„Ég veit ekki hversu harðan slag maður vill fara í“ Una Sighvatsdóttir skrifar 20. mars 2016 19:00 Hrafn Gunnlaugsson segist ekki skilja hvers vegna sumarhús sem verið hefur í eigu fjölskyldu hans í áratugi teljist nú vera ógn við vatnsvernd borgarbúa. Hrafn stendur í málaferlum við Orkuveitu Reykjavíkur en segist óviss um hve harðan slag hann treysti sér í. Við heimreiðina að Elliðavatnsbletti þrjú í Reykjavík stendur bautasteinn til minningar um Ellen Johanne Sveinsson, með áletruninni „Hún valdi börnum sínum sumarland hér“. Ellen var amma Hrafns Gunnlaugssonar, en sjálfur tók hann við lóðinni og sumarhúsi af móður sinni Herdísi Þorvaldsdóttur leikkonu við andlát hennar. „Hér lék ég mér mikið sem barn og var að rækta mikið með móður minni og ég á miklar minningar og góðar héðan. Ef að þetta hús verður rifið og eyðilagt þá held ég að það bitni nú mest á strákunum mínum litlu og krökkunum í fjölskyldunni. Ekki svo mjög að mér, ég er nú orðinn 67 ára og sé ekki fram á að vera hérna mikið. Ég bý ágætlega á Laugarnestanganum,“ segir Hrafn. Stefnt að niðurrifi allra sumarhúsaHúsið er eitt af 25 bústöðum við Elliðavatn sem Orkuveita Reykjavíkur telur nauðsynlegt að hverfi á næstu árum vegna vatnsverndarsjónarmiða. „Maður veltir því fyrir sér af hverju þau rök eru að koma upp núna, afhverju þau hafi ekki komið upp fyrir áratugum síðan. Þetta svæði er á neðra vatnsvernarsvæði, það er mjög langt hér fyrir upp í Gvenndarbrunna og varla rennur nú vatn upp í móti,“ segir Hrafn. Hann bætir við að þau fjölskyldan hafi aldrei girt lóðina af heldur geti allir notið svæðisins. „Þetta hefur verið fólkvangur. Það hefur hver sem er mátt fara hér um eins og þeim sýnist, og auðvitað á þetta að vera fólkvangur Reykvíkinga. En maður spyr sig að því hvaða gagn er að því að rífa þetta fallega hús?“Hrafn Gunnlaugsson við sumarhúsið sem reist var árið 2005 á sökkli eldra húss sem reist var 1960.Hefði aldrei reist húsið í óvissu Fjölskylda Hrafns hefur haft rétt til afnota af lóðinni frá 1927 og átt þar sumarhús frá 1960. Steinhúsið sem þar stendur nú er það nýjasta við vatnið því það var reist, með leyfi Reykjavíkurborgar, fyrir aðeins áratug eftir að eldra húsið brann. „Það var móður minni mikið kappsmál að fá að reisa það aftur. Þetta var hennar paradís og sumardvalarstaður, og húsið var reist á sama sökkli. Það er alveg ljóst að hún hefði aldrei reist húsið ef hana hefði órað fyrir því að það væri óvíst um framtíð þess. Það er alveg útilokað,“ segir Hrafn.Telur þetta geta orðið prófmál Hann fer fram á að viðurkenndur verði fyrir dómi ótímabundinn afnotaréttur hans af lóðinni, eða til vara til 75 ára. Hrafn telur þetta geta orðið prófmál á það hvernig einstaklingar standa gagnvart yfirgangi stofnana. En er hann tilbúinn að fara í hart? „Ég veit ekki hversu harðan slag maður vill fara í. Myndi nú vilja finna bara einhverja lausn á þessu mál. Í raun og veru er ég bara að standa vörð um framtíð strákanna minna og fjölskyldunnar og maðru sér ekki svona alveg í stöðunni hvaða tilgangi þetta þjóni. Hvort að hér sé á ferðinni einhvers konar rétttrúnaður sem þarf að hugsa í rólegheitunum.