Birti upplýsingar um fjármál 2009 en nefndi ekki hlut sinn í Wintris Bjarki Ármannsson skrifar 29. mars 2016 13:30 „Birtir upplýsingar um fjármál sín: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að sömu skilyrði gildi um frambjóðendur flokksins í efstu sætum og þingmenn hans um að gera opinber fjárhagsleg tengsl.“ Svo segir í grein Tímans, sem gefinn var út sérstaklega af Framsóknarflokknum fyrir Alþingiskosningarnar árið 2009 og fylgdi með Fréttablaðinu. Á forsíðu blaðsins var frétt um fjárframlög til flokksins, sem og fjárhagsleg tengsl þingmanna hans. Í hliðardálki eru taldar upp upplýsingar um hagsmunatengsl Sigmundar en þar er þess hvergi getið að hann sé skráður fyrir félaginu Wintris á Bresku Jómfrúareyjum. Það var þó tilfellið, samkvæmt þeim upplýsingum sem Sigmundur hefur gefið upp um félagið frá því að eiginkona hans, Anna Sigurlaug Pálsdóttir, greindi frá tilvist félagsins í Facebook-færslu á dögunum í kjölfar fyrirspurna frá fjölmiðlum.Í færslu á bloggsíðu sinni á páskadag segir Sigmundur að frá árinu 2007 og þar til skráð eignarhald var lagfært hjá umsýslufélagi Wintris „síðla árs 2009“ hafi þau hjónin bæði verið skráð fyrir félaginu. Það hafi verið fyrirkomulag sem Landsbankinn lagði til og þau ekki „hugsað sérstaklega út í.“ Þau hafi þó leiðrétt skráninguna þegar þeim var bent á þetta af nýju umsýslufyrirtæki.Upplýsingar um fjárhag Sigmundar á forsíðu Tímans, þar sem meðal annars er tekið fram að hann eigi helmingshlut í Menningu ehf., félagi um verkefni á sviði skipulagshagfræði sem hvorki hefur tekjur né gjöld, náðu þannig ekki yfir hlut Sigmundar í félagi sem skráð var á aflandseyjum og lýsti 523 milljóna kröfum í slitabú föllnu bankanna. Í greininni á forsíðu Tímans segir að Framsóknarflokkurinn beiti sér fyrir „opnum og lýðræðislegum vinnubrögðum“ með því að greina frá heildarframlögum lögaðila til flokksins. Jómfrúarmálið svokallaða hefur aftur á móti vakið mikla reiði meðal stjórnarandstöðu og almennings þar sem enginn vissi um þessi hagsmunatengsl Sigmundar og konu, hvorki flokksmenn hans né samstarfsflokkurinn í ríkisstjórn. Sigmundur sagði í viðtali við Fréttablaðið rétt fyrir páska að hann hefði ekki talið „siðferðislega rétt“ að greina frá tilvist félagsins Wintris fyrr en þau hjónin gerðu. Wintris heldur utan um fjölskylduarf Önnu Sigurlaugar. Hún er dóttir Páls Samúelssonar, fyrrverandi eiganda Toyota-umboðsins á Íslandi, sem seldi reksturinn árið 2005. Tengdar fréttir Lýsti kröfum upp á hálfan milljarð í bú föllnu bankanna Wintris Inc., félag Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, lýsti kröfum í slitabú Kaupþings og Landsbankans. 16. mars 2016 13:38 Áfram rætt um aflandsfélagið: Upplýsa skal um hagsmunaárekstra samkvæmt siðareglum þingmanna Þingmaður Vinstri grænna vekur athygli á nýsamþykktum reglum í samhengi við mál dagsins í dag. 16. mars 2016 21:45 Sigmundur Davíð segir að kona sín sé ekki hrægammur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, birti rétt í þessu færslu á vefsíðu sinni þar sem hann gerir að umtalsefni fréttaflutning af fjármálum Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu hans, en mikið hefur verið fjallað um aflandsfélag hennar á Bresku Jómfrúareyjunum síðustu daga. 18. mars 2016 11:25 Forsætisráðherrafrúin Anna Stella: Greinir frá erlendu félagi á Facebook Eiginkona Sigmundar Davíðs opnar sig um fjármálin til að bregðast við umræðu. 15. mars 2016 22:48 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
