Bjarni Benediktsson nýtur mests trausts Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. mars 2016 07:00 „Bjarni er náttúrlega formaður stærri flokksins í stjórnarsamstarfinu, þannig að það þarf kannski ekkert að koma á óvart að hann skori hærra enaðrir,“ segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, um nýja könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Nýja könnunin sýnir að flestir þeirra sem afstöðu taka segjast bera mest traust til Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. Tæplega helmingi fleiri bera traust til hans en til Ólafar Nordal innanríkisráðherra. Þriðji í röðinni er svo Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra.Grétar Þór EyþórssonÞað sem vekur þó kannski helst eftirtekt er hversu fáir svarendur, eða einungis þriðjungur, eru reiðubúnir til þess að nefna þann ráðherra sem viðkomandi ber mest traust til. Hins vegar segjast 48 prósent vera óákveðnir í afstöðu sinni og nítján prósent neita að svara. 13?prósent treysta Bjarna best, sjö prósent treysta Ólöfu Nordal best og sex prósent treysta Sigmundi Davíð best. Þegar skoðuð eru svör þeirra sem afstöðu taka segjast 40 prósent treysta Bjarna Benediktssyni best, 21 prósent segist treysta Ólöfu Nordal best og 17 prósent segjast treysta Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni best. Grétar Þór segir að munurinn á Bjarna og Sigmundi Davíð í svona traustskönnun þurfi ekki að koma á óvart. „Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er náttúrlega bara umdeildari maður og þó við horfum ekki lengra en viku eða hálfan mánuð aftur í tímann, þá er hann búinn að vera í frekar umdeildum málum,“ segir Grétar Þór og nefnir þar borgarmál og málefni sem snerta staðsetningu Landspítalans. „Það kann að hafa áhrif á viðhorf fólks til hans og það kannski skýrir þann mikla mun sem er á milli þeirra.“ Grétar Þór bendir líka á að flokkarnir tveir, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn, séu á gerólíkum stað í fylgiskönnunum.Hringt var í 1.082 þar til náðist í 794 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 8. og 9. mars. Svarhlutfallið var 73,4 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða ráðherra berðu mest traust til? Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður svo fjallað um hvaða ráðherra nýtur minnsts trausts. Fleiri svarendur tóku afstöðu til þeirrar spurningar. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Fleiri fréttir Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Sjá meira
„Bjarni er náttúrlega formaður stærri flokksins í stjórnarsamstarfinu, þannig að það þarf kannski ekkert að koma á óvart að hann skori hærra enaðrir,“ segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, um nýja könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Nýja könnunin sýnir að flestir þeirra sem afstöðu taka segjast bera mest traust til Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. Tæplega helmingi fleiri bera traust til hans en til Ólafar Nordal innanríkisráðherra. Þriðji í röðinni er svo Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra.Grétar Þór EyþórssonÞað sem vekur þó kannski helst eftirtekt er hversu fáir svarendur, eða einungis þriðjungur, eru reiðubúnir til þess að nefna þann ráðherra sem viðkomandi ber mest traust til. Hins vegar segjast 48 prósent vera óákveðnir í afstöðu sinni og nítján prósent neita að svara. 13?prósent treysta Bjarna best, sjö prósent treysta Ólöfu Nordal best og sex prósent treysta Sigmundi Davíð best. Þegar skoðuð eru svör þeirra sem afstöðu taka segjast 40 prósent treysta Bjarna Benediktssyni best, 21 prósent segist treysta Ólöfu Nordal best og 17 prósent segjast treysta Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni best. Grétar Þór segir að munurinn á Bjarna og Sigmundi Davíð í svona traustskönnun þurfi ekki að koma á óvart. „Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er náttúrlega bara umdeildari maður og þó við horfum ekki lengra en viku eða hálfan mánuð aftur í tímann, þá er hann búinn að vera í frekar umdeildum málum,“ segir Grétar Þór og nefnir þar borgarmál og málefni sem snerta staðsetningu Landspítalans. „Það kann að hafa áhrif á viðhorf fólks til hans og það kannski skýrir þann mikla mun sem er á milli þeirra.“ Grétar Þór bendir líka á að flokkarnir tveir, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn, séu á gerólíkum stað í fylgiskönnunum.Hringt var í 1.082 þar til náðist í 794 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 8. og 9. mars. Svarhlutfallið var 73,4 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða ráðherra berðu mest traust til? Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður svo fjallað um hvaða ráðherra nýtur minnsts trausts. Fleiri svarendur tóku afstöðu til þeirrar spurningar.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Fleiri fréttir Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Sjá meira