Erlent

Saksóknarar fara fram á að Lula verði handtekinn

Atli Ísleifsson skrifar
Lula gegndi embætti forseta Brasilíu á árunum 2003 til 2011.
Lula gegndi embætti forseta Brasilíu á árunum 2003 til 2011. Vísir/AFP
Saksóknarar í Brasilíu hafa krafist þess að Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseti landsins, verði handtekinn vegna peningaþvættisrannsóknar sem að honum beinist.

Í frétt BBC segir að saksóknarar fari fram á að Lula verði úrskurðaður í gæsluvarðhald til að hann geti síður spillt rannsókninni.

Fyrr í dag var honum birt ákæra þar sem hann er sakaður um að hafa sleppt því að greina frá eignarhaldi sínu á lúxusíbúð í strandbænum Guaruja.

Hinn sjötugi Lula hefur hafnað ásökunum og segir pólitíska andstæðinga sína standa að baki ásökununum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×