Fótbolti

Ísland raunhæfur kostur fyrir Ofurbikar UEFA

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Barcelona vann Ofurbikarinn síðastliðið sumar en leikurinn fór fram í Tbilisi í Georgíu.
Barcelona vann Ofurbikarinn síðastliðið sumar en leikurinn fór fram í Tbilisi í Georgíu. Vísir/Getty

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, er opið fyrir því að leikur ríkjandi Evrópumeistara, Super Cup, fari fram á Íslandi verði þar leikvangur sem uppfylli öll skilyrði.



Það er vitanlega langur vegur frá því að Laugardalsvöllur fylli slík skilyrði í dag en það hefur lengi verið vilji Geirs Þorsteinssonar, formanns KSÍ, að stækka og breyta vellinum til muna.



Fram kemur í grein Fótbolti.net um málið að forráðamenn UEFA líti á Ísland sem raunhæfan kost fyrir leikinn ef viðeigandi úrbætur verða gerðar á þjóðarleikvanginum.



„Ef uppbygging á Íslandi verður með þeim hætti að hún mætir óskum og viðmiðum UEFA í þessum efnum er ljóst að landið yrði raunhæfur kostur til að hýsa leik um Ofurbikarinn. Næsti leikur verður haldinn í Þrándheimi og Ísland er um þessar mundir mjög framarlega í framþróun evrópskrar knattspyrnu og mjög spennandi staður fyrir svona viðburð,” segir í svari UEFA við fyrirspurn Fótbolti.net.



Geir Þorsteinsson segir sjálfur að slíkur leikur væri raunhæfur kostur fyrir Ísland og að KSÍ hefði áhuga á að taka við verkefninu, væri allar forsendur fyrir hendi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×