Aprílspá Siggu Kling – Ljón: Ert eins heitt og sólin! 29. mars 2016 09:00 Elsku dásamlega Ljónið mitt. Þú hefur svo líflegt og skemmtilegt ímyndunarafl. Og drífandi áhrif á aðra og svo skemmtilegan frásagnarhátt að þú getur fengið hvern sem er til þess að trúa því sem þú segir. Ef þessir eiginleikar flokkast ekki sem kostir þá eru kostir ekki til! Þú ert akkúrat sú manneskja sem þarf að átta sig á því að hún er leiðtogi. Leiðtogi er ekki endilega sá sem að stjórnar fyrirtækinu eða öllu í kringum sig, heldur er hann sá sem tekur hundrað prósent ábyrgð á því sem hann gerir. Leiðtogi er nefnilega fyrirmynd. Þú mátt alls ekki gefast upp þó að þú hafir lent í einhverju roki. Þú munt finna leiðir út úr öllum þínum vandræðum því að þú ert líka skyldur kettinum elsku Ljón og hann hefur níu líf og þú átt allavega átta eftir! Þú verður fljótt að ákveða að fara út úr neikvæðum aðstæðum og skapa þér jákvæðari aðstæður. Það er allt að gerast með svo miklum hraða í kringum þig að þú þarft að vera eins og limbódansari, en engar áhyggjur því kattardýr eru mjög liðug! Þetta er svo sannarlega gott tímabil og það breytir ekki bara mörgu heldur öllu. Þú ert búinn að vera svo hjartagott og hjálpsamt og ert stöðugt að hressa við niðurdregna vini. Passaðu bara að stundum getur þú verið of gott og jafnvel meðvirkt. Plánetan þín er sólin og hversu merkilegt er það eiginlega? Það er ekki amalegur krafturinn sem hún á eftir að gefa þér en sólin getur líka haft alvarlegar afleiðingar. Hún getur verið of heit og brennt þig og þannig ert þú einnig. Þú ert svo ástríðufullt og gefur svo mikið af þér að þú getur brennt þig á tilfinningum og þá er það einlægnin sem að mun hjálpa þér í gegnum alla erfiðleika sem að þér sækja. Það er rosalega mikilvægt á næstu mánuðum að þú hafir allt dálítið skipulagt. Þú mátt ekki hafa allt í drasli í kringum þig og það þarft allt að vera tandurhreint og á sínum stað. Þá er eins og að hugurinn þinn verði jafn skipulagður og allt ryk og drasl hreinlega fjúki úr honum! Það sem myndi gera svakalega mikið fyrir þig er að fá þér krítartöflu og skrifa niður jafnóðum hvernig þú vilt hafa hlutina og vera líka með svamp svo þú getir þurrkað út það sem þú ert búið að framkvæma. Ótrúlegasta fólk mun hjálpa þér því að þú, kæra ljón, ert elskað svo heitt. Knús og koss, Þín Sigga KlingFræg ljón: Cara Delevingne fyrirsæta, Ágústa Eva Erlendsdóttir, leik- og söngkona, Halldóra Geirharðsdóttir leikkona, Birgitta Haukdal söngkona, Barack Obama Bandaríkjaforseti, Ásdís Rán fyrirsæta, Gísli Gíslason geimfari, Geir Ólafsson söngvari, Þórunn Antonía alheimsstjarna, Albert Eiríks, matgæðingur af bestu sort, Jón Óttar Ragnarsson, athafna- og fjölmiðlamaður, Jennifer Lopez söngkona, Diddú, Sirrý Arnardóttir fjölmiðlakona, Arnór Dan, söngvari Agent Fresco. Stjörnuspá Siggu Kling Tengdar fréttir Aprílspá Siggu Kling – Tvíburi: Ef þú þráir ást getur þú fengið hana eins og skot Elsku Tvíburinn minn. Núna þarft þú að sýna veröldinni mikla þrjósku. Þú þarft að láta vini þína og alla í kringum þig vita að þú gefst ekki upp. 29. mars 2016 08:54 Aprílspá Siggu Kling – Hrútur: Ferð á fljúgandi fart! Elsku Hrúturinn minn. Það er búinn að vera töluverður titringur í kringum þig. Þessi titringur myndar spennu og fyllir þig af ákefð yfir lífinu. Á móti kemur stress sem þú þarft að nýta þér sem orkulind. 29. mars 2016 08:48 Aprílspá Siggu Kling – Krabbi: Hlutverk þitt er að upplifa ævintýri Elsku hjartans krabbinn minn. Þú ert svo líflegur og yndislegur persónuleiki. Svo sterkur en samt svo viðkvæmur, en það eru fáir sem gera sér grein fyrir viðkvæmninni þinni. 