Hakkari segist hafa hakkað forseta Mexíkó alla leið á forsetastólinn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. mars 2016 23:12 Enrique Peña Nieto var kjörinn forseti Mexíkó árið 2012. Vísir/Getty Stafræn myrkraherferð af hálfu hakkara varð til þess að Enrique Peña Nieto, forseti Mexíkó, náði kjöri árið 2012. Þessu heldur Andrés Sepulveda fram, kólumbískur hakkari sem nú situr í fangelsi þar í landi. Sepulveda heldur því fram að hann og hópur hakkara hafi fengið 600 þúsund dollara, um 70 milljónum króna, til umráða til þess að grafa undan herferð helstu andstæðinga Nieto í forsetakosningunum. Það hafi hakkararnir gert með því koma fyrir forritum í tölvum í höfuðstöðvum keppinauta Nieto. Þannig hafi þeir getað fylgst með tölvum og símum, séð ræður og önnur undirbúningsgögn ásamt skipulagi kosningarherferðar helstu andstæðinga Nieto í kosningunum. Með þessum upplýsingum útbjuggu hakkaranir aragrúa af gervi-twitter reikningum til þess að ýta umræðum um kosningarnar í átt að málefnum sem hentuðu kosningaherferð Nieto best. „Þegar ég áttaði mig á því að ég fólk trúir nánast öllu því sem er sagt á internetinu áttaði ég mig á því að hafði vald til þess að láta fólk trúa nánast hverju sem er,“ sagði Sepulveda í samtali við Bloomberg.Óprúttinn hakkari að störfum.Vísir/GettyLét hringja í kjósendur í nafni andstæðinga Nieto að nóttu til Nefndi hann dæmi um þær aðgerðir sem hann og félagar hans gripu til. Í hinu íhaldsama og kaþólska héraði Tabasco í Mexíkó stofnuðu þeir gríðarmikinn fjölda af Facebook-reikningum samkynhneigðra manna sem þóttust styðja andstæðinga Nieto. Þá setti Sepulveda einnig upp úthringiherferð þar sem hringjendur hringdu í stórum stíl í nafni andstæðinga Nieto klukkan þrjú að nóttu til. Segir Sepulvelda að hann hafi verið fenginn til þess að beita svipuðum aðferðum síðastliðin átta ár víðsvegar í ríkjum Suður-Ameríku, þar á meðal í Venesúela, Guatemala, Kosta Ríka og Hondúras. Sepulvelda afplánar nú tíu ára dóm í Kólumbíu fyrir svipað athæfi. Hann segir þó að flestir þeirra stjórnmálamanna sem notið hafi aðstoðar sinnar hafi ekki vitað af aðgerðum sínum. Yfirleitt hafi millistjórnendur í herferðum þeirra leitað til sín. Talsmaður stjórnmálaflokks forseta Mexíkó segist ekki hafa vitneskju um að Sepulvelda hafi starfað fyrir flokkinn, hvorki fyrr né síðar. Tengdar fréttir Pena Nieto forseti Mexíkó eftir endurtalningu Nú er staðfest að Enrique Pena Nieto er forseti Mexíkó eftir að um helmingur atkvæðanna úr forsetakosningunum síðustu helgi hefur verið tvítalinn. Lopez Obrador sem lenti í öðru sæti taldið að kosningalög hefðu verið brotin og fór fram á endurtalningu. 6. júlí 2012 21:04 Forseti Mexíkó vill breyta nafni landsins í Mexíkó Felipe Calderon forseti Mexíkó vill breyta hinu opinbera nafni landsins. Hið opinbera nafn er Bandaríki Mexíkó eða Estados Unidos Mexicanos en Calderon vill einfalda nafnið og að það verði aðeins Mexíkó eins og raunar flest allir jarðarbúar kalla landið í dag. 23. nóvember 2012 06:23 Nieto náði kjöri sem forseti Mexíkó Fyrstu tölur benda til þess að Enrique Pena Nieto hafi sigraði í forsetakosningunum í Mexíkó sem haldnar voru um helgina. 2. júlí 2012 06:47 Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira
