hugleitt hvort hann myndi sitja i fjögur ár í embætti ef hann yrði endurkjörinn forseti. Hann minnir á mikilvægi forsetans við stjórnarmyndun. 19. apríl 2016 07:00