„Ef siðferðið er ekki í lagi hjá þessum hóp, á hvaða stað erum við þá?“ Birgir Örn Steinarsson skrifar 4. apríl 2016 21:51 Jóhannes Kr. Kristjánsson blaðamaður, hjá Reykjavík Media, segir í viðtali við Vísi.is að þjóðin myndi ekki vita af aflandsfélögum stjórnmálamanna á Íslandi í dag hefði það ekki verið fyrir Panama-lekann svokallaða. „Ráðherrarnir hefðu aldrei komið fram og sagt frá þeim,“ fullyrðir hann. „Það eina sem skipti mig máli var að koma þessu upplýsingum út því almenningur á heimtingu að vita um akkúrat þessi mál. Það er kannski þess vegna sem almenningur er með þessar stóru spurningar sem varða kannski ekki lagaleg atriði heldur siðferði“.Snýst um embættið, ekki manninn Jóhannes Kr. og Reykjavík Media eru í samstarfi við International Consortium of Investigative Journalists sem komu upplýsingunum áfram til hans um Panama-lekann fyrir um 10 mánuðum síðan eftir að þeir urðu varir við hversu stór hluti málanna tengdust Íslandi. Þegar kom að því meta hvert mál fyrir sig segir Jóhannes Kr. gott að hafa haft erlendu samstarfsmenn sína sem spegil. „Þeir mátu málið þannig að þetta snérist ekki um lagatæknileg atriði heldur fyrst og fremst um siðferði. Við erum ekki að tala um einstaklinginn, heldur embættið. Þetta er valdamesti maður landsins. Ef siðferðið er ekki í lagi hjá þessum hóp fólks, á hvaða stað erum við þá?“. Jóhannes Kr. bendir á að það sé ekki ólöglegt að eiga aflandsfélag. „En afhverju er fólk að nota aflandsfélög ef það er ekkert skattalegt hagræði í því? Það er mjög erfitt fyrir Skattrannsóknarstjóra að sannreyna þær upplýsingar sem gefnar eru upp á skattframtali. Ef það er grunur um að það vanti frekari upplýsingar þá er ekkert auðsótt mál að ná í þær upplýsingar“.Karolinafund gengur vel Jóhannes Kr. og Reykjavík Media hafa sett af stað söfnun á Karolina Fund til þess að safna fyrir starfssemi fjölmiðilsins. Hann segist finna fyrir miklum stuðningi við sig persónulega en eftir að Kastljós-þátturinn í gærkvöldi fór í loftið náði söfnunin 40 þúsund evra markinu en þar var lágmarkið sett. Enn eru 31 dagur eftir af söfnuninni en nú þegar hafa safnast tæpar 70 þúsund evrur. „Ég er búinn að vera vinna í þessu í 10 mánuði og hef neitað störfum í fjölmiðlageiranum til þess að vera í þessu. Stuðningurinn skiptir máli fyrir mig. Ég er búinn að hanga í þessu í öll þessu ár, inn og út af fjölmiðlum. Það mikilvægasta sem blaðamaður hefur er traust og ég finn að ég hef það“. Panama-skjölin Tengdar fréttir Stofnandi Mossack Fonseca: „Einkalíf fólks sjálfsögð mannréttindi“ "Þetta er glæpur, alvarlegur glæpur,“ segir Ramon Fonseca um leka á yfir ellefu milljón skjölum úr smiðju lögmannsstofunnar á Panama. 4. apríl 2016 08:58 Umsvif Mossack Fonseca eru gríðarleg Lögmannsstofan sem er miðpunktur stærsta gagnaleka sögunnar hefur stofnað um 300 þúsund aflandsfélög fyrir viðskiptavini sína. 4. apríl 2016 10:56 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Sjá meira
Jóhannes Kr. Kristjánsson blaðamaður, hjá Reykjavík Media, segir í viðtali við Vísi.is að þjóðin myndi ekki vita af aflandsfélögum stjórnmálamanna á Íslandi í dag hefði það ekki verið fyrir Panama-lekann svokallaða. „Ráðherrarnir hefðu aldrei komið fram og sagt frá þeim,“ fullyrðir hann. „Það eina sem skipti mig máli var að koma þessu upplýsingum út því almenningur á heimtingu að vita um akkúrat þessi mál. Það er kannski þess vegna sem almenningur er með þessar stóru spurningar sem varða kannski ekki lagaleg atriði heldur siðferði“.Snýst um embættið, ekki manninn Jóhannes Kr. og Reykjavík Media eru í samstarfi við International Consortium of Investigative Journalists sem komu upplýsingunum áfram til hans um Panama-lekann fyrir um 10 mánuðum síðan eftir að þeir urðu varir við hversu stór hluti málanna tengdust Íslandi. Þegar kom að því meta hvert mál fyrir sig segir Jóhannes Kr. gott að hafa haft erlendu samstarfsmenn sína sem spegil. „Þeir mátu málið þannig að þetta snérist ekki um lagatæknileg atriði heldur fyrst og fremst um siðferði. Við erum ekki að tala um einstaklinginn, heldur embættið. Þetta er valdamesti maður landsins. Ef siðferðið er ekki í lagi hjá þessum hóp fólks, á hvaða stað erum við þá?“. Jóhannes Kr. bendir á að það sé ekki ólöglegt að eiga aflandsfélag. „En afhverju er fólk að nota aflandsfélög ef það er ekkert skattalegt hagræði í því? Það er mjög erfitt fyrir Skattrannsóknarstjóra að sannreyna þær upplýsingar sem gefnar eru upp á skattframtali. Ef það er grunur um að það vanti frekari upplýsingar þá er ekkert auðsótt mál að ná í þær upplýsingar“.Karolinafund gengur vel Jóhannes Kr. og Reykjavík Media hafa sett af stað söfnun á Karolina Fund til þess að safna fyrir starfssemi fjölmiðilsins. Hann segist finna fyrir miklum stuðningi við sig persónulega en eftir að Kastljós-þátturinn í gærkvöldi fór í loftið náði söfnunin 40 þúsund evra markinu en þar var lágmarkið sett. Enn eru 31 dagur eftir af söfnuninni en nú þegar hafa safnast tæpar 70 þúsund evrur. „Ég er búinn að vera vinna í þessu í 10 mánuði og hef neitað störfum í fjölmiðlageiranum til þess að vera í þessu. Stuðningurinn skiptir máli fyrir mig. Ég er búinn að hanga í þessu í öll þessu ár, inn og út af fjölmiðlum. Það mikilvægasta sem blaðamaður hefur er traust og ég finn að ég hef það“.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Stofnandi Mossack Fonseca: „Einkalíf fólks sjálfsögð mannréttindi“ "Þetta er glæpur, alvarlegur glæpur,“ segir Ramon Fonseca um leka á yfir ellefu milljón skjölum úr smiðju lögmannsstofunnar á Panama. 4. apríl 2016 08:58 Umsvif Mossack Fonseca eru gríðarleg Lögmannsstofan sem er miðpunktur stærsta gagnaleka sögunnar hefur stofnað um 300 þúsund aflandsfélög fyrir viðskiptavini sína. 4. apríl 2016 10:56 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Sjá meira
Stofnandi Mossack Fonseca: „Einkalíf fólks sjálfsögð mannréttindi“ "Þetta er glæpur, alvarlegur glæpur,“ segir Ramon Fonseca um leka á yfir ellefu milljón skjölum úr smiðju lögmannsstofunnar á Panama. 4. apríl 2016 08:58
Umsvif Mossack Fonseca eru gríðarleg Lögmannsstofan sem er miðpunktur stærsta gagnaleka sögunnar hefur stofnað um 300 þúsund aflandsfélög fyrir viðskiptavini sína. 4. apríl 2016 10:56