Fimm fylgdarlaus börn á landinu Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 17. mars 2016 06:00 Jakob kom til Íslands í byrjun janúar. Hann bíður eftir að fara á unglingaheimilið Hraunberg í Breiðholti og dreymir um að fara í nám tengt viðskiptafræði. Honum hefur verið greint frá því að það sé ekki hægt. vísir/Vilhelm Sjö fylgdarlaus ungmenni komu til landsins á síðasta ári en eitt þeirra dró umsókn sína um hæli til baka. Tveimur fylgdarlausum ungmennum hefur verið veitt vernd hér á landi og hafa barnaverndaryfirvöld í Reykjavík mál þeirra á sínu forræði. Tveimur fylgdarlausum ungmennum var synjað um hæli og voru þau flutt aftur til heimalands síns á árinu 2015. Þeim var fylgt þangað af alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra en flutningur fylgdarlauss ungmennis er ávallt framkvæmdur í samvinnu alþjóðadeildar Ríkislögreglustjóra og þess stjórnvalds sem hefur mál viðkomandi einstaklings á sínu forræði, þ.e. barnaverndaryfirvalda. Í öðru tilvikinu á síðasta ári var fulltrúi íslenskra barnaverndaryfirvalda með í för og í báðum tilvikunum tóku fulltrúar barnaverndaryfirvalda í heimalandinu á móti ungmennunum. Umsóknir hinna tveggja eru til meðferðar hjá Útlendingastofnun sem og mál þriggja fylgdarlausra ungmenna sem komu til landsins í janúar 2016. Tvö barnanna eru komin í vist hjá íslenskum fósturfjölskyldum. Veruleiki þeirra barna sem koma fylgdarlaus til landsins er afar frábrugðinn veruleika íslenskra barna. Sum þeirra hafa verið á flótta í nokkur ár áður en þau koma hingað til lands.Saga Jakobs Eitt þessara barna sem er í umsjá barnaverndaryfirvalda er ungur drengur frá Albaníu. Vegna aðstæðna hans og líðanar kemur hann ekki fram undir nafni en segir sögu sína í fylgd réttargæslumanns síns. Við skulum kalla hann Jakob. Jakob kom hingað til lands snemma í janúar. Hann hefur verið á flótta í tæp tvö ár. Hann er með löglegt vegabréf og þarf því ekki að fara í aldursgreiningu, hann er sautján ára. Þegar Jakob hittir blaðamann er hann enn í vist í móttökustöð hælisleitenda í Bæjarhrauni með fullorðnu fólki. Honum er sagt að hann geti ekki fengið að stunda skóla þar sem skráningu í skóla þessa önnina sé lokið í framhaldsskóla. Barnaverndarstofa lýsti því yfir að hún vildi leysa málefni fylgdarlausra barna með þeim hætti að koma þeim í fóstur hjá íslenskum fjölskyldum. Jakob hefur ekki heyrt um þau úrræði. Hann er á leiðinni á unglingaheimili í Breiðholti, Hraunberg. Það sem Jakob hræðist mest er að verða fluttur aftur til heimalands síns. Fjölskyldan þurfti að slíta tengsl við hann og senda í öruggt skjól. Hann er einn sex systkina. Sum þeirra eru í felum í heimalandinu. Aðeins yngsta systir hans býr enn hjá foreldrum hans. Ástæðan er sú að honum stendur ógn af því að vera með fjölskyldu sinni. Fjölskyldulíf Jakobs er í lamasessi. Jakob segir frá því að faðir hans hafi lent í heiftúðlegum útistöðum við annan mann. Útistöðurnar hafi leitt til gegndarlauss ofbeldis og hefndarverka. Svokallaðrar blóðhefndar. Ofbeldið beindist að karlmönnum í fjölskyldu Jakobs. Hann var stunginn í bakið aðeins þrettán ára gamall. Stungan fór djúpt í bakið, nærri því inn að mænu. Hann er með ljótt ör. Ofbeldið varð honum mikið áfall og læknir hans sagði honum að hann væri heppinn að hafa ekki lamast eða jafnvel látið lífið. Eftir að sár hans greru fór hann í felur. Hann fékk skjól í kirkju fyrir milligöngu fjölskyldunnar. Kaþólskur prestur skaut yfir hann skjólshúsi. Jakob fékk að dvelja í kirkjunni ásamt um það bil tuttugu öðrum börnum og unglingum. Hann endurgalt skjólið og fæðið með því að aðstoða í hjálparstarfi kirkjunnar. Presturinn sá til þess að hann færi í skóla og Jakob gekk vel í náminu. Jakob fékk að vera í kirkjunni þar til í septembermánuði á síðasta ári. Þá var presturinn fluttur til Ítalíu. Þegar presturinn flutti var úrræðinu fyrir börnin lokað. Jakob ákvað að elta prestinn til Ítalíu. Jakob fékk að dvelja hjá honum í þrjá mánuði. Aðstæður hans voru ekki jafn góðar og í kaþólsku kirkjunni í Albaníu og presturinn og foreldrar hans leituðu að tryggum stað fyrir Jakob. Eftir að hafa rætt málin við aðra presta og leitað heimilda á netinu sagði presturinn við Jakob að á Íslandi væri hugsað vel um þarfir barna, menntunarstig þjóðarinnar væri hátt, hún væri friðsöm. Presturinn greiddi flugfarið. Jakob flaug frá Ítalíu til Noregs. Nú er hann kominn til landsins, með meðmælabréf frá prestinum og bíður svara frá Útlendingastofnun. Flóttamenn Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Sjá meira