„Birtir upplýsingar um fjármál sín: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að sömu skilyrði gildi um frambjóðendur flokksins í efstu sætum og þingmenn hans um að gera opinber fjárhagsleg tengsl.“ Svo segir í grein Tímans, sem gefinn var út sérstaklega af Framsóknarflokknum fyrir Alþingiskosningarnar árið 2009 og fylgdi með Fréttablaðinu. Á forsíðu blaðsins var frétt um fjárframlög til flokksins, sem og fjárhagsleg tengsl þingmanna hans. Í hliðardálki eru taldar upp upplýsingar um hagsmunatengsl Sigmundar en þar er þess hvergi getið að hann sé skráður fyrir félaginu Wintris á Bresku Jómfrúareyjum. Það var þó tilfellið, samkvæmt þeim upplýsingum sem Sigmundur hefur gefið upp um félagið frá því að eiginkona hans, Anna Sigurlaug Pálsdóttir, greindi frá tilvist félagsins í Facebook-færslu á dögunum í kjölfar fyrirspurna frá fjölmiðlum.Í færslu á bloggsíðu sinni á páskadag segir Sigmundur að frá árinu 2007 og þar til skráð eignarhald var lagfært hjá umsýslufélagi Wintris „síðla árs 2009“ hafi þau hjónin bæði verið skráð fyrir félaginu. Það hafi verið fyrirkomulag sem Landsbankinn lagði til og þau ekki „hugsað sérstaklega út í.“ Þau hafi þó leiðrétt skráninguna þegar þeim var bent á þetta af nýju umsýslufyrirtæki.Upplýsingar um fjárhag Sigmundar á forsíðu Tímans, þar sem meðal annars er tekið fram að hann eigi helmingshlut í Menningu ehf., félagi um verkefni á sviði skipulagshagfræði sem hvorki hefur tekjur né gjöld, náðu þannig ekki yfir hlut Sigmundar í félagi sem skráð var á aflandseyjum og lýsti 523 milljóna kröfum í slitabú föllnu bankanna. Í greininni á forsíðu Tímans segir að Framsóknarflokkurinn beiti sér fyrir „opnum og lýðræðislegum vinnubrögðum“ með því að greina frá heildarframlögum lögaðila til flokksins. Jómfrúarmálið svokallaða hefur aftur á móti vakið mikla reiði meðal stjórnarandstöðu og almennings þar sem enginn vissi um þessi hagsmunatengsl Sigmundar og konu, hvorki flokksmenn hans né samstarfsflokkurinn í ríkisstjórn. Sigmundur sagði í viðtali við Fréttablaðið rétt fyrir páska að hann hefði ekki talið „siðferðislega rétt“ að greina frá tilvist félagsins Wintris fyrr en þau hjónin gerðu. Wintris heldur utan um fjölskylduarf Önnu Sigurlaugar. Hún er dóttir Páls Samúelssonar, fyrrverandi eiganda Toyota-umboðsins á Íslandi, sem seldi reksturinn árið 2005.
Tengdar fréttir Lýsti kröfum upp á hálfan milljarð í bú föllnu bankanna Wintris Inc., félag Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, lýsti kröfum í slitabú Kaupþings og Landsbankans. 16. mars 2016 13:38 Áfram rætt um aflandsfélagið: Upplýsa skal um hagsmunaárekstra samkvæmt siðareglum þingmanna Þingmaður Vinstri grænna vekur athygli á nýsamþykktum reglum í samhengi við mál dagsins í dag. 16. mars 2016 21:45 Sigmundur Davíð segir að kona sín sé ekki hrægammur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, birti rétt í þessu færslu á vefsíðu sinni þar sem hann gerir að umtalsefni fréttaflutning af fjármálum Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu hans, en mikið hefur verið fjallað um aflandsfélag hennar á Bresku Jómfrúareyjunum síðustu daga. 18. mars 2016 11:25 Forsætisráðherrafrúin Anna Stella: Greinir frá erlendu félagi á Facebook Eiginkona Sigmundar Davíðs opnar sig um fjármálin til að bregðast við umræðu. 15. mars 2016 22:48 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Lýsti kröfum upp á hálfan milljarð í bú föllnu bankanna Wintris Inc., félag Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, lýsti kröfum í slitabú Kaupþings og Landsbankans. 16. mars 2016 13:38
Áfram rætt um aflandsfélagið: Upplýsa skal um hagsmunaárekstra samkvæmt siðareglum þingmanna Þingmaður Vinstri grænna vekur athygli á nýsamþykktum reglum í samhengi við mál dagsins í dag. 16. mars 2016 21:45
Sigmundur Davíð segir að kona sín sé ekki hrægammur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, birti rétt í þessu færslu á vefsíðu sinni þar sem hann gerir að umtalsefni fréttaflutning af fjármálum Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu hans, en mikið hefur verið fjallað um aflandsfélag hennar á Bresku Jómfrúareyjunum síðustu daga. 18. mars 2016 11:25
Forsætisráðherrafrúin Anna Stella: Greinir frá erlendu félagi á Facebook Eiginkona Sigmundar Davíðs opnar sig um fjármálin til að bregðast við umræðu. 15. mars 2016 22:48