Selja "íslenskar“ lopapeysur sem eru prjónaðar í Kína 1. júní 2012 07:00 Íslenskar lopapeysur njóta mikilla vinsælda hjá ferðamönnum. Mynd/Auðunn Töluvert magn af lopapeysum sem seldar eru í verslunum er prjónað eða framleitt erlendis. Peysurnar eru oft merktar sem íslensk hönnun eða vara en ekki tilgreint hvar þær eru gerðar. Enginn greinarmunur er gerður á þessum peysum og þeim sem prjónaðar eru hérlendis. 66°N er eitt þeirra fyrirtækja sem selur slíkar peysur, en þær eru prjónaðar í Kína og seldar í Rammagerðinni. Hermann Sigursteinsson framkvæmdastjóri framleiðslusviðs hjá 66°N telur framleiðsluferlið eðlilegt. „Þetta er það sem gerist og gengur í öllum fyrirtækjum sem eru í hönnun og framleiðslu. Það er verið að framleiða vörurnar á mörgum stöðum. Þetta er íslensk vara, gerð úr íslenskri ull og þetta er íslensk hönnun, bara unnin annars staðar." Bryndís Eiríksdóttir, framkvæmdastjóri Handprjónasambands Íslands, segir þessar framleiðsluaðferðir langt frá því að vera eðlilegar. „Vörurnar eru ekki upprunavottaðar, það veit í raun enginn hvaðan þær koma. Ferðamenn standa í þeirri trú að þeir séu að kaupa íslenska vöru." Bryndís segir það sífellt færast í vöxt að ferðamenn kalli eftir upprunavottun á vörum sem þeir kaupa, sér í lagi fólk sem kemur frá löndum þar sem slík vottun er fest í lög. „Því finnst það vera réttur sinn að vita hvaðan vörurnar koma og hvað sé í þeim. Og svo eru lopapeysur að verða einir af síðustu íslensku minjagripunum sem eru í raun framleiddir hér á landi. Ef við tökum þær líka út verður lítið eftir." Hermann telur merkingum á peysunum ekki ábótavant: „Nei, þetta skaðar neytendur ekki á neinn hátt," segir hann og bendir á að lög og reglur um merkingar séu mismunandi eftir löndum. „Menn fara bara eftir þeim reglum sem eru í gangi." -ktg Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Töluvert magn af lopapeysum sem seldar eru í verslunum er prjónað eða framleitt erlendis. Peysurnar eru oft merktar sem íslensk hönnun eða vara en ekki tilgreint hvar þær eru gerðar. Enginn greinarmunur er gerður á þessum peysum og þeim sem prjónaðar eru hérlendis. 66°N er eitt þeirra fyrirtækja sem selur slíkar peysur, en þær eru prjónaðar í Kína og seldar í Rammagerðinni. Hermann Sigursteinsson framkvæmdastjóri framleiðslusviðs hjá 66°N telur framleiðsluferlið eðlilegt. „Þetta er það sem gerist og gengur í öllum fyrirtækjum sem eru í hönnun og framleiðslu. Það er verið að framleiða vörurnar á mörgum stöðum. Þetta er íslensk vara, gerð úr íslenskri ull og þetta er íslensk hönnun, bara unnin annars staðar." Bryndís Eiríksdóttir, framkvæmdastjóri Handprjónasambands Íslands, segir þessar framleiðsluaðferðir langt frá því að vera eðlilegar. „Vörurnar eru ekki upprunavottaðar, það veit í raun enginn hvaðan þær koma. Ferðamenn standa í þeirri trú að þeir séu að kaupa íslenska vöru." Bryndís segir það sífellt færast í vöxt að ferðamenn kalli eftir upprunavottun á vörum sem þeir kaupa, sér í lagi fólk sem kemur frá löndum þar sem slík vottun er fest í lög. „Því finnst það vera réttur sinn að vita hvaðan vörurnar koma og hvað sé í þeim. Og svo eru lopapeysur að verða einir af síðustu íslensku minjagripunum sem eru í raun framleiddir hér á landi. Ef við tökum þær líka út verður lítið eftir." Hermann telur merkingum á peysunum ekki ábótavant: „Nei, þetta skaðar neytendur ekki á neinn hátt," segir hann og bendir á að lög og reglur um merkingar séu mismunandi eftir löndum. „Menn fara bara eftir þeim reglum sem eru í gangi." -ktg
Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira