Sagði forsætisráðherra með Jesú-komplex Birgir Örn Steinarsson skrifar 4. apríl 2016 17:46 Illugi Jökuls hélt kröftuga ræðu á mótmælafundinum við Austurvöll. Vísir/Ernir Illugi Jökulsson lauk máli sínu á mótmælunum á Austurvelli um klukkan hálf sex í kvöld. Þema ræðurnar var „ég skammast mín“ og þar taldi hann upp þau atriði sem hann skammast sín mest fyrir undir núverandi ríkisstjórn. Hann byrjaði á því að segjast skammast sín fyrir ríkisstjórn sem blygðunarlaust „þjónaði undir rassgatið á ríka fólkinu í landinu". Næst minntist hann á stjórnarskrármálið og sagði ríkisstjórnina hafa hunsað þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012 þar sem 64% vildu að tillögur stjórnlagaráðs yrðu notaðar til grundvallar nýrrar stjórnarskrár. „Ég skammast mín fyrir ríkisstjórn sem lét heilbrigðiskerfið reika á reiðanum sem við vorum svo stolt af. Ég skammast mín fyrir ríkisstjórn sem hirðir ekkert um verndun landsins okkar en skyndigróði verktaka og stóriðju fær að ráða ferðinni. Skítt með landið fagurt og frítt, skítt með sjóndeildarhringinn, skítt með það hvort að börnin okkar munu sjá ástæðu eftir fáein ár að búa hér áfram“.Forsætisráðherra með Jesú-komplex Næst beindi hann spjótum sínum að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra. Hann sagði það miður að forsætisráðherra þjóðarinnar væri settur undir sama hatt í erlendum fjölmiðlum og Pútín Rússlandsforseti og Assad Sýrlandsforseti. „Ég skammast mín fyrir forsætisráðherra sem virðist haldinn alvarlegum Jesú-komplex og býr til þjóðsögu um sjálfan sig sem bjargvætt þjóðarinnar“. Hér fyrir neðan má sjá útsendingu Vísis frá mótmælunum. Ræða Illuga hefst eftir um 13 mínútur. Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur hefur ekki íhugað afsögn Sigmundur Davíð biðst afsökunar á því að hafa staðið sig illa í sjónvarpsviðtali. 4. apríl 2016 12:13 Erlendir fjölmiðlar komnir hingað til að vera viðstaddir mótmælin Hátt í sjö þúsund manns hafa boðað komu sína á mótmæli klukkan fimm í dag, þar sem þess verður krafist að strax verði boðað til kosninga. Erlendir fjölmiðlar eru sérstaklega komnir hingað til lands til að vera viðstaddir mótmælin. 4. apríl 2016 13:46 Bein útsending: Þúsundir mótmæla á Austurvelli Um tíu þúsund manns hafa boðað komu sína klukkan 17 þar sem krafan er sú að ríkisstjórnin segi af sér. 4. apríl 2016 15:59 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira
Illugi Jökulsson lauk máli sínu á mótmælunum á Austurvelli um klukkan hálf sex í kvöld. Þema ræðurnar var „ég skammast mín“ og þar taldi hann upp þau atriði sem hann skammast sín mest fyrir undir núverandi ríkisstjórn. Hann byrjaði á því að segjast skammast sín fyrir ríkisstjórn sem blygðunarlaust „þjónaði undir rassgatið á ríka fólkinu í landinu". Næst minntist hann á stjórnarskrármálið og sagði ríkisstjórnina hafa hunsað þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012 þar sem 64% vildu að tillögur stjórnlagaráðs yrðu notaðar til grundvallar nýrrar stjórnarskrár. „Ég skammast mín fyrir ríkisstjórn sem lét heilbrigðiskerfið reika á reiðanum sem við vorum svo stolt af. Ég skammast mín fyrir ríkisstjórn sem hirðir ekkert um verndun landsins okkar en skyndigróði verktaka og stóriðju fær að ráða ferðinni. Skítt með landið fagurt og frítt, skítt með sjóndeildarhringinn, skítt með það hvort að börnin okkar munu sjá ástæðu eftir fáein ár að búa hér áfram“.Forsætisráðherra með Jesú-komplex Næst beindi hann spjótum sínum að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra. Hann sagði það miður að forsætisráðherra þjóðarinnar væri settur undir sama hatt í erlendum fjölmiðlum og Pútín Rússlandsforseti og Assad Sýrlandsforseti. „Ég skammast mín fyrir forsætisráðherra sem virðist haldinn alvarlegum Jesú-komplex og býr til þjóðsögu um sjálfan sig sem bjargvætt þjóðarinnar“. Hér fyrir neðan má sjá útsendingu Vísis frá mótmælunum. Ræða Illuga hefst eftir um 13 mínútur.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur hefur ekki íhugað afsögn Sigmundur Davíð biðst afsökunar á því að hafa staðið sig illa í sjónvarpsviðtali. 4. apríl 2016 12:13 Erlendir fjölmiðlar komnir hingað til að vera viðstaddir mótmælin Hátt í sjö þúsund manns hafa boðað komu sína á mótmæli klukkan fimm í dag, þar sem þess verður krafist að strax verði boðað til kosninga. Erlendir fjölmiðlar eru sérstaklega komnir hingað til lands til að vera viðstaddir mótmælin. 4. apríl 2016 13:46 Bein útsending: Þúsundir mótmæla á Austurvelli Um tíu þúsund manns hafa boðað komu sína klukkan 17 þar sem krafan er sú að ríkisstjórnin segi af sér. 4. apríl 2016 15:59 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira
Sigmundur hefur ekki íhugað afsögn Sigmundur Davíð biðst afsökunar á því að hafa staðið sig illa í sjónvarpsviðtali. 4. apríl 2016 12:13
Erlendir fjölmiðlar komnir hingað til að vera viðstaddir mótmælin Hátt í sjö þúsund manns hafa boðað komu sína á mótmæli klukkan fimm í dag, þar sem þess verður krafist að strax verði boðað til kosninga. Erlendir fjölmiðlar eru sérstaklega komnir hingað til lands til að vera viðstaddir mótmælin. 4. apríl 2016 13:46
Bein útsending: Þúsundir mótmæla á Austurvelli Um tíu þúsund manns hafa boðað komu sína klukkan 17 þar sem krafan er sú að ríkisstjórnin segi af sér. 4. apríl 2016 15:59