Fótbolti

Líttþekktur jafnaldri Messi tryggði Argentínu mikilvægan sigur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi í baráttu við Eugenio Mena í leiknum í nótt.
Lionel Messi í baráttu við Eugenio Mena í leiknum í nótt. Vísir/Getty
Lionel Messi kom aftur inn í argentínska landsliðið í nótt og leiddi liðið til sigurs á Síle í Suður-Ameríkuriðli undankeppni HM 2018.Messi missti af fyrstu fjórum leikjum Argentínu í riðlinum vegna hnémeiðsla og argentínska liðið náði bara að vinna einn af þeim og skoraði aðeins tvö mörk samanlagt í leikjunum fjórum.Messi náði reyndar ekki skoti í leiknum sem er afar óvenjulegt en hann var maðurinn á bak við sigurmarkið sem kom strax á 25. mínútu leiksins.Þetta byrjaði ekki vel í nótt því Felipe Gutierrez kom heimamönnum í Síle í 1-0 eftir aðeins ellefu mínútna leik.Angel Di Maria jafnaði metin á 20. mínútu og fimm mínútum síðar skoraði varnarmaðurinn Gabriel Mercado sigurmarkið.Gabriel Mercado er jafnaldri Messi en Mercado spilar nú með River Plate í argrentínsku deildinni og hefur gert það frá árinu 2012. Þetta var aðeins þriðji landsleikur hans og jafnframt fyrsta landsliðsmarkið.Sigurmarkið skoraði Gabriel Mercado með því að klippa boltann laglega rétt utan markteigsins eftir að Messi hafði tekið boltann niður í teignum. Varnarmaður náði að pota boltanum frá Messi en hann barst til Mercado sem afgreiddi hann í netið.Argentínumenn komust upp í fjórða sætið með þessum mikilvæga sigri en Brasilíumenn, sem eru stigi á eftir, eiga leik inni á móti Úrúgvæ í kvöld.Það er nóg eftir að keppninni enda verða spilaðar 18 umferðir. Ekvador (13 stig), Úrúgvæ (9), Paragvæ (8) og Argentína (8) sitja núna í sætunum fjórum sem gefa beint sæti á HM í Rússlandi 2018 en Brasilía er í fimmta sætinu sem gefur sæti í umspili.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.