Innlent

Ríkissaksóknari áfrýjar máli Annþórs og Barkar

Birgir Olgeirsson skrifar
Börkur Birgisson og Annþór Kristján Karlsson
Börkur Birgisson og Annþór Kristján Karlsson Vísir

Embætti ríkissaksaksóknara hefur áfrýjað sýknudómi Héraðsdóms Suðurlands yfir Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni. Þeir eru sakaðir um að hafa veitt fanganum Sigurði Hólm Sigurðssyni áverka í fangaklefa hans á Litla Hrauni sem drógu hann til dauða í maí árið 2012.

Fer embættið fram á að Annþór og Börkur verði dæmdir til refsingar fyrir þá háttsemi sem þeim er gefið að sök í ákæru.

Sigurður Hólm lést í maí árið 2012 en ákæra var gefin út gegn Annþóri og Berki ári síðar. Þeir voru sýknaðir af ákæru ríkissaksóknara 23. mars síðastliðinn.

Var ríkið dæmt til að greiða sakarkostnað í málinu, en málsvarnarkostnaðurinn nemur rúmum 30 milljónum króna. Helgi Magnús Gunnarssonar vararíkissaksóknari fór fram á tólf á fangelsisdóm yfir Annþóri og Berki.

Annþór og Börkur afplána nú sjö og sex ára fangelsisdóma sem féllu haustið 2013 fyrir grófa líkamsárás í janúar 2012.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×