Tesla Model 3 markar tímamót í rafbílavæðingunni Ásgeir Erlendsson skrifar 2. apríl 2016 19:30 Nýr rafbíll frá Teslu sem kynntur var í Bandaríkjunum er talinn marka straumhvörf í rafbílavæðingu heimsins en nú þegar hafa 250 þúsund eintök verið pöntuð í forsölu. Framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins segir að stjórnvöld verði að liðka til við uppbyggingu á innviðum tengdum slíkum bílum. Eftirvæntingin var mikil þegar Tesla kynnti Model 3, nýjustu afurð sína, á blaðamannafundi í vikunni. Þessi útgáfa er ætluð almenningi og kemur til með að kosta 35.000 dollara eða sem samsvarar 4,3 milljónum króna. Forstjóri Tesla fullyrti að bílinn væri sá besti sem hægt yrði að kaupa fyrir þennan pening í heiminum. Fjölmargir lögðu það á sig að bíða tímunum saman fyrir utan ráðstefnusalinn til að berja bílinn augum og aðdáendur greiddu 1.000 dollara staðfestingargjald fyrir bílinn án þess að hafa séð hann. Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, segir kynningu Teslu á bílnum vera til marks um hraða þróun í rafbílum. „Drægið þeirra er að aukast alltaf með hverri kynslóð sem kemur á markað. Þetta er mjög þróun í dræginu á batteríinu. Við verðum að hugsa það mjög vel hvar við ætlum að setja niður hleðslustöðvarnar.“ Á síðasta ári var metfjöldi í sölu rafbíla hér á landi og fjölgunin á slíkum bílum hefur verið hröð að undanförnu. Fjölgunina megi rekja til þess að rafbílar eru undanþegnir virðisaukaskatti og aðflutningsgjöldum. „Við erum að sjá núna að það eru komnir á milli sex og sjöundruð rafbílar á göturnar. Það hefur gerst á allra síðustu árum.“Hversu vel erum við að standa okkur að fjárfesta í innviðum, þ.e að gera fólki kleyft að eiga rafbíla og geta ferðast á þeim hvert á land sem er? „Það vantar svolítið mikið upp á það ennþá. Það er reyndar búið að setja upp hraðhleðslustöðvar á vissum stöðum. Það þarf að bæta vel í þar.“Hvað með stjórnvöld, geta þau brugðist við með einhverjum hætti? „Þau hafa brugðist við nú þegar með niðurfellingu á virðisaukaskattinum. Það er ansi stórt skref. Spurningin er hvað það verður lengi. Stjórnvöld eiga að gefa fordæmi og liðka til við slíka þróun sem við þurfum að fara í til að bæta innviðina hér á landi.“ Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Fleiri fréttir Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Sjá meira
Nýr rafbíll frá Teslu sem kynntur var í Bandaríkjunum er talinn marka straumhvörf í rafbílavæðingu heimsins en nú þegar hafa 250 þúsund eintök verið pöntuð í forsölu. Framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins segir að stjórnvöld verði að liðka til við uppbyggingu á innviðum tengdum slíkum bílum. Eftirvæntingin var mikil þegar Tesla kynnti Model 3, nýjustu afurð sína, á blaðamannafundi í vikunni. Þessi útgáfa er ætluð almenningi og kemur til með að kosta 35.000 dollara eða sem samsvarar 4,3 milljónum króna. Forstjóri Tesla fullyrti að bílinn væri sá besti sem hægt yrði að kaupa fyrir þennan pening í heiminum. Fjölmargir lögðu það á sig að bíða tímunum saman fyrir utan ráðstefnusalinn til að berja bílinn augum og aðdáendur greiddu 1.000 dollara staðfestingargjald fyrir bílinn án þess að hafa séð hann. Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, segir kynningu Teslu á bílnum vera til marks um hraða þróun í rafbílum. „Drægið þeirra er að aukast alltaf með hverri kynslóð sem kemur á markað. Þetta er mjög þróun í dræginu á batteríinu. Við verðum að hugsa það mjög vel hvar við ætlum að setja niður hleðslustöðvarnar.“ Á síðasta ári var metfjöldi í sölu rafbíla hér á landi og fjölgunin á slíkum bílum hefur verið hröð að undanförnu. Fjölgunina megi rekja til þess að rafbílar eru undanþegnir virðisaukaskatti og aðflutningsgjöldum. „Við erum að sjá núna að það eru komnir á milli sex og sjöundruð rafbílar á göturnar. Það hefur gerst á allra síðustu árum.“Hversu vel erum við að standa okkur að fjárfesta í innviðum, þ.e að gera fólki kleyft að eiga rafbíla og geta ferðast á þeim hvert á land sem er? „Það vantar svolítið mikið upp á það ennþá. Það er reyndar búið að setja upp hraðhleðslustöðvar á vissum stöðum. Það þarf að bæta vel í þar.“Hvað með stjórnvöld, geta þau brugðist við með einhverjum hætti? „Þau hafa brugðist við nú þegar með niðurfellingu á virðisaukaskattinum. Það er ansi stórt skref. Spurningin er hvað það verður lengi. Stjórnvöld eiga að gefa fordæmi og liðka til við slíka þróun sem við þurfum að fara í til að bæta innviðina hér á landi.“
Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Fleiri fréttir Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Sjá meira