Í tilkynningu Handprjónasambandsins vegna peysunnar segir:
„Við hjá Handprjónasambandi Íslands erum miður okkar yfir þessari sjón. Svona flík myndi aldrei vera boðin til sölu í okkar verslunum. Handprjónasambandið leggur metnað í að hafa til sölu vandaðar lopapeysur og peysurnar okkar eru allar prjónaðar á Íslandi sem ekki er reyndin með mikið af þeim peysum sem til sölu eru hér.“
Þá segir jafnframt að fróðlegt væri að vita hvort ráðherra iðnaðarmála hefði kannað uppruna peysunnar sem hún færði borgarstjóranum en Handprjónasambandið „hefur margoft bent á nauðsyn þess að setja reglur um uppruna iðnaðarvara. Flestir ferðamenn vilja kaupa vörur frá Íslandi og þá sérstaklega lopapeysuna og annað handprjónað úr íslenskri ull. Því miður höfum við ekkert nema okkar eigin orð fyrir því að lopapeysurnar okkar sé prjónaðar hér á landi; það vantar opinbert upprunavottorð og þegar/ef það kemur þarf að fylgja þvi eftir svo það verði ekki misnotað,“ eins og segir í tilkynningunni.
Fékk smágerði borgarstjóri Chicago allt of stóra lopapeysu? Hálsmálið virðist henta elg.
Posted by Steinunn Olina Thorsteinsdottir on Thursday, 17 March 2016
Hvað er með þetta hálsmál? Getur þessi "ráðherra" ekki gert neitt rétt?
Posted by Margrét Tryggvadóttir on Friday, March 18, 2016
Veslings maðurinn. Forljót peysa, með hálsmál fyrir fíl og fimm númerum of stór. Ragnheiður Elín ekki unnið heimavinnuna sína, eina ferðina enn ...
Posted by Einar Steingrimsson on Thursday, 17 March 2016
Ja hérna hér. Hvað er í gangi? Er ekki við hæfi að ráðamenn og konur leiti sér ráðgjafar þegar lopapeysa er versluð.
Posted by Ragnheiður Sjöfn Jóhannsdóttir on Friday, March 18, 2016
Þetta er hörmungin ein...kínverku prjónakonurnar ekki alveg skilið uppskriftina? Skammarlegt fyrir 66grN og ráðherrann :(
Posted by Snjáfríður Árnadóttir on Friday, March 18, 2016
Er að spá í að skella í eina á kallgreyið og senda honum afsökunarbréf.
Posted by Guðrún Björg Guðjónsdóttir on Friday, March 18, 2016
Þetta er nú til skammar að gefa svona peysu með svona hrikalegt hálsmál hverslags vinnubrögð eru þetta eiginlega eg ætla að vona að einhver taki að ser að laga þetta .
Posted by Dagný Stefánsdóttir on Friday, March 18, 2016
Er ekki viss um hvort höfuð borgarstjórans komist í gegnum hálsmálið á þessari íslensku lopapeysu! Ef þetta á að vera að...
Posted by Sigrún Jónsdóttir on Friday, March 18, 2016
Ætli þetta sé gamla Icelandair peysan! Virkar eins og tjald.
Posted by Ella Magga Sæmunds on Friday, March 18, 2016
Fail dagsins: Var ekki hægt að googla mannin og sjá að hann væri ekki XXL maður og kaupa lopapeysu í réttri stærð?
Posted by Dagbjört Brynjarsdóttir on Friday, March 18, 2016
Af hverju hefur iðnaðar- og viðskiptaráðherra leyfi til að bera út slíkan óhróður um íslenskt handverk erlendis eins og...
Posted by Sigridur Thorarensen on Friday, March 18, 2016
getur einhver gefið skýringu á hvað svona dula táknar sem gjöf - auðsjáanlegt er að ekki er ætlast til að neinn venjulegur maður klæðist þessu
Posted by Guðlaug Birgisdóttir on Friday, March 18, 2016