Erlent

Savchenko ætlar ekki að viðurkenna dóminn

Samúel Karl Ólason skrifar
Nadezhda Savchenko ræðir við lögmann sinn.
Nadezhda Savchenko ræðir við lögmann sinn. Vísir/EPA
Uppfært 11:40

Rússneska fréttaveitan TASS var of fljót á sér að segja frá úrskurði dómstóls í máli Nadezhda Savchenko í morgun. Úrskurðurinn hefur ekki verið kveðinn upp enn. Þó er dómskvaðning hafin.

Lögmaður úkraínska flugmannsins segir að hún muni ekki viðurkenna niðurstöðu dómstólsins, hver sem hann verður, og að hún ætli þar með ekki að áfrýja honum.

Hún er sögð hafa kallað eftir sprengjuvörpuárás sem blaðamennirnir Igor Kornelyuk og Anton Voloshin létu lífið í nærri Luhansk, en þeir voru að fjalla um átökin í austurhluta Úkraínu.

Nánar tiltækið var hún ákærð fyrir aðild að morði blaðamannanna og einnig fyrir mannfall meðal almennra borgara. 

Saksóknarar hafa farið fram að Savchenko verði fangelsuð í 23 ár, en refsing hennar verður lesin upp á morgun. 

Lögmaður Savchenko segir að símaupptökur sýni fram á að hún hafði verið handsömuð af aðskilnaðarsinnum í Úkraínu, sem eru hliðhollir Rússlandi, áður en sprengjuvörpuárásin hafi verið gerð í júní 2014. Hún segist hafa verið handsömuð minnst klukkustund áður og hún hafi verið afhent rússneskum hermönnum.

Saksóknarar segja hins vegar að hún hafi sjálf laumast yfir landamærin og verið handsömuð í Rússlandi. Auk þess að vera flugmaður er hún einnig þingmaður í Úkraínu.

Úkraína og vestræn ríki hafa fordæmt réttarhöldin, en lögmenn hennar segja fullljóst að Savchenko verði dæmd til langrar fangelsisvistar. Dómarinn í málinu sagði í morgun að Savchenko hafa kallað eftir árásinni þar sem hún væri drifin áfram af „pólitísku hatri“.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×