John Boehner vill sjá Paul Ryan sem frambjóðenda Repúblikana Atli Ísleifsson skrifar 16. mars 2016 15:52 Paul Ryan tók við embætti þingforseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings af John Boehner í lok síðasta árs. Vísir/AFP Repúblikaninn og fyrrverandi forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, John Boehner, segir að Paul Ryan, núverandi þingforseti, ætti að verða forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, nái enginn frambjóðendanna að tryggja sér meirihluta kjörmanna fyrir flokksþingið í júlí. „Ef við erum ekki með frambjóðanda sem getur unnið í fyrstu umferð kjörsins, vil ég ekki sjá neinn þeirra sem eftir eru,“ sagði Boehner á ráðstefnu Future Industry Association í Flórída. Politico segir frá. „Þeir áttu þá allir möguleika á að vinna. Enginn þeirra vann. Ég vil því ekki neinn þeirra sem eftir eru. Ég vil að Paul Ryan verði okkar frambjóðandi,“ segir Boehner.Ryan segist ekki ætla framRyan og stuðningsmenn hans hafa áður sagt að hann muni ekki sækjast eftir að verða frambjóðandi flokksins í forsetakosningunum í nóvember. Hinn 46 ára Ryan var varaforsetaefni Mitt Romney í forsetakosningum 2012. Donald Trump leiðir nú kapphlaupið um að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins. Eftir forkosningar gærdagsins hefur Trump tryggt sér 621 kjörmann, Ted Cruz 395 og John Kasich 138.Sjá einnig:Sigur Kasich í Ohio eykur líkur á ringulreið á flokksþingi Repúblikana Trump og Cruz þykja mjög umdeildir innan Repúblikanaflokksins. Í frétt Politico segir að Boehner hafi kallað Cruz „Lusífer“ á ráðstefnunni í Flórída, en hann hefur áður kallað hann „asna“ (e. jackass).Paul Ryan var varaforsetaefni Mitt Romney í forsetakosningunum 2012.Vísir/AFPBoehner segist hafa kosið Kasich í forkosningunum í gær en þeir Boehner og Kasich unnu saman í fulltrúadeild þingsins í tíu ár. Boehner gegndi embætti þingforseta á árunum 2011 til 2015.Klofið flokksþing?Að sögn CNN þarf Donald Trump að tryggja sér um 60 prósent af þeim kjörmönnum sem eftir eru í pottinum til að ná þeim 1.237 kjörmönnum sem munu tryggja honum tilnefningu sem frambjóðandi Repúblikanaflokksins í forsetakosningunum í nóvember. Því kann svo að fara að Repúblikanar sjái fram á klofið flokksþing, eða „brokered convention“, með baktjaldamakki og atkvæðagreiðslum þar til meirihluti næst fyrir einhverjum frambjóðenda. Kjörmenn frambjóðenda eru þá óbundnir og gætu sammælst um að tryggja tilnefningu einhvers annars en til dæmis Donald Trump. Donald Trump Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Repúblikaninn og fyrrverandi forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, John Boehner, segir að Paul Ryan, núverandi þingforseti, ætti að verða forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, nái enginn frambjóðendanna að tryggja sér meirihluta kjörmanna fyrir flokksþingið í júlí. „Ef við erum ekki með frambjóðanda sem getur unnið í fyrstu umferð kjörsins, vil ég ekki sjá neinn þeirra sem eftir eru,“ sagði Boehner á ráðstefnu Future Industry Association í Flórída. Politico segir frá. „Þeir áttu þá allir möguleika á að vinna. Enginn þeirra vann. Ég vil því ekki neinn þeirra sem eftir eru. Ég vil að Paul Ryan verði okkar frambjóðandi,“ segir Boehner.Ryan segist ekki ætla framRyan og stuðningsmenn hans hafa áður sagt að hann muni ekki sækjast eftir að verða frambjóðandi flokksins í forsetakosningunum í nóvember. Hinn 46 ára Ryan var varaforsetaefni Mitt Romney í forsetakosningum 2012. Donald Trump leiðir nú kapphlaupið um að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins. Eftir forkosningar gærdagsins hefur Trump tryggt sér 621 kjörmann, Ted Cruz 395 og John Kasich 138.Sjá einnig:Sigur Kasich í Ohio eykur líkur á ringulreið á flokksþingi Repúblikana Trump og Cruz þykja mjög umdeildir innan Repúblikanaflokksins. Í frétt Politico segir að Boehner hafi kallað Cruz „Lusífer“ á ráðstefnunni í Flórída, en hann hefur áður kallað hann „asna“ (e. jackass).Paul Ryan var varaforsetaefni Mitt Romney í forsetakosningunum 2012.Vísir/AFPBoehner segist hafa kosið Kasich í forkosningunum í gær en þeir Boehner og Kasich unnu saman í fulltrúadeild þingsins í tíu ár. Boehner gegndi embætti þingforseta á árunum 2011 til 2015.Klofið flokksþing?Að sögn CNN þarf Donald Trump að tryggja sér um 60 prósent af þeim kjörmönnum sem eftir eru í pottinum til að ná þeim 1.237 kjörmönnum sem munu tryggja honum tilnefningu sem frambjóðandi Repúblikanaflokksins í forsetakosningunum í nóvember. Því kann svo að fara að Repúblikanar sjái fram á klofið flokksþing, eða „brokered convention“, með baktjaldamakki og atkvæðagreiðslum þar til meirihluti næst fyrir einhverjum frambjóðenda. Kjörmenn frambjóðenda eru þá óbundnir og gætu sammælst um að tryggja tilnefningu einhvers annars en til dæmis Donald Trump.
Donald Trump Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira