Innlent

Guðni íhugar að íhuga framboð

Birgir Olgeirsson skrifar
Guðni Th. Jóhannesson.
Guðni Th. Jóhannesson. Vísir/Þorbjörn Þórðarson
„Ég er að íhuga að íhuga framboð,“ segir sagnfræðingurinn Guðni Th. Jóhannesson um mögulegt framboð sitt til embættis forseta Íslands. Guðni hefur undanfarna viku farið á kostum í stjórnmálaskýringum á þeim atburðum sem hafa átt sér stað í íslenskri pólitík.

Guðni stóð vaktina í fréttasetti Ríkisútvarpsins þar sem hann útskýrði fyrir áhorfendum þá ótrúlegu atburðarás sem birtist þeim á meðan stjórnmálamenn reyndu bjarga því sem bjargað varð og gerði það þannig margir heilluðust með og er nú svo komið að 2.600 manns hafa lagt nafn sitt við áskorun á hann á Facebook. Í samtali við Vísi segist Guðni ætla að gefa sér þann tíma sem hann þarf til að íhuga framboð, eins og aðrir. Hann viðurkennir að ákallið hafi verið mikið nú í vikunni.

„Það yrði of sagt að það hafi ekki verið neinn þrýstingur á mig fyrir síðustu viku en það var ekki nein fjöldahreyfing sem ég fann fyrir. Ég var ekkert að íhuga þetta alvarlega. En eftir þessa ótrúlega skrýtnu viku þá er það þannig að ég hef ekki haft frið fyrir áskorunum frá fínasta fólki hvaðan æfa af. Maður ber það mikla virðingu fyrir þessu embætti að maður lofar að verða við því að íhuga að íhuga framboð,“ segir Guðni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×