Óljóst hvenær Alþingi kemur saman á ný Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. apríl 2016 20:49 Einar Kristinn Guðfinnsson forseti Alþingis, rétt áður en hann gekk á fund forseta Íslands. Vísir/anton Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir fund sem hann átti með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag hafa verið eðlilegan upplýsingafund á óvenjulegum tímum. Ekki liggur fyrir hvenær þing kemur saman aftur. „Þetta var bara upplýsingafundur. Forseti óskaði eftir því að við hittumst. Ég mun ekki ræða efni fundarins að öðru leyti en því að þetta var upplýsingafundur og eðlilegur í ljósi þess að Alþingi er auðvitað þungamiðjan í okkar stjórnskipun og þessi mál snerta auðvitað þingið af ástæðum sem ekki þarf að útskýra þannig að þessi fundur var af því tilefni,“ segir Einar í samtali við Vísi. Það er þó alveg ljóst að ekki er algengt að forsetinn kalli forseta þingsins með þessum hætti á sinn fund. „Já, þetta eru líka óvenjulegir tímar og ég held að þetta boð á fundinn undirstriki kannski það mat forseta landsins að það sé eðlilegt við þessar aðstæður að heyra í þingforseta. Ég tjáði mig nú ekkert um hina pólitísku stöðu málsins heldur var þetta fyrst og fremst upplýsingafundur um það sem lýtur að þinginu.“ Einar segir að ekki liggi fyrir á þessari stundu hvenær þing kemur saman aftur en stjórnarandstaðan hyggst halda til streitu vantrauststillögu sinni sem einnig snýst um að þing verði rofið og boðað til kosninga. „Hlutirnir eru að breytast hratt og vantrauststillagan var sett fram við tilteknar aðstæður sem nú eru breyttar og við þurfum aðeins að átta okkur á því hvernig málunum verður haldið áfram.“ Einar vildi ekkert tjá sig um atburði dagsins að öðru leyti en þar bar auðvitað hæst þá ákvörðun Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar að stíga til hliðar sem forsætisráðherra og leggja til að Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins og sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra, verði forsætisráðherra. Panama-skjölin Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan krefst þingfundar Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar fara á fund forseta Alþingis og óska eftir því að þingfundur verði settur þegar í stað. 5. apríl 2016 15:45 Vantrauststillögunni haldið til streitu: Byggjum ekki upp traust með svona bixi Katrín Jakobsdóttir segir Framsóknarfléttuna ekki auka traust á ríkisstjórninni. 5. apríl 2016 16:04 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fleiri fréttir Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Sjá meira
Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir fund sem hann átti með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag hafa verið eðlilegan upplýsingafund á óvenjulegum tímum. Ekki liggur fyrir hvenær þing kemur saman aftur. „Þetta var bara upplýsingafundur. Forseti óskaði eftir því að við hittumst. Ég mun ekki ræða efni fundarins að öðru leyti en því að þetta var upplýsingafundur og eðlilegur í ljósi þess að Alþingi er auðvitað þungamiðjan í okkar stjórnskipun og þessi mál snerta auðvitað þingið af ástæðum sem ekki þarf að útskýra þannig að þessi fundur var af því tilefni,“ segir Einar í samtali við Vísi. Það er þó alveg ljóst að ekki er algengt að forsetinn kalli forseta þingsins með þessum hætti á sinn fund. „Já, þetta eru líka óvenjulegir tímar og ég held að þetta boð á fundinn undirstriki kannski það mat forseta landsins að það sé eðlilegt við þessar aðstæður að heyra í þingforseta. Ég tjáði mig nú ekkert um hina pólitísku stöðu málsins heldur var þetta fyrst og fremst upplýsingafundur um það sem lýtur að þinginu.“ Einar segir að ekki liggi fyrir á þessari stundu hvenær þing kemur saman aftur en stjórnarandstaðan hyggst halda til streitu vantrauststillögu sinni sem einnig snýst um að þing verði rofið og boðað til kosninga. „Hlutirnir eru að breytast hratt og vantrauststillagan var sett fram við tilteknar aðstæður sem nú eru breyttar og við þurfum aðeins að átta okkur á því hvernig málunum verður haldið áfram.“ Einar vildi ekkert tjá sig um atburði dagsins að öðru leyti en þar bar auðvitað hæst þá ákvörðun Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar að stíga til hliðar sem forsætisráðherra og leggja til að Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins og sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra, verði forsætisráðherra.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan krefst þingfundar Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar fara á fund forseta Alþingis og óska eftir því að þingfundur verði settur þegar í stað. 5. apríl 2016 15:45 Vantrauststillögunni haldið til streitu: Byggjum ekki upp traust með svona bixi Katrín Jakobsdóttir segir Framsóknarfléttuna ekki auka traust á ríkisstjórninni. 5. apríl 2016 16:04 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fleiri fréttir Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Sjá meira
Stjórnarandstaðan krefst þingfundar Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar fara á fund forseta Alþingis og óska eftir því að þingfundur verði settur þegar í stað. 5. apríl 2016 15:45
Vantrauststillögunni haldið til streitu: Byggjum ekki upp traust með svona bixi Katrín Jakobsdóttir segir Framsóknarfléttuna ekki auka traust á ríkisstjórninni. 5. apríl 2016 16:04