Segir viðtalið fræga hafa verið hannað til að rugla sig í ríminu Samúel Karl Ólason skrifar 5. apríl 2016 08:30 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segir að ekki standi til að halda ríkisstjórnarfund í dag. Þá telur hann að ímynd Íslands hafi ekki skaðast vegna umræðu síðustu daga. Sigmundur var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni nú í morgun þar sem opnað var fyrir spurningar frá hlustendum. Bent á að bæði Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn á Akureyri, hans heimakjördæmi, hafi skorað á Sigmund að segja af sér, sagði Sigmundur að það væru nú ekki mikil ný tíðindi varðandi þann hóp. Þeir hafi áður skrifað greinar á sömu nótum gegn Sigmundi. Hann sagði hópinn vera afmarkaðan og að gæti ekki talist til stuðningsmanna sinna. Hann sagðist ekki gera athugasemdir við að fólk hafi ólíkar skoðanir á sér. Hann væri í stjórnmálum eingöngu vegna þess að hann hafi trú á ákveðnum hlutum. Hafi sterkar skoðanir á því hvað þurfi að gera hér á landi. Sigmundur sagði ríkisstjórnarsamstarfið ekki hanga á bláþræði vegna umræðunnar núna. Það myndi einungis hanga á bláþræði ef menn vildu ekki starfa saman. Fyrsta spurningin til Sigmundar var um hvort að hann myndi selja hlustandanum hlut sinn í Wintris fyrir einn dollara. Hann sagði ástæðu þessa gjörnings vera að hann hefði aldrei verið eigandi félagsins og að hann hefði verið skráður eigandi upprunalega fyrir mistök. Söluverðið hefði verið einn dollari þar sem um leiðréttingu hefði verið að ræða og að félagið hefði upprunalega verið einskis virði.„Hannað til þess að rugla mig í ríminu“ Aðspurður um viðtalið sem birt var í Kastljósi á sunnudaginn, sagði Sigmundur að það hefði verið á allan hátt „hannað til þess að rugla mig í ríminu og láta mig halda að verið væri að ræða einhverja allt aðra hluti en verið var.“ Hann hefði þó auðvitað átt að standa sig betur. Sigmundur hvatti fólk til að lesa samantekt þeirra hjóna á heimasíðu sinni. Þar að auki hefði hann vilja sjá það í Kastljósþætti sunnudags „að menn hefðu verið búnir að kynna sér það frekar en að koma með ýmsar fullyrðingar og gefa til kynna að engu hefði verið svarað þegar raunin var allt önnur.“Engar áhyggjur af ímynd ÍslandsSigmundur hefur verið á forsíðum erlendra dagblaða og vefsíðna. Sigmundur hefur þó ekki áhyggjur af ímynd Íslands, að hún hafi skaðast með umfjölluninni „Nei, ég hef það nú ekki. Ég tel aðalatriðið í þessu að koma réttum upplýsingum á framfæri. Það er gott til þess að vita að margir þessara fjölmiðla, a.m.k. þessir sem teljast virðulegri, taka fram hvers eðlis málið er,“ segir Sigmundur. „Auðvitað slá menn helst upp mynudm af þeim sem eru í tilteknum stöðum eða eru þekktir, frægir íþróttamenn og fólk úr ýmsum störfum sem eru til þess fallin að gera þau að myndefni.“ Panama-skjölin Tengdar fréttir Upplausn í ríkisstjórn innan beggja flokka Ríkisstjórnarsamstarfið hangir á bláþræði. Megn óánægja ríkir innan bæði Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks en ákvörðunar Bjarna Benediktssonar er beðið. Tugþúsundir Íslendinga mótmæltu ríkisstjórninni á Austurvelli í gær. 5. apríl 2016 06:00 Segir forsætisráðherra á ábyrgð Sjálfstæðisflokks Grétar Þór Eyþórsson segir pólitískt líf forsætisráðherra í höndum þingflokks Sjálfstæðisflokksins. 