Hvetur fólk til að klæðast skræpóttum sokkum í dag sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 21. mars 2016 13:00 Nemendur í Seyðisfjarðarskóla taka þátt í deginum. mynd/seyðisfjarðarskóli Alþjóðlegur dagur Downs-heilkennis er haldinn hátíðlegur í dag en tilgangur hans er að auka vitund fólks á heikenninu og minnka aðgreiningu. Fólk um allan heim er hvatt til að klæðast litríkum mislitum sokkum í tilefni dagsins. Þetta er í sjöunda skipti sem þessi dagur er haldinn hátíðlegur, en Sameinuðu þjóðirnar lýstu því formlega yfir árið 2011 að 21. mars væri alþjóðadagur Downs. Dagsetningin er táknræn að því leyti að hún vísar til þess að Downs-heilkennið er orsakað af auka litning í litningi 21,þ.e þremur eintökum af litningi 21.Thelma Þorbergsdóttir, félagsráðgjafi og meðlimur í Downs-félaginu.vísir/stefán„Yfirskriftin fyrir daginn í dag er: Hvernig þú sérð mig sem einstakling með Downs-heilkenni. Fólk svarar oft gleði eða bros, og að sjálfsögðu á það við, en einstaklingar með Downs eru svo miklu meira er það. Sonur minn, eins og ég sé hann, er bróðir, sonur og vinur, æfir íþróttir og margt fleira. Þessir einstaklingar eru þátttakendur í samfélaginu eins og við öll," segir Thelma Þorbergsdóttir, meðlimur í Downs-félaginu. Hún hvetur alla til að taka þátt í deginum, meðal annars með því að nota myllumerkið #lotsofsocks. „Skólarnir eru margir að taka sig saman úti um allan heim og vinnustaðir og annað að mæta í skræpóttum sokkum, en það var meðal annars gert í skólanum hjá stráknum mínum í dag. Og ég var nú búin að skora á Haukaliðið, sem er að spila úrslitaleik í kvöld, að spila í skræpóttum sokkum. Við sjáum til hvað þeir gera," segir Thelma. Þá munu meðlimir í Downs-félaginu, ásamt vinum og vandamönnum, halda upp á daginn í Laugardalnum í kvöld. „Við ætlum að hitta alla vini okkar, koma saman, borða góðan mat og Páll Óskar ætlar að koma og svo verður kór sem syngur fyrir okkur og svona." Í dag er ástæða til að gleðjast. Við gleðjumst yfir stórum og smáum sigrum um leið og við fögnum alþjóðadegi Downs-heilkennis.Til hamingju með daginn.Posted by Downs félagið on 20. mars 2016 Fögnum Alþjóðlega Downs-deginum á morgun. Deilið endilega myndum af deginum á Instagram með merkinu #downsfelag og...Posted by Downs félagið on 20. mars 2016 Mánudaginn 21. mars er Alþjóðlegi Down-heilkennis dagurinn. Þar sem nemendur eru komnir í páskafrí þann dag höldum við...Posted by Seyðisfjarðarskóli on 18. mars 2016 Nemendur í Seyðisfjarðarskóla taka þátt í deginum. Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Fleiri fréttir Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Sjá meira
Alþjóðlegur dagur Downs-heilkennis er haldinn hátíðlegur í dag en tilgangur hans er að auka vitund fólks á heikenninu og minnka aðgreiningu. Fólk um allan heim er hvatt til að klæðast litríkum mislitum sokkum í tilefni dagsins. Þetta er í sjöunda skipti sem þessi dagur er haldinn hátíðlegur, en Sameinuðu þjóðirnar lýstu því formlega yfir árið 2011 að 21. mars væri alþjóðadagur Downs. Dagsetningin er táknræn að því leyti að hún vísar til þess að Downs-heilkennið er orsakað af auka litning í litningi 21,þ.e þremur eintökum af litningi 21.Thelma Þorbergsdóttir, félagsráðgjafi og meðlimur í Downs-félaginu.vísir/stefán„Yfirskriftin fyrir daginn í dag er: Hvernig þú sérð mig sem einstakling með Downs-heilkenni. Fólk svarar oft gleði eða bros, og að sjálfsögðu á það við, en einstaklingar með Downs eru svo miklu meira er það. Sonur minn, eins og ég sé hann, er bróðir, sonur og vinur, æfir íþróttir og margt fleira. Þessir einstaklingar eru þátttakendur í samfélaginu eins og við öll," segir Thelma Þorbergsdóttir, meðlimur í Downs-félaginu. Hún hvetur alla til að taka þátt í deginum, meðal annars með því að nota myllumerkið #lotsofsocks. „Skólarnir eru margir að taka sig saman úti um allan heim og vinnustaðir og annað að mæta í skræpóttum sokkum, en það var meðal annars gert í skólanum hjá stráknum mínum í dag. Og ég var nú búin að skora á Haukaliðið, sem er að spila úrslitaleik í kvöld, að spila í skræpóttum sokkum. Við sjáum til hvað þeir gera," segir Thelma. Þá munu meðlimir í Downs-félaginu, ásamt vinum og vandamönnum, halda upp á daginn í Laugardalnum í kvöld. „Við ætlum að hitta alla vini okkar, koma saman, borða góðan mat og Páll Óskar ætlar að koma og svo verður kór sem syngur fyrir okkur og svona." Í dag er ástæða til að gleðjast. Við gleðjumst yfir stórum og smáum sigrum um leið og við fögnum alþjóðadegi Downs-heilkennis.Til hamingju með daginn.Posted by Downs félagið on 20. mars 2016 Fögnum Alþjóðlega Downs-deginum á morgun. Deilið endilega myndum af deginum á Instagram með merkinu #downsfelag og...Posted by Downs félagið on 20. mars 2016 Mánudaginn 21. mars er Alþjóðlegi Down-heilkennis dagurinn. Þar sem nemendur eru komnir í páskafrí þann dag höldum við...Posted by Seyðisfjarðarskóli on 18. mars 2016 Nemendur í Seyðisfjarðarskóla taka þátt í deginum.
Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Fleiri fréttir Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Sjá meira