29. mars 2016 08:58 Aprílspá Siggu Kling – Naut: Átt það til að elska aðeins of mikið Elsku Nautið mitt. Ég veit að þú ert fullt af tilfinningum en athugaðu að stundum þarf að fleygja þessum tilfinningum aðeins frá sér því að þú þarft að ná þér í balance, eða jafnvægi á íslensku. 29. mars 2016 08:51 Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Selena Gomez giftist Benny Blanco Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Ellefu ára læðan Lúsí ein eftir í heimilisleit hjá Kattholti Lífið Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Laddi 75 ára: Skapar nýja karaktera í lyftuspeglum Lífið Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Fleiri fréttir Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Sjá meira
Elsku dásamlega Ljónið mitt. Þú hefur svo líflegt og skemmtilegt ímyndunarafl. Og drífandi áhrif á aðra og svo skemmtilegan frásagnarhátt að þú getur fengið hvern sem er til þess að trúa því sem þú segir. Ef þessir eiginleikar flokkast ekki sem kostir þá eru kostir ekki til! Þú ert akkúrat sú manneskja sem þarf að átta sig á því að hún er leiðtogi. Leiðtogi er ekki endilega sá sem að stjórnar fyrirtækinu eða öllu í kringum sig, heldur er hann sá sem tekur hundrað prósent ábyrgð á því sem hann gerir. Leiðtogi er nefnilega fyrirmynd. Þú mátt alls ekki gefast upp þó að þú hafir lent í einhverju roki. Þú munt finna leiðir út úr öllum þínum vandræðum því að þú ert líka skyldur kettinum elsku Ljón og hann hefur níu líf og þú átt allavega átta eftir! Þú verður fljótt að ákveða að fara út úr neikvæðum aðstæðum og skapa þér jákvæðari aðstæður. Það er allt að gerast með svo miklum hraða í kringum þig að þú þarft að vera eins og limbódansari, en engar áhyggjur því kattardýr eru mjög liðug! Þetta er svo sannarlega gott tímabil og það breytir ekki bara mörgu heldur öllu. Þú ert búinn að vera svo hjartagott og hjálpsamt og ert stöðugt að hressa við niðurdregna vini. Passaðu bara að stundum getur þú verið of gott og jafnvel meðvirkt. Plánetan þín er sólin og hversu merkilegt er það eiginlega? Það er ekki amalegur krafturinn sem hún á eftir að gefa þér en sólin getur líka haft alvarlegar afleiðingar. Hún getur verið of heit og brennt þig og þannig ert þú einnig. Þú ert svo ástríðufullt og gefur svo mikið af þér að þú getur brennt þig á tilfinningum og þá er það einlægnin sem að mun hjálpa þér í gegnum alla erfiðleika sem að þér sækja. Það er rosalega mikilvægt á næstu mánuðum að þú hafir allt dálítið skipulagt. Þú mátt ekki hafa allt í drasli í kringum þig og það þarft allt að vera tandurhreint og á sínum stað. Þá er eins og að hugurinn þinn verði jafn skipulagður og allt ryk og drasl hreinlega fjúki úr honum! Það sem myndi gera svakalega mikið fyrir þig er að fá þér krítartöflu og skrifa niður jafnóðum hvernig þú vilt hafa hlutina og vera líka með svamp svo þú getir þurrkað út það sem þú ert búið að framkvæma. Ótrúlegasta fólk mun hjálpa þér því að þú, kæra ljón, ert elskað svo heitt. Knús og koss, Þín Sigga KlingFræg ljón: Cara Delevingne fyrirsæta, Ágústa Eva Erlendsdóttir, leik- og söngkona, Halldóra Geirharðsdóttir leikkona, Birgitta Haukdal söngkona, Barack Obama Bandaríkjaforseti, Ásdís Rán fyrirsæta, Gísli Gíslason geimfari, Geir Ólafsson söngvari, Þórunn Antonía alheimsstjarna, Albert Eiríks, matgæðingur af bestu sort, Jón Óttar Ragnarsson, athafna- og fjölmiðlamaður, Jennifer Lopez söngkona, Diddú, Sirrý Arnardóttir fjölmiðlakona, Arnór Dan, söngvari Agent Fresco.
