Líttþekktur jafnaldri Messi tryggði Argentínu mikilvægan sigur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. mars 2016 10:30 Lionel Messi í baráttu við Eugenio Mena í leiknum í nótt. Vísir/Getty Lionel Messi kom aftur inn í argentínska landsliðið í nótt og leiddi liðið til sigurs á Síle í Suður-Ameríkuriðli undankeppni HM 2018. Messi missti af fyrstu fjórum leikjum Argentínu í riðlinum vegna hnémeiðsla og argentínska liðið náði bara að vinna einn af þeim og skoraði aðeins tvö mörk samanlagt í leikjunum fjórum. Messi náði reyndar ekki skoti í leiknum sem er afar óvenjulegt en hann var maðurinn á bak við sigurmarkið sem kom strax á 25. mínútu leiksins. Þetta byrjaði ekki vel í nótt því Felipe Gutierrez kom heimamönnum í Síle í 1-0 eftir aðeins ellefu mínútna leik. Angel Di Maria jafnaði metin á 20. mínútu og fimm mínútum síðar skoraði varnarmaðurinn Gabriel Mercado sigurmarkið. Gabriel Mercado er jafnaldri Messi en Mercado spilar nú með River Plate í argrentínsku deildinni og hefur gert það frá árinu 2012. Þetta var aðeins þriðji landsleikur hans og jafnframt fyrsta landsliðsmarkið. Sigurmarkið skoraði Gabriel Mercado með því að klippa boltann laglega rétt utan markteigsins eftir að Messi hafði tekið boltann niður í teignum. Varnarmaður náði að pota boltanum frá Messi en hann barst til Mercado sem afgreiddi hann í netið. Argentínumenn komust upp í fjórða sætið með þessum mikilvæga sigri en Brasilíumenn, sem eru stigi á eftir, eiga leik inni á móti Úrúgvæ í kvöld. Það er nóg eftir að keppninni enda verða spilaðar 18 umferðir. Ekvador (13 stig), Úrúgvæ (9), Paragvæ (8) og Argentína (8) sitja núna í sætunum fjórum sem gefa beint sæti á HM í Rússlandi 2018 en Brasilía er í fimmta sætinu sem gefur sæti í umspili.Lionel Messi failed to take a shot for the first time in 117 matches.Argentina still beat Chile, 2-1. pic.twitter.com/ZfHcGkJqiA— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) March 25, 2016 Fótbolti HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Körfubolti Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Fleiri fréttir Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Sjá meira
Lionel Messi kom aftur inn í argentínska landsliðið í nótt og leiddi liðið til sigurs á Síle í Suður-Ameríkuriðli undankeppni HM 2018. Messi missti af fyrstu fjórum leikjum Argentínu í riðlinum vegna hnémeiðsla og argentínska liðið náði bara að vinna einn af þeim og skoraði aðeins tvö mörk samanlagt í leikjunum fjórum. Messi náði reyndar ekki skoti í leiknum sem er afar óvenjulegt en hann var maðurinn á bak við sigurmarkið sem kom strax á 25. mínútu leiksins. Þetta byrjaði ekki vel í nótt því Felipe Gutierrez kom heimamönnum í Síle í 1-0 eftir aðeins ellefu mínútna leik. Angel Di Maria jafnaði metin á 20. mínútu og fimm mínútum síðar skoraði varnarmaðurinn Gabriel Mercado sigurmarkið. Gabriel Mercado er jafnaldri Messi en Mercado spilar nú með River Plate í argrentínsku deildinni og hefur gert það frá árinu 2012. Þetta var aðeins þriðji landsleikur hans og jafnframt fyrsta landsliðsmarkið. Sigurmarkið skoraði Gabriel Mercado með því að klippa boltann laglega rétt utan markteigsins eftir að Messi hafði tekið boltann niður í teignum. Varnarmaður náði að pota boltanum frá Messi en hann barst til Mercado sem afgreiddi hann í netið. Argentínumenn komust upp í fjórða sætið með þessum mikilvæga sigri en Brasilíumenn, sem eru stigi á eftir, eiga leik inni á móti Úrúgvæ í kvöld. Það er nóg eftir að keppninni enda verða spilaðar 18 umferðir. Ekvador (13 stig), Úrúgvæ (9), Paragvæ (8) og Argentína (8) sitja núna í sætunum fjórum sem gefa beint sæti á HM í Rússlandi 2018 en Brasilía er í fimmta sætinu sem gefur sæti í umspili.Lionel Messi failed to take a shot for the first time in 117 matches.Argentina still beat Chile, 2-1. pic.twitter.com/ZfHcGkJqiA— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) March 25, 2016
Fótbolti HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Körfubolti Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Fleiri fréttir Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Sjá meira