Sjö fylgdarlaus ungmenni komu til landsins á síðasta ári en eitt þeirra dró umsókn sína um hæli til baka. Tveimur fylgdarlausum ungmennum hefur verið veitt vernd hér á landi og hafa barnaverndaryfirvöld í Reykjavík mál þeirra á sínu forræði. Tveimur fylgdarlausum ungmennum var synjað um hæli og voru þau flutt aftur til heimalands síns á árinu 2015. Þeim var fylgt þangað af alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra en flutningur fylgdarlauss ungmennis er ávallt framkvæmdur í samvinnu alþjóðadeildar Ríkislögreglustjóra og þess stjórnvalds sem hefur mál viðkomandi einstaklings á sínu forræði, þ.e. barnaverndaryfirvalda. Í öðru tilvikinu á síðasta ári var fulltrúi íslenskra barnaverndaryfirvalda með í för og í báðum tilvikunum tóku fulltrúar barnaverndaryfirvalda í heimalandinu á móti ungmennunum. Umsóknir hinna tveggja eru til meðferðar hjá Útlendingastofnun sem og mál þriggja fylgdarlausra ungmenna sem komu til landsins í janúar 2016. Tvö barnanna eru komin í vist hjá íslenskum fósturfjölskyldum. Veruleiki þeirra barna sem koma fylgdarlaus til landsins er afar frábrugðinn veruleika íslenskra barna. Sum þeirra hafa verið á flótta í nokkur ár áður en þau koma hingað til lands.Saga Jakobs Eitt þessara barna sem er í umsjá barnaverndaryfirvalda er ungur drengur frá Albaníu. Vegna aðstæðna hans og líðanar kemur hann ekki fram undir nafni en segir sögu sína í fylgd réttargæslumanns síns. Við skulum kalla hann Jakob. Jakob kom hingað til lands snemma í janúar. Hann hefur verið á flótta í tæp tvö ár. Hann er með löglegt vegabréf og þarf því ekki að fara í aldursgreiningu, hann er sautján ára. Þegar Jakob hittir blaðamann er hann enn í vist í móttökustöð hælisleitenda í Bæjarhrauni með fullorðnu fólki. Honum er sagt að hann geti ekki fengið að stunda skóla þar sem skráningu í skóla þessa önnina sé lokið í framhaldsskóla. Barnaverndarstofa lýsti því yfir að hún vildi leysa málefni fylgdarlausra barna með þeim hætti að koma þeim í fóstur hjá íslenskum fjölskyldum. Jakob hefur ekki heyrt um þau úrræði. Hann er á leiðinni á unglingaheimili í Breiðholti, Hraunberg. Það sem Jakob hræðist mest er að verða fluttur aftur til heimalands síns. Fjölskyldan þurfti að slíta tengsl við hann og senda í öruggt skjól. Hann er einn sex systkina. Sum þeirra eru í felum í heimalandinu. Aðeins yngsta systir hans býr enn hjá foreldrum hans. Ástæðan er sú að honum stendur ógn af því að vera með fjölskyldu sinni. Fjölskyldulíf Jakobs er í lamasessi. Jakob segir frá því að faðir hans hafi lent í heiftúðlegum útistöðum við annan mann. Útistöðurnar hafi leitt til gegndarlauss ofbeldis og hefndarverka. Svokallaðrar blóðhefndar. Ofbeldið beindist að karlmönnum í fjölskyldu Jakobs. Hann var stunginn í bakið aðeins þrettán ára gamall. Stungan fór djúpt í bakið, nærri því inn að mænu. Hann er með ljótt ör. Ofbeldið varð honum mikið áfall og læknir hans sagði honum að hann væri heppinn að hafa ekki lamast eða jafnvel látið lífið. Eftir að sár hans greru fór hann í felur. Hann fékk skjól í kirkju fyrir milligöngu fjölskyldunnar. Kaþólskur prestur skaut yfir hann skjólshúsi. Jakob fékk að dvelja í kirkjunni ásamt um það bil tuttugu öðrum börnum og unglingum. Hann endurgalt skjólið og fæðið með því að aðstoða í hjálparstarfi kirkjunnar. Presturinn sá til þess að hann færi í skóla og Jakob gekk vel í náminu. Jakob fékk að vera í kirkjunni þar til í septembermánuði á síðasta ári. Þá var presturinn fluttur til Ítalíu. Þegar presturinn flutti var úrræðinu fyrir börnin lokað. Jakob ákvað að elta prestinn til Ítalíu. Jakob fékk að dvelja hjá honum í þrjá mánuði. Aðstæður hans voru ekki jafn góðar og í kaþólsku kirkjunni í Albaníu og presturinn og foreldrar hans leituðu að tryggum stað fyrir Jakob. Eftir að hafa rætt málin við aðra presta og leitað heimilda á netinu sagði presturinn við Jakob að á Íslandi væri hugsað vel um þarfir barna, menntunarstig þjóðarinnar væri hátt, hún væri friðsöm. Presturinn greiddi flugfarið. Jakob flaug frá Ítalíu til Noregs. Nú er hann kominn til landsins, með meðmælabréf frá prestinum og bíður svara frá Útlendingastofnun.
Flóttamenn Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Sjá meira