Lögregla á Brusselflugvelli hótar verkfalli Þorfinnur Ómarsson skrifar 1. apríl 2016 13:49 Lögregla á flugvellinum í Brussel hótar því að fara í verkfall verði flugvöllurinn opnaður á ný í dag, eins og gert er ráð fyrir. Flugvöllurinn hefur verið lokaður frá hryðjuverkaárásunum fyrir tíu dögum og þótt hann verði opnaður í dag er ólíklegt talið að flugsamgöngur komist í eðlilegt horf þar sem öryggismálum er enn ábótavant. Mun lengri tíma hefur tekið að tryggja öryggi á flugvellinum hér í Brussel en stefnt var að í fyrstu. Eftir árásirnar á þriðjudag í síðustu viku, sem kostuðu þrjátíu og tvo lífið og skildu yfir hundrað manns eftir í sárum, var rætt um að hefja flug að nýju tveimur dögum síðar. Það hefur ekki gengið eftir og hefur hver frestunin verið tilkynnt á fætur annarri. Síðast í gær var svo gefið út að tæknilega væri hægt að opna flugvöllinn í kvöld, en þó að mjög takmörkuðu leyti, eða sem nemur 20 prósentum af hefðbundinni starfsemi. Þannig er ljóst að þó flugvöllurinn opni í kvöld, munu mörg flugfélög áfram þurfa að aflýsa flugi næstu vikurnar, í það minnsta. Hversu mikil áhrif þetta kann að hafa á flug Icelandair á næstunni er óvíst á þessari stundu. En jafnvel þó yfirvöld telji sig geta hafið flug að takmörkuðu leyti í kvöld, gætu þau áform breyst síðar í dag, þar sem öryggismál eru enn í tvísýnu. Þannig hefur lögregla á flugvellinum kvartað sáran yfir andvaraleysi yfirvalda, sem fara með rannsókn á hryðjuverkunum, og hótar að fara í verkfall um helgina, verði flugvöllurinn opnaður. Lögregla fer fram á ýmsar úrbætur og telur ekki nóg að koma öryggismálum í sama horf og fyrir árásina, því eins og fram hefur komið var hún gerð við innritunarborð, þar sem nær engin öryggisgæsla hefur verið til þessa. Því leggur lögregla til að vopnaleit á farþegum hefjist fyrr, eða strax við inngang í flugstöðina, en slíkt myndi krefjast verulegra breytinga á flugvellinum. Þessar hugmyndir hafa raunar verið ræddar víðar í Evrópu undanfarna daga og er talið líklegt að sprengjuárásin á Brussel-flugvelli muni hafa víðtæk áhrif á öryggisgæslu á flugvöllum í Evrópu og jafnvel víðar. Hryðjuverk í Brussel Tengdar fréttir Flugvöllurinn í Brussel opnar á ný Talið er að flug muni hefjast þar á ný í fyrsta lagi í kvöld, en þó ekki af fullum krafti fyrst um sinn. 1. apríl 2016 07:00 Flugvöllurinn í Brussel ekki jafn mikið skemmdur og talið var Mögulega verður hægt að opna flugvöllinn á ný á þriðjudaginn í næstu viku. 26. mars 2016 22:03 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Sjá meira
Lögregla á flugvellinum í Brussel hótar því að fara í verkfall verði flugvöllurinn opnaður á ný í dag, eins og gert er ráð fyrir. Flugvöllurinn hefur verið lokaður frá hryðjuverkaárásunum fyrir tíu dögum og þótt hann verði opnaður í dag er ólíklegt talið að flugsamgöngur komist í eðlilegt horf þar sem öryggismálum er enn ábótavant. Mun lengri tíma hefur tekið að tryggja öryggi á flugvellinum hér í Brussel en stefnt var að í fyrstu. Eftir árásirnar á þriðjudag í síðustu viku, sem kostuðu þrjátíu og tvo lífið og skildu yfir hundrað manns eftir í sárum, var rætt um að hefja flug að nýju tveimur dögum síðar. Það hefur ekki gengið eftir og hefur hver frestunin verið tilkynnt á fætur annarri. Síðast í gær var svo gefið út að tæknilega væri hægt að opna flugvöllinn í kvöld, en þó að mjög takmörkuðu leyti, eða sem nemur 20 prósentum af hefðbundinni starfsemi. Þannig er ljóst að þó flugvöllurinn opni í kvöld, munu mörg flugfélög áfram þurfa að aflýsa flugi næstu vikurnar, í það minnsta. Hversu mikil áhrif þetta kann að hafa á flug Icelandair á næstunni er óvíst á þessari stundu. En jafnvel þó yfirvöld telji sig geta hafið flug að takmörkuðu leyti í kvöld, gætu þau áform breyst síðar í dag, þar sem öryggismál eru enn í tvísýnu. Þannig hefur lögregla á flugvellinum kvartað sáran yfir andvaraleysi yfirvalda, sem fara með rannsókn á hryðjuverkunum, og hótar að fara í verkfall um helgina, verði flugvöllurinn opnaður. Lögregla fer fram á ýmsar úrbætur og telur ekki nóg að koma öryggismálum í sama horf og fyrir árásina, því eins og fram hefur komið var hún gerð við innritunarborð, þar sem nær engin öryggisgæsla hefur verið til þessa. Því leggur lögregla til að vopnaleit á farþegum hefjist fyrr, eða strax við inngang í flugstöðina, en slíkt myndi krefjast verulegra breytinga á flugvellinum. Þessar hugmyndir hafa raunar verið ræddar víðar í Evrópu undanfarna daga og er talið líklegt að sprengjuárásin á Brussel-flugvelli muni hafa víðtæk áhrif á öryggisgæslu á flugvöllum í Evrópu og jafnvel víðar.
Hryðjuverk í Brussel Tengdar fréttir Flugvöllurinn í Brussel opnar á ný Talið er að flug muni hefjast þar á ný í fyrsta lagi í kvöld, en þó ekki af fullum krafti fyrst um sinn. 1. apríl 2016 07:00 Flugvöllurinn í Brussel ekki jafn mikið skemmdur og talið var Mögulega verður hægt að opna flugvöllinn á ný á þriðjudaginn í næstu viku. 26. mars 2016 22:03 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Sjá meira
Flugvöllurinn í Brussel opnar á ný Talið er að flug muni hefjast þar á ný í fyrsta lagi í kvöld, en þó ekki af fullum krafti fyrst um sinn. 1. apríl 2016 07:00
Flugvöllurinn í Brussel ekki jafn mikið skemmdur og talið var Mögulega verður hægt að opna flugvöllinn á ný á þriðjudaginn í næstu viku. 26. mars 2016 22:03