Selja "íslenskar“ lopapeysur sem eru prjónaðar í Kína 1. júní 2012 07:00 Íslenskar lopapeysur njóta mikilla vinsælda hjá ferðamönnum. Mynd/Auðunn Töluvert magn af lopapeysum sem seldar eru í verslunum er prjónað eða framleitt erlendis. Peysurnar eru oft merktar sem íslensk hönnun eða vara en ekki tilgreint hvar þær eru gerðar. Enginn greinarmunur er gerður á þessum peysum og þeim sem prjónaðar eru hérlendis. 66°N er eitt þeirra fyrirtækja sem selur slíkar peysur, en þær eru prjónaðar í Kína og seldar í Rammagerðinni. Hermann Sigursteinsson framkvæmdastjóri framleiðslusviðs hjá 66°N telur framleiðsluferlið eðlilegt. „Þetta er það sem gerist og gengur í öllum fyrirtækjum sem eru í hönnun og framleiðslu. Það er verið að framleiða vörurnar á mörgum stöðum. Þetta er íslensk vara, gerð úr íslenskri ull og þetta er íslensk hönnun, bara unnin annars staðar." Bryndís Eiríksdóttir, framkvæmdastjóri Handprjónasambands Íslands, segir þessar framleiðsluaðferðir langt frá því að vera eðlilegar. „Vörurnar eru ekki upprunavottaðar, það veit í raun enginn hvaðan þær koma. Ferðamenn standa í þeirri trú að þeir séu að kaupa íslenska vöru." Bryndís segir það sífellt færast í vöxt að ferðamenn kalli eftir upprunavottun á vörum sem þeir kaupa, sér í lagi fólk sem kemur frá löndum þar sem slík vottun er fest í lög. „Því finnst það vera réttur sinn að vita hvaðan vörurnar koma og hvað sé í þeim. Og svo eru lopapeysur að verða einir af síðustu íslensku minjagripunum sem eru í raun framleiddir hér á landi. Ef við tökum þær líka út verður lítið eftir." Hermann telur merkingum á peysunum ekki ábótavant: „Nei, þetta skaðar neytendur ekki á neinn hátt," segir hann og bendir á að lög og reglur um merkingar séu mismunandi eftir löndum. „Menn fara bara eftir þeim reglum sem eru í gangi." -ktg Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Töluvert magn af lopapeysum sem seldar eru í verslunum er prjónað eða framleitt erlendis. Peysurnar eru oft merktar sem íslensk hönnun eða vara en ekki tilgreint hvar þær eru gerðar. Enginn greinarmunur er gerður á þessum peysum og þeim sem prjónaðar eru hérlendis. 66°N er eitt þeirra fyrirtækja sem selur slíkar peysur, en þær eru prjónaðar í Kína og seldar í Rammagerðinni. Hermann Sigursteinsson framkvæmdastjóri framleiðslusviðs hjá 66°N telur framleiðsluferlið eðlilegt. „Þetta er það sem gerist og gengur í öllum fyrirtækjum sem eru í hönnun og framleiðslu. Það er verið að framleiða vörurnar á mörgum stöðum. Þetta er íslensk vara, gerð úr íslenskri ull og þetta er íslensk hönnun, bara unnin annars staðar." Bryndís Eiríksdóttir, framkvæmdastjóri Handprjónasambands Íslands, segir þessar framleiðsluaðferðir langt frá því að vera eðlilegar. „Vörurnar eru ekki upprunavottaðar, það veit í raun enginn hvaðan þær koma. Ferðamenn standa í þeirri trú að þeir séu að kaupa íslenska vöru." Bryndís segir það sífellt færast í vöxt að ferðamenn kalli eftir upprunavottun á vörum sem þeir kaupa, sér í lagi fólk sem kemur frá löndum þar sem slík vottun er fest í lög. „Því finnst það vera réttur sinn að vita hvaðan vörurnar koma og hvað sé í þeim. Og svo eru lopapeysur að verða einir af síðustu íslensku minjagripunum sem eru í raun framleiddir hér á landi. Ef við tökum þær líka út verður lítið eftir." Hermann telur merkingum á peysunum ekki ábótavant: „Nei, þetta skaðar neytendur ekki á neinn hátt," segir hann og bendir á að lög og reglur um merkingar séu mismunandi eftir löndum. „Menn fara bara eftir þeim reglum sem eru í gangi." -ktg
Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira