Niðurrif kært til lögreglu Ásgeir Erlendsson skrifar 8. apríl 2016 19:00 Það kom eftirlitsaðilum algerlega í opna skjöldu að verktakar skyldu í leyfisleysi rífa friðað hús við Tryggvagötu í Reykjavík. Minjastofnun Íslands hyggst kæra verktakana til lögreglu en eyðilegging friðaðra húsa getur varðað allt að þriggja ára fangelsi eða sektum. Húsið við Tryggvagötu var friðað en það var byggt árið 1904. Undanfarinn áratug hafa farið fram umræður um deiluskipulag á reitnum og árið 2007 setti húsafriðunarnefnd skilyrði að húsið yrði varðveitt á staðnum. Heimild var veitt til að hækka sökkul þess um eina hæð. Minjastofnun gerði í desember síðastliðnum ekki athugasemdir við að húsinu yrði lyft upp eins og teikningar á reitnum gerðu ráð fyrir. Málið tók óvænta stefnu í vikunni þegar húsið var jafnað við jörðu. Vinnuvél reif húsið niður á skömmum tíma. Minjastofnun barst ekki beiðni um niðurrif hússins og stofnunin vill meina að um brot á lögum um menningarminjar sé að ræða og mun kæra atvikið til lögreglu. „Við hörmum auðvitað hvert skipti sem gamalt hús hverfur. Sér í lagi þegar það hverfur í óleyfi eins og er um að ræða hér en það er skýrt lögbrot,“ segir Guðný Gerður Gunnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Minjastofnun. Eyðilegging húsa sem eru friðuð getur varðað allt að þriggja ára fangelsi eða sektum skv 177. gr almennra hegningarlaga svo lengi sem brotið er kært til lögreglu. „Allir stóðu í þeirri trú stóðu í þeirri trú að hér væri verið að vinna að því að endurgera þetta hús á sem bestan hátt,“ segir Guðný. „Það hefur bæði Minjastofnun og Húsafriðunarnefnd áður áréttað mörgum sinnum að húsið hafi mikið gildi og það beri að varðveita á sínum stað. Þetta er ekkert sem menn hafi ekki átt að vita.“ Mannverk hefur annast framkvæmdina á Tryggvagötureitnum en ekki náðist í forsvarsmenn fyrirtækisins við vinnslu fréttarinnar í dag.Í frétt Stöðvar 2 um málið í kvöld sagði að Minjavernd hyggðist kæra verktakana en hið rétta er að Minjastofnun Íslands hyggst gera það. Tengdar fréttir Hundrað ára hús í miðborg Reykjavíkur rifið án leyfis Svo gæti farið að málið verði kært til lögreglu. 7. apríl 2016 16:02 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Það kom eftirlitsaðilum algerlega í opna skjöldu að verktakar skyldu í leyfisleysi rífa friðað hús við Tryggvagötu í Reykjavík. Minjastofnun Íslands hyggst kæra verktakana til lögreglu en eyðilegging friðaðra húsa getur varðað allt að þriggja ára fangelsi eða sektum. Húsið við Tryggvagötu var friðað en það var byggt árið 1904. Undanfarinn áratug hafa farið fram umræður um deiluskipulag á reitnum og árið 2007 setti húsafriðunarnefnd skilyrði að húsið yrði varðveitt á staðnum. Heimild var veitt til að hækka sökkul þess um eina hæð. Minjastofnun gerði í desember síðastliðnum ekki athugasemdir við að húsinu yrði lyft upp eins og teikningar á reitnum gerðu ráð fyrir. Málið tók óvænta stefnu í vikunni þegar húsið var jafnað við jörðu. Vinnuvél reif húsið niður á skömmum tíma. Minjastofnun barst ekki beiðni um niðurrif hússins og stofnunin vill meina að um brot á lögum um menningarminjar sé að ræða og mun kæra atvikið til lögreglu. „Við hörmum auðvitað hvert skipti sem gamalt hús hverfur. Sér í lagi þegar það hverfur í óleyfi eins og er um að ræða hér en það er skýrt lögbrot,“ segir Guðný Gerður Gunnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Minjastofnun. Eyðilegging húsa sem eru friðuð getur varðað allt að þriggja ára fangelsi eða sektum skv 177. gr almennra hegningarlaga svo lengi sem brotið er kært til lögreglu. „Allir stóðu í þeirri trú stóðu í þeirri trú að hér væri verið að vinna að því að endurgera þetta hús á sem bestan hátt,“ segir Guðný. „Það hefur bæði Minjastofnun og Húsafriðunarnefnd áður áréttað mörgum sinnum að húsið hafi mikið gildi og það beri að varðveita á sínum stað. Þetta er ekkert sem menn hafi ekki átt að vita.“ Mannverk hefur annast framkvæmdina á Tryggvagötureitnum en ekki náðist í forsvarsmenn fyrirtækisins við vinnslu fréttarinnar í dag.Í frétt Stöðvar 2 um málið í kvöld sagði að Minjavernd hyggðist kæra verktakana en hið rétta er að Minjastofnun Íslands hyggst gera það.
Tengdar fréttir Hundrað ára hús í miðborg Reykjavíkur rifið án leyfis Svo gæti farið að málið verði kært til lögreglu. 7. apríl 2016 16:02 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Hundrað ára hús í miðborg Reykjavíkur rifið án leyfis Svo gæti farið að málið verði kært til lögreglu. 7. apríl 2016 16:02