Ólafur Ragnar einn þaulsætnasti þjóðarleiðtogi heimsins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. apríl 2016 17:01 Ólafur Ragnar Grímsson, Paul Biya, Angel Merkel, Robert Mugabe og Heinz Fischer. Mynd/Anton/Getty Ólafur Ragnar Grímsson er einn þaulsetnasti þjóðarleiðtogi heimsins í dag sem ekki er konungborinn og útlit er fyrir að enn bæti í. Hann tilkynnti í dag að hann hyggðist sækjast eftir endurkjöri til embættis forseta Íslands. Nái hann endurkjöri og sitji hann út kjörtímabilið gæti hann tekið fram úr þjóðarleiðtogum Tadjikistan, Hvíta-Rússlands og Gambíu. Ólafur Ragnar Grímsson er í 17. sæti yfir þá þjóðarleiðtoga sem enn eru í embætti og lengst hafa setið. Ólafur Ragnar tók við embættinu 1. ágúst 1996 og hefur því setið í embætti í 19 ár og 261 dag. Leiðtogar Afríku-ríkja eru fyrirferðamiklir á listanum og raða sér í fimm efstu sætin, þeirra á meðal er Robert Mugabe, forseti Zimbabwe, í fimmta sæti. Hann tók við á þessum degi fyrir 36 árum, 18. apríl 1980.Sjá einnig: Ólafur Ragnar sækist eftir endurkjöriSá sem lengst hefur setið af þeim sitja enn er Paul Biya, forseti Kamerún, hann tók við embætti forseta 6. nóvember 1982, en þar áður var hann forsætisráðherra frá 1975. Sé hinsvegar miðað við aðrar vestrænar þjóðir, líkt og Íslendingar gera gjarnan, hefur enginn þjóðarleiðtogi sem ekki er konungborinn setið jafn lengi í embætti og Ólafur Ragnar, sá sem næst kemur er Heinz Fischer sem gegnt hefur embætti forseta Austurríkis í 11 ár og 285 daga, frá 8. júlí 2004. Aðrir vel þekktir þjóðarleiðtogar sem raða sér í efsu þrjátíu sætin eru Bashir-Al Assad Sýrlandsforseti sem setið hefur sem forseti Sýrlands frá 17. júlí 2000 og Angela Merkel sem verið hefur kanslari Þýskalands frá 22. nóvember 2005. Nái Ólafur Ragnar endurkjöri og sitji hann út komandi kjörtímabil gæti Ólafur Ragnar hoppað upp þrjú sæti í það 14. og tekið fram úr leiðtogum Tadjikistan, Hvíta-Rússlands og Gambíu. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Twitter um Ólaf Ragnar: Atburðarásin sögð svo snjöll að Frank Underwood hefði orðið stoltur af henni Notendur Twitter þyrpast á miðilinn til að segja skoðun sína á ákvörðun forsetans. 18. apríl 2016 16:47 Ólafur Ragnar sækist eftir endurkjöri Þetta kom fram á blaðamannafundi forseta rétt í þessu. 18. apríl 2016 16:15 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson er einn þaulsetnasti þjóðarleiðtogi heimsins í dag sem ekki er konungborinn og útlit er fyrir að enn bæti í. Hann tilkynnti í dag að hann hyggðist sækjast eftir endurkjöri til embættis forseta Íslands. Nái hann endurkjöri og sitji hann út kjörtímabilið gæti hann tekið fram úr þjóðarleiðtogum Tadjikistan, Hvíta-Rússlands og Gambíu. Ólafur Ragnar Grímsson er í 17. sæti yfir þá þjóðarleiðtoga sem enn eru í embætti og lengst hafa setið. Ólafur Ragnar tók við embættinu 1. ágúst 1996 og hefur því setið í embætti í 19 ár og 261 dag. Leiðtogar Afríku-ríkja eru fyrirferðamiklir á listanum og raða sér í fimm efstu sætin, þeirra á meðal er Robert Mugabe, forseti Zimbabwe, í fimmta sæti. Hann tók við á þessum degi fyrir 36 árum, 18. apríl 1980.Sjá einnig: Ólafur Ragnar sækist eftir endurkjöriSá sem lengst hefur setið af þeim sitja enn er Paul Biya, forseti Kamerún, hann tók við embætti forseta 6. nóvember 1982, en þar áður var hann forsætisráðherra frá 1975. Sé hinsvegar miðað við aðrar vestrænar þjóðir, líkt og Íslendingar gera gjarnan, hefur enginn þjóðarleiðtogi sem ekki er konungborinn setið jafn lengi í embætti og Ólafur Ragnar, sá sem næst kemur er Heinz Fischer sem gegnt hefur embætti forseta Austurríkis í 11 ár og 285 daga, frá 8. júlí 2004. Aðrir vel þekktir þjóðarleiðtogar sem raða sér í efsu þrjátíu sætin eru Bashir-Al Assad Sýrlandsforseti sem setið hefur sem forseti Sýrlands frá 17. júlí 2000 og Angela Merkel sem verið hefur kanslari Þýskalands frá 22. nóvember 2005. Nái Ólafur Ragnar endurkjöri og sitji hann út komandi kjörtímabil gæti Ólafur Ragnar hoppað upp þrjú sæti í það 14. og tekið fram úr leiðtogum Tadjikistan, Hvíta-Rússlands og Gambíu.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Twitter um Ólaf Ragnar: Atburðarásin sögð svo snjöll að Frank Underwood hefði orðið stoltur af henni Notendur Twitter þyrpast á miðilinn til að segja skoðun sína á ákvörðun forsetans. 18. apríl 2016 16:47 Ólafur Ragnar sækist eftir endurkjöri Þetta kom fram á blaðamannafundi forseta rétt í þessu. 18. apríl 2016 16:15 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Twitter um Ólaf Ragnar: Atburðarásin sögð svo snjöll að Frank Underwood hefði orðið stoltur af henni Notendur Twitter þyrpast á miðilinn til að segja skoðun sína á ákvörðun forsetans. 18. apríl 2016 16:47
Ólafur Ragnar sækist eftir endurkjöri Þetta kom fram á blaðamannafundi forseta rétt í þessu. 18. apríl 2016 16:15