Innlent

Mansal í Vík: Í farbanni næstu tvo mánuði

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Maðurinn er grunaður um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun á heimili sínu í Vík.
Maðurinn er grunaður um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun á heimili sínu í Vík. Fréttablaðið/Stöð2
Héraðsdómur Suðurlands hefur úrskurðað karlmann sem grunaður er um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun á heimili sínu í Vík í Mýrdal í áframhaldandi farbann til 25. maí. Fyrra farbann sem honum var gert að sæta rann út í dag en upphaflega úrskurðaði héraðsdómur hann í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Hæstiréttur sneri hins vegar þeim úrskurði við og dæmdi manninn í farbann.

Samkvæmt upplýsingum frá Þorgrími Óla Sigurðssyni, aðstoðaryfirlögregluþjóni hjá lögreglunni á Suðurlandi, miðar  lögreglunni á Suðurlandi miðar rannsókn málsins vel og stefnt er að því að ljúka henni í næstu viku. Þá verður málið sent til ákærusviðs lögreglunnar og þaðan til héraðssaksóknara sem ákveður hvort að ákæra verði gefin út.

Maðurinn var handtekinn þann 18. febrúar síðastliðinn í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á Suðurlandi. Hann er eigandi fyrirtækisins Vonta International sem var undirverktaki fataframleiðandans Icewear. Maðurinn og konurnar tvær, sem eru systur, eru öll frá Srí Lanka. Auk kvennanna tveggja eru fjórir aðrir með stöðu brotaþola í málinu, tvær konur og tveir karlar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×