Stafræn myrkraherferð af hálfu hakkara varð til þess að Enrique Peña Nieto, forseti Mexíkó, náði kjöri árið 2012. Þessu heldur Andrés Sepulveda fram, kólumbískur hakkari sem nú situr í fangelsi þar í landi. Sepulveda heldur því fram að hann og hópur hakkara hafi fengið 600 þúsund dollara, um 70 milljónum króna, til umráða til þess að grafa undan herferð helstu andstæðinga Nieto í forsetakosningunum. Það hafi hakkararnir gert með því koma fyrir forritum í tölvum í höfuðstöðvum keppinauta Nieto. Þannig hafi þeir getað fylgst með tölvum og símum, séð ræður og önnur undirbúningsgögn ásamt skipulagi kosningarherferðar helstu andstæðinga Nieto í kosningunum. Með þessum upplýsingum útbjuggu hakkaranir aragrúa af gervi-twitter reikningum til þess að ýta umræðum um kosningarnar í átt að málefnum sem hentuðu kosningaherferð Nieto best. „Þegar ég áttaði mig á því að ég fólk trúir nánast öllu því sem er sagt á internetinu áttaði ég mig á því að hafði vald til þess að láta fólk trúa nánast hverju sem er,“ sagði Sepulveda í samtali við Bloomberg.Óprúttinn hakkari að störfum.Vísir/GettyLét hringja í kjósendur í nafni andstæðinga Nieto að nóttu til Nefndi hann dæmi um þær aðgerðir sem hann og félagar hans gripu til. Í hinu íhaldsama og kaþólska héraði Tabasco í Mexíkó stofnuðu þeir gríðarmikinn fjölda af Facebook-reikningum samkynhneigðra manna sem þóttust styðja andstæðinga Nieto. Þá setti Sepulveda einnig upp úthringiherferð þar sem hringjendur hringdu í stórum stíl í nafni andstæðinga Nieto klukkan þrjú að nóttu til. Segir Sepulvelda að hann hafi verið fenginn til þess að beita svipuðum aðferðum síðastliðin átta ár víðsvegar í ríkjum Suður-Ameríku, þar á meðal í Venesúela, Guatemala, Kosta Ríka og Hondúras. Sepulvelda afplánar nú tíu ára dóm í Kólumbíu fyrir svipað athæfi. Hann segir þó að flestir þeirra stjórnmálamanna sem notið hafi aðstoðar sinnar hafi ekki vitað af aðgerðum sínum. Yfirleitt hafi millistjórnendur í herferðum þeirra leitað til sín. Talsmaður stjórnmálaflokks forseta Mexíkó segist ekki hafa vitneskju um að Sepulvelda hafi starfað fyrir flokkinn, hvorki fyrr né síðar.
Tengdar fréttir Pena Nieto forseti Mexíkó eftir endurtalningu Nú er staðfest að Enrique Pena Nieto er forseti Mexíkó eftir að um helmingur atkvæðanna úr forsetakosningunum síðustu helgi hefur verið tvítalinn. Lopez Obrador sem lenti í öðru sæti taldið að kosningalög hefðu verið brotin og fór fram á endurtalningu. 6. júlí 2012 21:04 Forseti Mexíkó vill breyta nafni landsins í Mexíkó Felipe Calderon forseti Mexíkó vill breyta hinu opinbera nafni landsins. Hið opinbera nafn er Bandaríki Mexíkó eða Estados Unidos Mexicanos en Calderon vill einfalda nafnið og að það verði aðeins Mexíkó eins og raunar flest allir jarðarbúar kalla landið í dag. 23. nóvember 2012 06:23 Nieto náði kjöri sem forseti Mexíkó Fyrstu tölur benda til þess að Enrique Pena Nieto hafi sigraði í forsetakosningunum í Mexíkó sem haldnar voru um helgina. 2. júlí 2012 06:47 Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira
Pena Nieto forseti Mexíkó eftir endurtalningu Nú er staðfest að Enrique Pena Nieto er forseti Mexíkó eftir að um helmingur atkvæðanna úr forsetakosningunum síðustu helgi hefur verið tvítalinn. Lopez Obrador sem lenti í öðru sæti taldið að kosningalög hefðu verið brotin og fór fram á endurtalningu. 6. júlí 2012 21:04
Forseti Mexíkó vill breyta nafni landsins í Mexíkó Felipe Calderon forseti Mexíkó vill breyta hinu opinbera nafni landsins. Hið opinbera nafn er Bandaríki Mexíkó eða Estados Unidos Mexicanos en Calderon vill einfalda nafnið og að það verði aðeins Mexíkó eins og raunar flest allir jarðarbúar kalla landið í dag. 23. nóvember 2012 06:23
Nieto náði kjöri sem forseti Mexíkó Fyrstu tölur benda til þess að Enrique Pena Nieto hafi sigraði í forsetakosningunum í Mexíkó sem haldnar voru um helgina. 2. júlí 2012 06:47