Gott að vera barnafjölskylda í Brussel Una Sighvatsdóttir skrifar 28. mars 2016 19:00 Síðan Rúna Vigdís Guðmarsdóttir og Andrés Ingi Jónsson fluttu til Brussel fyrir þremur árum hefur ásýnd borgarinnar breyst töluvert með auknu viðbúnaðarstigi, ekki síst eftir hryðjuverkaárásirnar í París í fyrra. Þegar sprengjurnar sprungu á þriðjudaginn fór því vel undirbúið viðbragðskerfi í gang bæði í vinnu og skóla. „Við hringdum strax í hvort annað, við Andrés,“ segir Rúna aðspurð hvernig það hafi verið að vita af fjölskyldunni sitt í hverju hverfi borgarinnar þegar fregnir bárust af hryðjuverkum. „Svo heyrðum við að best væri að leyfa börnunum að vera áfram í skólunum og okkur starfsmönnum Evrópusambandsins var sagt að halda okkur á skrifstofunni, því það væri öruggasti staðurinn til að vera á. Svo bara leið dagurinn og maður beið óþreyjufullur eftir að komast aftur heim og hittast.“Fimm ára teiknaði mynd af hryðjuverkamönnunum Þótt börnin séu ung skynja þau vel að spenna liggi í loftinu. Halldór, sem er fimm ára, tjáði upplifun sína daginn sem sprengjurnar sprungu með því að teikna hryðjuverkamenn sem gætu splundrað heiminum. Andrés Ingi segir að yngri systir Halldórs, Ragna, sé fullung til að skilja almennilega hvað hafi verið að gerast. „En Halldór hefur alveg fylgst með þessu alveg frá því í nóvember og við segjum honum allt sem hann þarf að vita.“ Sjálfur segir Halldór frá því að krökkunum í skólanum hafi verið sagt að þau yrðu öll sótt snemma og á sama tíma út af hryðjuverkum í borginni. „Ég var ekkert hræddur en en það voru þrjátíu sem dóu. Fullorðnir,“ segir Halldór.Aldrei hundrað prósent öruggur nokkursstaðar Þrátt fyrir yfirvofandi hryðjuverkaógn segja þau gott að vera barnafjölskylda í Brussel og vona að áhrifin á samfélagið verði ekki of djúpstæð. „Brusselbúar eru mjög vanir því að búa í fjölmenningarsamfélagi þar sem fólk kemur úr ólíkum áttum og ber virðingu fyrir hvert öðru og ég hef trú á því að það haldist þannig,“ segir Rúna. „Maður er náttúrulega aldrei hundrað prósent öruggur nokkursstaðar og okkur líður mjög vel í Brussel. Þannig að við höldum bara áfram að gera það besta úr hlutunum og láta okkur líða vel.“ Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Fleiri árásir voru í bígerð Fjöldi manns hefur verið handtekinn í Belgíu, Frakklandi og Þýskalandi í tengslum við rannsókn lögreglu á árásunum í Brussel fyrr í vikunni. Einn var tekinn með sprengibúnað á sporvagnsstöð í Brussel. 26. mars 2016 07:00 Göngu gegn ótta í Brussel frestað Lögreglan of upptekin við rannsókn hryðjuverkanna til þess að tryggja öryggi vegna göngunnar. 26. mars 2016 18:36 Fólk slegið óhug í Brussel Daglegt líf Íslendinga þar heldur þó áfram. 24. mars 2016 14:56 Stöð 2 í Brussel: Þriggja daga þjóðarsorg Una Sighvatsdóttir fréttamaður og Björn G. Sigurðsson tökumaður eru í Brussel og munu fjalla þaðan um eftirmála hryðjuverkanna í fréttum Stöðvar2 í kvöld. Íbúar Brussel buðu óttanum byrginn í miðborginni í dag eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. 23. mars 2016 17:37 Einum þeirra sem helst var grunaður um þáttöku í hryðjuverkunum í Brussel sleppt úr haldi Faycal Cheffou hefur verið sleppt úr haldi lögreglu í Brussel vegna skorts á sönnunargögnum. 28. mars 2016 14:47 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Sjá meira
