Dóttir Annþórs í skýjunum: „Pabbi minn er enginn morðingi“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. mars 2016 20:15 Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson hafa verið sýknaðir af ákæru um að hafa með stórfelldri líkamsárás orðið valdur að dauða samfanga síns. Saksóknari hafði farið fram á tólf ára fangelsi yfir þeim. Íslenska ríkið þarf að greiða allan málsvarnarkostnað sem nemur rúmum 30 milljónum króna. Dóttir Annþórs fagnar niðurstöðuna og segist alltaf hafa verið viss um sakleysi hans. Pabbi hennar sé enginn morðingi. Tæplega fjögur ár eru síðan Sigurður Hólm Sigurðsson fannst látinn í klefa sínum á Litla Hrauni. Myndbandsupptökur sýndu Annþór og Börk fara inn í klefa hans skömmu áður en hans fannst látinn. Dánarorsökin var innvortisblæðingar vegna rofins milta. Ákæruvaldið taldi áverkana til komna vegna líkamsárásar Annþórs og Barkar. Þeir hafa hins vegar ávallt neitað sök. Fjölskipaður Héraðsdómur Suðurlands komst að þeirri niðurstöðu í dag að sýkna skildi Annþór og Börk þarf sem mikill vafi léki á sekt þeirra. Enginn vitni voru að dauða Sigurðar og sömuleiðis taldi dómurinn ekki útilokað að einhver annar hefði getað veitt Sigurði áverka sem leiddu til dauða hans. Verjendur þeirra Annþórs og Barkar, Sveinn Guðmundsson og Hólmgeir Elías Flosason, voru sammála um að engin önnur niðurstaða hefði getað komið til greina. Aldrei hafi átt að gefa út ákæru í málinu. Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um það hvort málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar. Hvorki Annþór né Börkur voru viðstaddir dómsuppkvaðninguna í héraði í dag og raunar enginn að frátöldum fjölmiðlamönnum og lögfræðingum. Dóttir Annþórs, Sara Lind renndi í hlað rétt eftir að dómur hafði verið upp kveðinn og var skiljanlega ánægð með niðurstöðuna. „Já, mjög glöð. Ég vissi þetta allan tímann. Kom mér ekkert á óvart. Pabbi minn er enginn morðingi. Hann myndi ekki gera svona,“ segir Sara Lind Annþórsdóttir, dóttir annars sakborningana, en hún ætlar að heimsækja föður sinn eins fljótt og unnt er. Mál Annþórs og Barkar Dómsmál Fangelsismál Tengdar fréttir Annþór og Börkur sýknaðir Voru sakaðir um líkamsárás sem olli dauða Sigurðar Hólm Sigurðssonar. 23. mars 2016 15:00 Fjölskipaður héraðsdómur taldi ekki annað hægt en að sýkna Annþór og Börk vegna mikils vafa Útilokuðu ekki að einhverjir aðrir en Annþór og Börkur hefðu getað veitt áverkann og þá var fall ekki útilokað. 23. mars 2016 16:26 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Sjá meira
Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson hafa verið sýknaðir af ákæru um að hafa með stórfelldri líkamsárás orðið valdur að dauða samfanga síns. Saksóknari hafði farið fram á tólf ára fangelsi yfir þeim. Íslenska ríkið þarf að greiða allan málsvarnarkostnað sem nemur rúmum 30 milljónum króna. Dóttir Annþórs fagnar niðurstöðuna og segist alltaf hafa verið viss um sakleysi hans. Pabbi hennar sé enginn morðingi. Tæplega fjögur ár eru síðan Sigurður Hólm Sigurðsson fannst látinn í klefa sínum á Litla Hrauni. Myndbandsupptökur sýndu Annþór og Börk fara inn í klefa hans skömmu áður en hans fannst látinn. Dánarorsökin var innvortisblæðingar vegna rofins milta. Ákæruvaldið taldi áverkana til komna vegna líkamsárásar Annþórs og Barkar. Þeir hafa hins vegar ávallt neitað sök. Fjölskipaður Héraðsdómur Suðurlands komst að þeirri niðurstöðu í dag að sýkna skildi Annþór og Börk þarf sem mikill vafi léki á sekt þeirra. Enginn vitni voru að dauða Sigurðar og sömuleiðis taldi dómurinn ekki útilokað að einhver annar hefði getað veitt Sigurði áverka sem leiddu til dauða hans. Verjendur þeirra Annþórs og Barkar, Sveinn Guðmundsson og Hólmgeir Elías Flosason, voru sammála um að engin önnur niðurstaða hefði getað komið til greina. Aldrei hafi átt að gefa út ákæru í málinu. Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um það hvort málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar. Hvorki Annþór né Börkur voru viðstaddir dómsuppkvaðninguna í héraði í dag og raunar enginn að frátöldum fjölmiðlamönnum og lögfræðingum. Dóttir Annþórs, Sara Lind renndi í hlað rétt eftir að dómur hafði verið upp kveðinn og var skiljanlega ánægð með niðurstöðuna. „Já, mjög glöð. Ég vissi þetta allan tímann. Kom mér ekkert á óvart. Pabbi minn er enginn morðingi. Hann myndi ekki gera svona,“ segir Sara Lind Annþórsdóttir, dóttir annars sakborningana, en hún ætlar að heimsækja föður sinn eins fljótt og unnt er.
Mál Annþórs og Barkar Dómsmál Fangelsismál Tengdar fréttir Annþór og Börkur sýknaðir Voru sakaðir um líkamsárás sem olli dauða Sigurðar Hólm Sigurðssonar. 23. mars 2016 15:00 Fjölskipaður héraðsdómur taldi ekki annað hægt en að sýkna Annþór og Börk vegna mikils vafa Útilokuðu ekki að einhverjir aðrir en Annþór og Börkur hefðu getað veitt áverkann og þá var fall ekki útilokað. 23. mars 2016 16:26 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Sjá meira
Annþór og Börkur sýknaðir Voru sakaðir um líkamsárás sem olli dauða Sigurðar Hólm Sigurðssonar. 23. mars 2016 15:00
Fjölskipaður héraðsdómur taldi ekki annað hægt en að sýkna Annþór og Börk vegna mikils vafa Útilokuðu ekki að einhverjir aðrir en Annþór og Börkur hefðu getað veitt áverkann og þá var fall ekki útilokað. 23. mars 2016 16:26