Stjörnuspá Siggu Kling Tengdar fréttir Aprílspá Siggu Kling – Tvíburi: Ef þú þráir ást getur þú fengið hana eins og skot Elsku Tvíburinn minn. Núna þarft þú að sýna veröldinni mikla þrjósku. Þú þarft að láta vini þína og alla í kringum þig vita að þú gefst ekki upp. 29. mars 2016 08:54 Aprílspá Siggu Kling – Hrútur: Ferð á fljúgandi fart! Elsku Hrúturinn minn. Það er búinn að vera töluverður titringur í kringum þig. Þessi titringur myndar spennu og fyllir þig af ákefð yfir lífinu. Á móti kemur stress sem þú þarft að nýta þér sem orkulind. 29. mars 2016 08:48 Aprílspá Siggu Kling – Krabbi: Hlutverk þitt er að upplifa ævintýri Elsku hjartans krabbinn minn. Þú ert svo líflegur og yndislegur persónuleiki. Svo sterkur en samt svo viðkvæmur, en það eru fáir sem gera sér grein fyrir viðkvæmninni þinni. 29. mars 2016 08:58 Aprílspá Siggu Kling – Naut: Átt það til að elska aðeins of mikið Elsku Nautið mitt. Ég veit að þú ert fullt af tilfinningum en athugaðu að stundum þarf að fleygja þessum tilfinningum aðeins frá sér því að þú þarft að ná þér í balance, eða jafnvægi á íslensku. 29. mars 2016 08:51 Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Selena Gomez giftist Benny Blanco Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Ellefu ára læðan Lúsí ein eftir í heimilisleit hjá Kattholti Lífið Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Laddi 75 ára: Skapar nýja karaktera í lyftuspeglum Lífið Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Fleiri fréttir Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Sjá meira
Aprílspá Siggu Kling – Tvíburi: Ef þú þráir ást getur þú fengið hana eins og skot Elsku Tvíburinn minn. Núna þarft þú að sýna veröldinni mikla þrjósku. Þú þarft að láta vini þína og alla í kringum þig vita að þú gefst ekki upp. 29. mars 2016 08:54
Aprílspá Siggu Kling – Hrútur: Ferð á fljúgandi fart! Elsku Hrúturinn minn. Það er búinn að vera töluverður titringur í kringum þig. Þessi titringur myndar spennu og fyllir þig af ákefð yfir lífinu. Á móti kemur stress sem þú þarft að nýta þér sem orkulind. 29. mars 2016 08:48
Aprílspá Siggu Kling – Krabbi: Hlutverk þitt er að upplifa ævintýri Elsku hjartans krabbinn minn. Þú ert svo líflegur og yndislegur persónuleiki. Svo sterkur en samt svo viðkvæmur, en það eru fáir sem gera sér grein fyrir viðkvæmninni þinni. 29. mars 2016 08:58
Aprílspá Siggu Kling – Naut: Átt það til að elska aðeins of mikið Elsku Nautið mitt. Ég veit að þú ert fullt af tilfinningum en athugaðu að stundum þarf að fleygja þessum tilfinningum aðeins frá sér því að þú þarft að ná þér í balance, eða jafnvægi á íslensku. 29. mars 2016 08:51