Síðan Rúna Vigdís Guðmarsdóttir og Andrés Ingi Jónsson fluttu til Brussel fyrir þremur árum hefur ásýnd borgarinnar breyst töluvert með auknu viðbúnaðarstigi, ekki síst eftir hryðjuverkaárásirnar í París í fyrra. Þegar sprengjurnar sprungu á þriðjudaginn fór því vel undirbúið viðbragðskerfi í gang bæði í vinnu og skóla. „Við hringdum strax í hvort annað, við Andrés,“ segir Rúna aðspurð hvernig það hafi verið að vita af fjölskyldunni sitt í hverju hverfi borgarinnar þegar fregnir bárust af hryðjuverkum. „Svo heyrðum við að best væri að leyfa börnunum að vera áfram í skólunum og okkur starfsmönnum Evrópusambandsins var sagt að halda okkur á skrifstofunni, því það væri öruggasti staðurinn til að vera á. Svo bara leið dagurinn og maður beið óþreyjufullur eftir að komast aftur heim og hittast.“Fimm ára teiknaði mynd af hryðjuverkamönnunum Þótt börnin séu ung skynja þau vel að spenna liggi í loftinu. Halldór, sem er fimm ára, tjáði upplifun sína daginn sem sprengjurnar sprungu með því að teikna hryðjuverkamenn sem gætu splundrað heiminum. Andrés Ingi segir að yngri systir Halldórs, Ragna, sé fullung til að skilja almennilega hvað hafi verið að gerast. „En Halldór hefur alveg fylgst með þessu alveg frá því í nóvember og við segjum honum allt sem hann þarf að vita.“ Sjálfur segir Halldór frá því að krökkunum í skólanum hafi verið sagt að þau yrðu öll sótt snemma og á sama tíma út af hryðjuverkum í borginni. „Ég var ekkert hræddur en en það voru þrjátíu sem dóu. Fullorðnir,“ segir Halldór.Aldrei hundrað prósent öruggur nokkursstaðar Þrátt fyrir yfirvofandi hryðjuverkaógn segja þau gott að vera barnafjölskylda í Brussel og vona að áhrifin á samfélagið verði ekki of djúpstæð. „Brusselbúar eru mjög vanir því að búa í fjölmenningarsamfélagi þar sem fólk kemur úr ólíkum áttum og ber virðingu fyrir hvert öðru og ég hef trú á því að það haldist þannig,“ segir Rúna. „Maður er náttúrulega aldrei hundrað prósent öruggur nokkursstaðar og okkur líður mjög vel í Brussel. Þannig að við höldum bara áfram að gera það besta úr hlutunum og láta okkur líða vel.“
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Fleiri árásir voru í bígerð Fjöldi manns hefur verið handtekinn í Belgíu, Frakklandi og Þýskalandi í tengslum við rannsókn lögreglu á árásunum í Brussel fyrr í vikunni. Einn var tekinn með sprengibúnað á sporvagnsstöð í Brussel. 26. mars 2016 07:00 Göngu gegn ótta í Brussel frestað Lögreglan of upptekin við rannsókn hryðjuverkanna til þess að tryggja öryggi vegna göngunnar. 26. mars 2016 18:36 Fólk slegið óhug í Brussel Daglegt líf Íslendinga þar heldur þó áfram. 24. mars 2016 14:56 Stöð 2 í Brussel: Þriggja daga þjóðarsorg Una Sighvatsdóttir fréttamaður og Björn G. Sigurðsson tökumaður eru í Brussel og munu fjalla þaðan um eftirmála hryðjuverkanna í fréttum Stöðvar2 í kvöld. Íbúar Brussel buðu óttanum byrginn í miðborginni í dag eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. 23. mars 2016 17:37 Einum þeirra sem helst var grunaður um þáttöku í hryðjuverkunum í Brussel sleppt úr haldi Faycal Cheffou hefur verið sleppt úr haldi lögreglu í Brussel vegna skorts á sönnunargögnum. 28. mars 2016 14:47 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Sjá meira
Fleiri árásir voru í bígerð Fjöldi manns hefur verið handtekinn í Belgíu, Frakklandi og Þýskalandi í tengslum við rannsókn lögreglu á árásunum í Brussel fyrr í vikunni. Einn var tekinn með sprengibúnað á sporvagnsstöð í Brussel. 26. mars 2016 07:00
Göngu gegn ótta í Brussel frestað Lögreglan of upptekin við rannsókn hryðjuverkanna til þess að tryggja öryggi vegna göngunnar. 26. mars 2016 18:36
Stöð 2 í Brussel: Þriggja daga þjóðarsorg Una Sighvatsdóttir fréttamaður og Björn G. Sigurðsson tökumaður eru í Brussel og munu fjalla þaðan um eftirmála hryðjuverkanna í fréttum Stöðvar2 í kvöld. Íbúar Brussel buðu óttanum byrginn í miðborginni í dag eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. 23. mars 2016 17:37
Einum þeirra sem helst var grunaður um þáttöku í hryðjuverkunum í Brussel sleppt úr haldi Faycal Cheffou hefur verið sleppt úr haldi lögreglu í Brussel vegna skorts á sönnunargögnum. 28. mars 2016 14:47
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu