Rauði krossinn gagnrýndi staðsetningu Arnarholts Birgir Örn Steinarsson skrifar 17. mars 2016 16:04 Fundurinn á Kjalarnesi í gær var hófstilltur. Visir/Vilhelm Rætt var við íbúa Arnarholts áður en húsnæðið var nýtt fyrir hælisleitendur en ekki var rætt sérstaklega við aðra íbúa á Kjalarnesi. Þessu greinir Kristín María Gunnarsdóttir hjá Útlendingastofnun frá í tölvupóst samskiptum við fréttastofu. Aðspurð um hvort tillit hafi verið tekið til þess hversu stór hópur hælisleitenda er hlutfallslega miðað við þá íbúa sem fyrir voru svaraði hún; „Þetta úrræði bauðst á tíma þar sem mikill skortur var á húsnæði fyrir hælisleitendur og þótti henta vel. Staðan er sú að framboð af húsnæði er aftar takmarkað og við verðum að nýta það sem býðst“. Annað kvörtunarefni íbúa á fundinum var að svo virðist sem hælisleitendur hafi lítið að gera. Kristín bendir á að hælisleitendur standi til boða fjölbreytt félagsstarf hjá Rauða Krossinum og að einnig fái þeir afhend strætó- og sundkort. Eins og staðan er í dag eru tvær rútuferðir á dag að biðskýlinu í strætó og svo er hælisleitendum boðið sérstaklega upp á tvær rútuferðir í viku til Mosfellsbæjar til að versla. Vegna aukins álag er nú verið að skoða hvort mögulegt sé að auka þessum ferðum. Samkvæmt Kristínu er ekki er á dagskrá að fjölga hælisleitendum á Arnarolti og gildir núverandi samningur um húsnæðið til 15. Júní 2016. Í samtali við Vísi í morgun greindi íbúi frá því að óánægja hefði verið með fundinn. Það kemur líka fram á spjallþræði íbúa Kjalarnes á Facebook. Eitt af áhyggjuefnum þeirra sem þar búa er að allir hælisleitendurnir 50 eru karlkyns. „Húsnæðið hentar ekki til að vista fjölskyldur,“ útskýrir Kristín María. „Í vistunarúrræðum Útlendingastofnunar eru konur vistaðar sér, karlar sér og fjölskyldur sér. Þá ber að geta þess að einhleypir karlmenn eru stór hluti af heildarfjölda hælisleitenda“.Tæplega 50 hælisleitendur búa nú í Arnarholti.Vísir/VilhelmKvartanir skiljanlegar Fulltrúi Rauða Krossins á fundinum var Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur sem sér um réttargæslu hælisleitenda. Hennar upplifun af fundinum var sú að hann hafi verið hófstilltur og að hann hafi farið vel fram. „Aðal stefið þarna voru áhyggjur íbúa að aðbúnaði og öðru í kringum hælisleitendur. Þeir kvörtuðu yfir því að hafa ekki fengið kynningu sem er mjög skiljanlegt. Þau gerðu athugasemdir um samgöngukerfið því álag á því hefur aukist gífurlega eftir fjölgunina“. Aðspurð út í hvort hefði mátt kynna betur fyrir íbúum Kjalarnes hvernig staðið yrði að málið segir hún svo vera. „Við vorum búin að gera ákveðnar athugasemdir við staðsetninguna áður en þetta var sett á fót. Við gagnrýndum fjarlægð frá samgöngum, matvöruverslunum og heilsugæslu. Það er líka langt í næstu Rauða Kross skrifstofu í Mosfellsbæ. Það er heldur ekki aðstaða þarna fyrir uppákomur. Ég held að íbúar Kjalarnes þurfi ekki að hafa áhyggjur af hælisleitendum umfram aðra þarna á svæðinu“. Það er alfarið ákvörðun Útllendingastofnunar að velja Arnarholt sem heppilegt búsetu úrræði fyrir hælisleitendur. Útlendingastofnun er með samning um búsetuúrræði við félagsþjónustu Reykjavíkurborgar og Reykjanesbæ.Einangrun ýtir undir öðrun Björn Teitson, upplýsingafulltrúi Rauða Krossins á Íslandi, segir að samtökin hafi reynt að benda á það fyrirfram að búseta á Arnarholti gæti ýtt undir öðrun. "Eðli staðsetningarinnar gerir það að verkum að það er svo auðvelt að aðra fólk. Ef þau eru á stað þar sem þau eru berskjölduð fyrir náttúrunni og eru mikið fyrir augunum á fólki sem getur bent er þetta akkúrat hættan sem getur myndast". Björn bendir á að svipað mál hafi komið upp í Reykjanesbæ þegar hælisleitendur bjuggu á FIT-Hostel. „Það var gerð MA-rannsókn um afstöðu Reykjavíkubúa og Reykjanesbæjar til hælisleitenda en þá hafði þetta mikil áhrif. Þá kom í ljós mun neikvæðari afstaða til hælisleitanda í Reykjanesbæ. Það sem við vonumst til er að fundin verði framtíðar búsetuúrræði í mannvænna umhverfi og í meiri nálægð við borgarlífið sem takmarkar þörf á almenningssamgöngum og daglegum löngum ferðalögum“. Fréttastofa hafði samband við einn hælisleitanda sem flutti nýverið frá Arnarholti. Hann vildi ekki láta nafn síns getið af persónulegum ástæðum en sagði að sér hefði líkað tími sinn á þar vel. Hann sagði íbúa Kjalarnes vera vinalega og að hann hafi ekki vanhagað um neitt. Flóttamenn Tengdar fréttir Mikil ólga vegna hælisleitenda á Kjalarnesi Íbúar Kjalarness halda í kvöld fund til þess að ræða þau vandamál sem skapast hafa vegna tæplega 50 hælisleitenda sem búa í Arnarholti eftir að einn á að hafa áreitt tvær konur í bænum. Lögreglan segir ekkert sérstakt hafa komið upp á. 16. mars 2016 13:41 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Sjá meira
Rætt var við íbúa Arnarholts áður en húsnæðið var nýtt fyrir hælisleitendur en ekki var rætt sérstaklega við aðra íbúa á Kjalarnesi. Þessu greinir Kristín María Gunnarsdóttir hjá Útlendingastofnun frá í tölvupóst samskiptum við fréttastofu. Aðspurð um hvort tillit hafi verið tekið til þess hversu stór hópur hælisleitenda er hlutfallslega miðað við þá íbúa sem fyrir voru svaraði hún; „Þetta úrræði bauðst á tíma þar sem mikill skortur var á húsnæði fyrir hælisleitendur og þótti henta vel. Staðan er sú að framboð af húsnæði er aftar takmarkað og við verðum að nýta það sem býðst“. Annað kvörtunarefni íbúa á fundinum var að svo virðist sem hælisleitendur hafi lítið að gera. Kristín bendir á að hælisleitendur standi til boða fjölbreytt félagsstarf hjá Rauða Krossinum og að einnig fái þeir afhend strætó- og sundkort. Eins og staðan er í dag eru tvær rútuferðir á dag að biðskýlinu í strætó og svo er hælisleitendum boðið sérstaklega upp á tvær rútuferðir í viku til Mosfellsbæjar til að versla. Vegna aukins álag er nú verið að skoða hvort mögulegt sé að auka þessum ferðum. Samkvæmt Kristínu er ekki er á dagskrá að fjölga hælisleitendum á Arnarolti og gildir núverandi samningur um húsnæðið til 15. Júní 2016. Í samtali við Vísi í morgun greindi íbúi frá því að óánægja hefði verið með fundinn. Það kemur líka fram á spjallþræði íbúa Kjalarnes á Facebook. Eitt af áhyggjuefnum þeirra sem þar búa er að allir hælisleitendurnir 50 eru karlkyns. „Húsnæðið hentar ekki til að vista fjölskyldur,“ útskýrir Kristín María. „Í vistunarúrræðum Útlendingastofnunar eru konur vistaðar sér, karlar sér og fjölskyldur sér. Þá ber að geta þess að einhleypir karlmenn eru stór hluti af heildarfjölda hælisleitenda“.Tæplega 50 hælisleitendur búa nú í Arnarholti.Vísir/VilhelmKvartanir skiljanlegar Fulltrúi Rauða Krossins á fundinum var Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur sem sér um réttargæslu hælisleitenda. Hennar upplifun af fundinum var sú að hann hafi verið hófstilltur og að hann hafi farið vel fram. „Aðal stefið þarna voru áhyggjur íbúa að aðbúnaði og öðru í kringum hælisleitendur. Þeir kvörtuðu yfir því að hafa ekki fengið kynningu sem er mjög skiljanlegt. Þau gerðu athugasemdir um samgöngukerfið því álag á því hefur aukist gífurlega eftir fjölgunina“. Aðspurð út í hvort hefði mátt kynna betur fyrir íbúum Kjalarnes hvernig staðið yrði að málið segir hún svo vera. „Við vorum búin að gera ákveðnar athugasemdir við staðsetninguna áður en þetta var sett á fót. Við gagnrýndum fjarlægð frá samgöngum, matvöruverslunum og heilsugæslu. Það er líka langt í næstu Rauða Kross skrifstofu í Mosfellsbæ. Það er heldur ekki aðstaða þarna fyrir uppákomur. Ég held að íbúar Kjalarnes þurfi ekki að hafa áhyggjur af hælisleitendum umfram aðra þarna á svæðinu“. Það er alfarið ákvörðun Útllendingastofnunar að velja Arnarholt sem heppilegt búsetu úrræði fyrir hælisleitendur. Útlendingastofnun er með samning um búsetuúrræði við félagsþjónustu Reykjavíkurborgar og Reykjanesbæ.Einangrun ýtir undir öðrun Björn Teitson, upplýsingafulltrúi Rauða Krossins á Íslandi, segir að samtökin hafi reynt að benda á það fyrirfram að búseta á Arnarholti gæti ýtt undir öðrun. "Eðli staðsetningarinnar gerir það að verkum að það er svo auðvelt að aðra fólk. Ef þau eru á stað þar sem þau eru berskjölduð fyrir náttúrunni og eru mikið fyrir augunum á fólki sem getur bent er þetta akkúrat hættan sem getur myndast". Björn bendir á að svipað mál hafi komið upp í Reykjanesbæ þegar hælisleitendur bjuggu á FIT-Hostel. „Það var gerð MA-rannsókn um afstöðu Reykjavíkubúa og Reykjanesbæjar til hælisleitenda en þá hafði þetta mikil áhrif. Þá kom í ljós mun neikvæðari afstaða til hælisleitanda í Reykjanesbæ. Það sem við vonumst til er að fundin verði framtíðar búsetuúrræði í mannvænna umhverfi og í meiri nálægð við borgarlífið sem takmarkar þörf á almenningssamgöngum og daglegum löngum ferðalögum“. Fréttastofa hafði samband við einn hælisleitanda sem flutti nýverið frá Arnarholti. Hann vildi ekki láta nafn síns getið af persónulegum ástæðum en sagði að sér hefði líkað tími sinn á þar vel. Hann sagði íbúa Kjalarnes vera vinalega og að hann hafi ekki vanhagað um neitt.
Flóttamenn Tengdar fréttir Mikil ólga vegna hælisleitenda á Kjalarnesi Íbúar Kjalarness halda í kvöld fund til þess að ræða þau vandamál sem skapast hafa vegna tæplega 50 hælisleitenda sem búa í Arnarholti eftir að einn á að hafa áreitt tvær konur í bænum. Lögreglan segir ekkert sérstakt hafa komið upp á. 16. mars 2016 13:41 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Sjá meira
Mikil ólga vegna hælisleitenda á Kjalarnesi Íbúar Kjalarness halda í kvöld fund til þess að ræða þau vandamál sem skapast hafa vegna tæplega 50 hælisleitenda sem búa í Arnarholti eftir að einn á að hafa áreitt tvær konur í bænum. Lögreglan segir ekkert sérstakt hafa komið upp á. 16. mars 2016 13:41