“ Aðalmeðferð í máli Hrafns gegn Orkuveitu Reykjavíkur hefst í byrjun maí. Tengdar fréttir Eigandi sumarhúss segir Orkuveituna sýna vígtennurnar Orkuveitan vill að sumarhús á 26 leigulóðum víki vegna vatnsverndarsjónarmiða 27. október 2015 07:00 Eigendur bústaða ætla ekki að víkja Lögmaður eigenda sumarbústaða við Elliðavatn segir geðþótta og duttlunga ráða för í í þeirri stefnu Orkuveitu Reykjavíkur að byggðin verði rifin. Það yrði skipulagslegt stórslys og borgaryfirvöldum til háðungar. 28. desember 2015 08:00 Vonast eftir sátt við Elliðavatn Orkuveita Reykjavíkur bindur vonir við að sátt náist við eigendur sumarhúsa sem fyrirtækið vill að hverfi af leigulóðum á landi hennar við Elliðavatn. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu sendi lögmaður hluta húseigendanna Orkuveitunni bréf þar sem kröfum og sjónarmiðum fyrirtækisins er hafnað. 6. janúar 2016 08:00 Hrafni gert að hypja sig með sitt frá Elliðavatni Hrafn Gunnlaugsson hefur stefnt Orkuveitu Reykjavíkur sem vill reka hann frá Elliðavatni og brjóta niður sumarhús hans þar. 15. mars 2016 10:07 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Hrafn Gunnlaugsson segist ekki skilja hvers vegna sumarhús sem verið hefur í eigu fjölskyldu hans í áratugi teljist nú vera ógn við vatnsvernd borgarbúa. Hrafn stendur í málaferlum við Orkuveitu Reykjavíkur en segist óviss um hve harðan slag hann treysti sér í. Við heimreiðina að Elliðavatnsbletti þrjú í Reykjavík stendur bautasteinn til minningar um Ellen Johanne Sveinsson, með áletruninni „Hún valdi börnum sínum sumarland hér“. Ellen var amma Hrafns Gunnlaugssonar, en sjálfur tók hann við lóðinni og sumarhúsi af móður sinni Herdísi Þorvaldsdóttur leikkonu við andlát hennar. „Hér lék ég mér mikið sem barn og var að rækta mikið með móður minni og ég á miklar minningar og góðar héðan. Ef að þetta hús verður rifið og eyðilagt þá held ég að það bitni nú mest á strákunum mínum litlu og krökkunum í fjölskyldunni. Ekki svo mjög að mér, ég er nú orðinn 67 ára og sé ekki fram á að vera hérna mikið. Ég bý ágætlega á Laugarnestanganum,“ segir Hrafn. Stefnt að niðurrifi allra sumarhúsaHúsið er eitt af 25 bústöðum við Elliðavatn sem Orkuveita Reykjavíkur telur nauðsynlegt að hverfi á næstu árum vegna vatnsverndarsjónarmiða. „Maður veltir því fyrir sér af hverju þau rök eru að koma upp núna, afhverju þau hafi ekki komið upp fyrir áratugum síðan. Þetta svæði er á neðra vatnsvernarsvæði, það er mjög langt hér fyrir upp í Gvenndarbrunna og varla rennur nú vatn upp í móti,“ segir Hrafn. Hann bætir við að þau fjölskyldan hafi aldrei girt lóðina af heldur geti allir notið svæðisins. „Þetta hefur verið fólkvangur. Það hefur hver sem er mátt fara hér um eins og þeim sýnist, og auðvitað á þetta að vera fólkvangur Reykvíkinga. En maður spyr sig að því hvaða gagn er að því að rífa þetta fallega hús?