5. apríl 2016 06:00 Panama-skjölin skekja alþjóðasamfélagið Nöfn forseta Úkraínu og Rússlands koma fyrir í Panama-skjölunum. Mál þeirra valda titringi í heimalöndunum 5. apríl 2016 06:00 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segir að ekki standi til að halda ríkisstjórnarfund í dag. Þá telur hann að ímynd Íslands hafi ekki skaðast vegna umræðu síðustu daga. Sigmundur var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni nú í morgun þar sem opnað var fyrir spurningar frá hlustendum. Bent á að bæði Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn á Akureyri, hans heimakjördæmi, hafi skorað á Sigmund að segja af sér, sagði Sigmundur að það væru nú ekki mikil ný tíðindi varðandi þann hóp. Þeir hafi áður skrifað greinar á sömu nótum gegn Sigmundi. Hann sagði hópinn vera afmarkaðan og að gæti ekki talist til stuðningsmanna sinna. Hann sagðist ekki gera athugasemdir við að fólk hafi ólíkar skoðanir á sér. Hann væri í stjórnmálum eingöngu vegna þess að hann hafi trú á ákveðnum hlutum. Hafi sterkar skoðanir á því hvað þurfi að gera hér á landi. Sigmundur sagði ríkisstjórnarsamstarfið ekki hanga á bláþræði vegna umræðunnar núna. Það myndi einungis hanga á bláþræði ef menn vildu ekki starfa saman. Fyrsta spurningin til Sigmundar var um hvort að hann myndi selja hlustandanum hlut sinn í Wintris fyrir einn dollara. Hann sagði ástæðu þessa gjörnings vera að hann hefði aldrei verið eigandi félagsins og að hann hefði verið skráður eigandi upprunalega fyrir mistök. Söluverðið hefði verið einn dollari þar sem um leiðréttingu hefði verið að ræða og að félagið hefði upprunalega verið einskis virði.„Hannað til þess að rugla mig í ríminu“ Aðspurður um viðtalið sem birt var í Kastljósi á sunnudaginn, sagði Sigmundur að það hefði verið á allan hátt „hannað til þess að rugla mig í ríminu og láta mig halda að verið væri að ræða einhverja allt aðra hluti en verið var.“ Hann hefði þó auðvitað átt að standa sig betur. Sigmundur hvatti fólk til að lesa samantekt þeirra hjóna á heimasíðu sinni. Þar að auki hefði hann vilja sjá það í Kastljósþætti sunnudags „að menn hefðu verið búnir að kynna sér það frekar en að koma með ýmsar fullyrðingar og gefa til kynna að engu hefði verið svarað þegar raunin var allt önnur.“Engar áhyggjur af ímynd ÍslandsSigmundur hefur verið á forsíðum erlendra dagblaða og vefsíðna. Sigmundur hefur þó ekki áhyggjur af ímynd Íslands, að hún hafi skaðast með umfjölluninni „Nei, ég hef það nú ekki. Ég tel aðalatriðið í þessu að koma réttum upplýsingum á framfæri. Það er gott til þess að vita að margir þessara fjölmiðla, a.m.k. þessir sem teljast virðulegri, taka fram hvers eðlis málið er,“ segir Sigmundur. „Auðvitað slá menn helst upp mynudm af þeim sem eru í tilteknum stöðum eða eru þekktir, frægir íþróttamenn og fólk úr ýmsum störfum sem eru til þess fallin að gera þau að myndefni.“
Panama-skjölin Tengdar fréttir Upplausn í ríkisstjórn innan beggja flokka Ríkisstjórnarsamstarfið hangir á bláþræði. Megn óánægja ríkir innan bæði Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks en ákvörðunar Bjarna Benediktssonar er beðið. Tugþúsundir Íslendinga mótmæltu ríkisstjórninni á Austurvelli í gær. 5. apríl 2016 06:00 Segir forsætisráðherra á ábyrgð Sjálfstæðisflokks Grétar Þór Eyþórsson segir pólitískt líf forsætisráðherra í höndum þingflokks Sjálfstæðisflokksins. 5. apríl 2016 06:00 Panama-skjölin skekja alþjóðasamfélagið Nöfn forseta Úkraínu og Rússlands koma fyrir í Panama-skjölunum. Mál þeirra valda titringi í heimalöndunum 5. apríl 2016 06:00 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Upplausn í ríkisstjórn innan beggja flokka Ríkisstjórnarsamstarfið hangir á bláþræði. Megn óánægja ríkir innan bæði Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks en ákvörðunar Bjarna Benediktssonar er beðið. Tugþúsundir Íslendinga mótmæltu ríkisstjórninni á Austurvelli í gær. 5. apríl 2016 06:00
Segir forsætisráðherra á ábyrgð Sjálfstæðisflokks Grétar Þór Eyþórsson segir pólitískt líf forsætisráðherra í höndum þingflokks Sjálfstæðisflokksins. 5. apríl 2016 06:00
Panama-skjölin skekja alþjóðasamfélagið Nöfn forseta Úkraínu og Rússlands koma fyrir í Panama-skjölunum. Mál þeirra valda titringi í heimalöndunum 5. apríl 2016 06:00