Segir Gylfa að fara oftar út fyrir skólalóðina Birgir Örn Steinarsson skrifar 7. apríl 2016 14:08 Gylfi og Brynjar eru ósammála um hvort það skipti máli hver sé við stjórnvölinn þegar komi að afnámum gjaldeyrishafta. Vísir/Vilhelm Brynjar Níelsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokks, gagnrýnir Gylfa Magnússon, fyrrum viðskipta- og efnahagsráðherra og dósent við Háskóla Íslands, harðlega á Facebook síðu sinni og segir að hann eigi að fara oftar út af skólalóðinni. Í gær fór Gylfi yfir fjögur af þeim málum sem ríkisstjórn Sjálfstæðismanna og Framsóknarflokks hefur notað sér til stuðnings fyrir áframhaldandi setu og segir það ekki standast skoðun að þeir þurfi að sitja svo mánuðum skipti vegna þeirra. Fyrsta mál á dagskrá hjá honum var afnám gjaldeyrishafta en hann benti á að útboð vegna aflandskróna sé á dagskrá núna í vor, að engin mótstæða sé frá stjórnarandstöðu og að málið sé í forræði Seðlabankans. Því skipti því ekki öllu hver sitji í ríkisstjórn þegar komi að því að klára málið.Ekki búið að leggja fram öll nauðsynleg frumvörpBrynjar Níelsson heldur því þó fram að Gylfi sé a misskilja málið. „Til að upplýsa Gylfa þá er ekki búið að leggja fram öll nauðsynleg frumvörp í þinginu til að aflétta höftunum,“ skrifar Brynjar í pistli sínum. „Einnig að í aðgerðum sem þessum þarf að taka pólitískar ákvarðanir og hafa pólitíska forystu svo þau verði til lykta leidd. En þetta skilja kannski ekki menn sem sjaldan fara út fyrir skólalóðina.“ Hér má lesa færslu Brynjars í heild sinni;„Gylfi Magnússonar, fyrrum efnahags og viðskiptaráðherra, og dósent í hagfræði, skrifaði pistil þar sem hann upplýsti þjóðina að þessi nauðaómerkilega aðgerð að afnema gjaldeyrishöftin væri nú bara afgreiðslu mál Seðlabankans og hefði ekkert með stjórnmálin að gera. Nú skilur maður af hverju ekkert gerðist í þessum gjaldeyrishaftamálum í tíð síðustu ríkisstjórnar.Til upplýsinga fyrir Gylfa þá er ekki búið að leggja fram öll nauðsynleg frumvörp í þinginu til að aflétta höftunum. Einnig að í aðgerðum sem þessum þarf að taka pólitískar ákvarðanir og hafa pólitíska forystu svo þau verði til lykta leidd. En þetta skilja kannski ekki menn sem sjaldan fara út fyrir skólalóðina.Þegar fræðimenn við hagfræðisdeild Háskóla Íslands senda frá sér skrif af þessu tagi er ástæða til að að hafa áhyggjur. Nú bíð ég bara eftir að Þorvaldur Gylfason skrifi nýjar greinar um siðleysi þjóðarinnar að vilja ekki greiða skuldir einkaaðila. Kannski gætu samkennarar hans, Gylfi og Þórólfur, verið meðhöfundar.“ Panama-skjölin Tengdar fréttir Gylfi Magnússon: Stenst enga skoðun að ríkisstjórnin sitji áfram Fyrrum viðskipta- og efnahagsráðherra Íslands fer í gegnum þau fjögur atriði sem ríkisstjórnin notar sér til stuðnings um áframhaldandi setu út kjörtímabilið og segir það rangt að hún þurfi að sitja svo mánuðum skipti til að klára. 6. apríl 2016 15:32 Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Semja um vopnahlé Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Fleiri fréttir Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Sjá meira
Brynjar Níelsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokks, gagnrýnir Gylfa Magnússon, fyrrum viðskipta- og efnahagsráðherra og dósent við Háskóla Íslands, harðlega á Facebook síðu sinni og segir að hann eigi að fara oftar út af skólalóðinni. Í gær fór Gylfi yfir fjögur af þeim málum sem ríkisstjórn Sjálfstæðismanna og Framsóknarflokks hefur notað sér til stuðnings fyrir áframhaldandi setu og segir það ekki standast skoðun að þeir þurfi að sitja svo mánuðum skipti vegna þeirra. Fyrsta mál á dagskrá hjá honum var afnám gjaldeyrishafta en hann benti á að útboð vegna aflandskróna sé á dagskrá núna í vor, að engin mótstæða sé frá stjórnarandstöðu og að málið sé í forræði Seðlabankans. Því skipti því ekki öllu hver sitji í ríkisstjórn þegar komi að því að klára málið.Ekki búið að leggja fram öll nauðsynleg frumvörpBrynjar Níelsson heldur því þó fram að Gylfi sé a misskilja málið. „Til að upplýsa Gylfa þá er ekki búið að leggja fram öll nauðsynleg frumvörp í þinginu til að aflétta höftunum,“ skrifar Brynjar í pistli sínum. „Einnig að í aðgerðum sem þessum þarf að taka pólitískar ákvarðanir og hafa pólitíska forystu svo þau verði til lykta leidd. En þetta skilja kannski ekki menn sem sjaldan fara út fyrir skólalóðina.“ Hér má lesa færslu Brynjars í heild sinni;„Gylfi Magnússonar, fyrrum efnahags og viðskiptaráðherra, og dósent í hagfræði, skrifaði pistil þar sem hann upplýsti þjóðina að þessi nauðaómerkilega aðgerð að afnema gjaldeyrishöftin væri nú bara afgreiðslu mál Seðlabankans og hefði ekkert með stjórnmálin að gera. Nú skilur maður af hverju ekkert gerðist í þessum gjaldeyrishaftamálum í tíð síðustu ríkisstjórnar.Til upplýsinga fyrir Gylfa þá er ekki búið að leggja fram öll nauðsynleg frumvörp í þinginu til að aflétta höftunum. Einnig að í aðgerðum sem þessum þarf að taka pólitískar ákvarðanir og hafa pólitíska forystu svo þau verði til lykta leidd. En þetta skilja kannski ekki menn sem sjaldan fara út fyrir skólalóðina.Þegar fræðimenn við hagfræðisdeild Háskóla Íslands senda frá sér skrif af þessu tagi er ástæða til að að hafa áhyggjur. Nú bíð ég bara eftir að Þorvaldur Gylfason skrifi nýjar greinar um siðleysi þjóðarinnar að vilja ekki greiða skuldir einkaaðila. Kannski gætu samkennarar hans, Gylfi og Þórólfur, verið meðhöfundar.“
Panama-skjölin Tengdar fréttir Gylfi Magnússon: Stenst enga skoðun að ríkisstjórnin sitji áfram Fyrrum viðskipta- og efnahagsráðherra Íslands fer í gegnum þau fjögur atriði sem ríkisstjórnin notar sér til stuðnings um áframhaldandi setu út kjörtímabilið og segir það rangt að hún þurfi að sitja svo mánuðum skipti til að klára. 6. apríl 2016 15:32 Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Semja um vopnahlé Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Fleiri fréttir Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Sjá meira
Gylfi Magnússon: Stenst enga skoðun að ríkisstjórnin sitji áfram Fyrrum viðskipta- og efnahagsráðherra Íslands fer í gegnum þau fjögur atriði sem ríkisstjórnin notar sér til stuðnings um áframhaldandi setu út kjörtímabilið og segir það rangt að hún þurfi að sitja svo mánuðum skipti til að klára. 6. apríl 2016 15:32