“Hrafn Gunnlaugsson við sumarhúsið sem reist var árið 2005 á sökkli eldra húss sem reist var 1960.Hefði aldrei reist húsið í óvissu Fjölskylda Hrafns hefur haft rétt til afnota af lóðinni frá 1927 og átt þar sumarhús frá 1960. Steinhúsið sem þar stendur nú er það nýjasta við vatnið því það var reist, með leyfi Reykjavíkurborgar, fyrir aðeins áratug eftir að eldra húsið brann. „Það var móður minni mikið kappsmál að fá að reisa það aftur. Þetta var hennar paradís og sumardvalarstaður, og húsið var reist á sama sökkli. Það er alveg ljóst að hún hefði aldrei reist húsið ef hana hefði órað fyrir því að það væri óvíst um framtíð þess. Það er alveg útilokað,“ segir Hrafn.Telur þetta geta orðið prófmál Hann fer fram á að viðurkenndur verði fyrir dómi ótímabundinn afnotaréttur hans af lóðinni, eða til vara til 75 ára. Hrafn telur þetta geta orðið prófmál á það hvernig einstaklingar standa gagnvart yfirgangi stofnana. En er hann tilbúinn að fara í hart? „Ég veit ekki hversu harðan slag maður vill fara í. Myndi nú vilja finna bara einhverja lausn á þessu mál. Í raun og veru er ég bara að standa vörð um framtíð strákanna minna og fjölskyldunnar og maðru sér ekki svona alveg í stöðunni hvaða tilgangi þetta þjóni. Hvort að hér sé á ferðinni einhvers konar rétttrúnaður sem þarf að hugsa í rólegheitunum.“ Aðalmeðferð í máli Hrafns gegn Orkuveitu Reykjavíkur hefst í byrjun maí.
Tengdar fréttir Eigandi sumarhúss segir Orkuveituna sýna vígtennurnar Orkuveitan vill að sumarhús á 26 leigulóðum víki vegna vatnsverndarsjónarmiða 27. október 2015 07:00 Eigendur bústaða ætla ekki að víkja Lögmaður eigenda sumarbústaða við Elliðavatn segir geðþótta og duttlunga ráða för í í þeirri stefnu Orkuveitu Reykjavíkur að byggðin verði rifin. Það yrði skipulagslegt stórslys og borgaryfirvöldum til háðungar. 28. desember 2015 08:00 Vonast eftir sátt við Elliðavatn Orkuveita Reykjavíkur bindur vonir við að sátt náist við eigendur sumarhúsa sem fyrirtækið vill að hverfi af leigulóðum á landi hennar við Elliðavatn. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu sendi lögmaður hluta húseigendanna Orkuveitunni bréf þar sem kröfum og sjónarmiðum fyrirtækisins er hafnað. 6. janúar 2016 08:00 Hrafni gert að hypja sig með sitt frá Elliðavatni Hrafn Gunnlaugsson hefur stefnt Orkuveitu Reykjavíkur sem vill reka hann frá Elliðavatni og brjóta niður sumarhús hans þar. 15. mars 2016 10:07 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Eigandi sumarhúss segir Orkuveituna sýna vígtennurnar Orkuveitan vill að sumarhús á 26 leigulóðum víki vegna vatnsverndarsjónarmiða 27. október 2015 07:00
Eigendur bústaða ætla ekki að víkja Lögmaður eigenda sumarbústaða við Elliðavatn segir geðþótta og duttlunga ráða för í í þeirri stefnu Orkuveitu Reykjavíkur að byggðin verði rifin. Það yrði skipulagslegt stórslys og borgaryfirvöldum til háðungar. 28. desember 2015 08:00
Vonast eftir sátt við Elliðavatn Orkuveita Reykjavíkur bindur vonir við að sátt náist við eigendur sumarhúsa sem fyrirtækið vill að hverfi af leigulóðum á landi hennar við Elliðavatn. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu sendi lögmaður hluta húseigendanna Orkuveitunni bréf þar sem kröfum og sjónarmiðum fyrirtækisins er hafnað. 6. janúar 2016 08:00
Hrafni gert að hypja sig með sitt frá Elliðavatni Hrafn Gunnlaugsson hefur stefnt Orkuveitu Reykjavíkur sem vill reka hann frá Elliðavatni og brjóta niður sumarhús hans þar. 15. mars 2016 10:07