Innlent

Sigmundur Davíð fundar með þingflokknum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, fundar nú með þingflokki sínum í Alþingishúsinu. Hann vildi ekki ræða við fjölmiðla þegar hann mætti á fundinn en sagðist ætla að ræða við fjölmiðla síðar í dag.

Stjórnarandstaðan hyggst leggja fram vantrauststillögu á Sigmund Davíð og ríkisstjórn hans í dag en mikil óvissa þykir ríkja um stöðu forsætisráðherra vegna tengsla hans við aflandsfélagið Wintris. Fram kom í gær að hann hefði selt eiginkonu sinni helmingshlut í félaginu á gamlársdag 2009, degi áður en ný skattalög um aflandsfélög tóku gildi.

Þingfundur hefst klukkan 15 í dag og mun Sigmundur Davíð sitja fyrir svörum í óundirbúnum fyrirspurnartíma. Til stóð að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, myndi einnig svara óundirbúnum fyrirspurnum en hann er fastur í Bandaríkjunum þar sem hann missti af tengiflugi til Íslands í gær vegna seinkunar í innanlandsflugi.


Tengdar fréttir

Bless $immi á Austurvelli og víðar

Íbúar á höfuðborgarsvæðinu ráku margir hverjir augun í skilaboð til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra í morgunsárið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.