Segir Ásmund hafa skipað sér í flokk með popúlistum og Donald Trump Bjarki Ármannsson skrifar 2. mars 2016 17:40 Oddný G. Harðardóttir gagnrýnir ummæli þingmanns Sjálfstæðisflokksins um flóttamenn. Vísir/Stefán Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag ummæli sem Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lét falla um flóttafólk í gær og hafa vakið talsverða athygli. Sagði Oddný Ásmund ala á ótta og hoppa á vagn popúlista. Ásmundur, sem áður hefur vakið athygli fyrir umdeild ummæli um innflytjendur, sagði þá að skoða þyrfti af fullri alvöru hvort rétt sé að snúa hælisleitendum til síns heima strax við komu þeirra til landsins. Ræða þyrfti mögulegar breytingar á opnum landamærum landsins. „Í vanda sem glímt er við, elur háttvirtur þingmaður á ótta fólks við innflytjendur og hoppar á vagn sem bæði popúlistar í Evrópu og forsetaframbjóðandinn Donald Trump í Bandaríkjunum keyra,“ segir Oddný. Oddný spurði jafnframt Eygló Harðardóttur félagsmálaráðherra hvað henni þætti um ummæli Ásmundar og hvort hún vildi að Ísland lokaði landamærum sínum og gengi úr Schengen-sambandinu. „Ég er mikill stuðningsmaður EES-samningsins, ég tel að Schengen hafi nýst okkur mjög vel og er ekki þeirrar skoðunar að við eigum að ganga úr, eða skoða að ganga úr, Schengen,“ segir Eygló. „Ég tel að við eigum að axla okkar ábyrgð sem fullvalda þjóð og taka á móti flóttamönnum, í samræmi við okkar skyldur, og gera það eins vel og við getum.“ Eygló sagðist jafnframt þeirrar skoðunar að ekki þyrfti að taka upp sérstakt vegabréfaeftirlit, líkt og gert hefur verið í Danmörku og Svíþjóð. Alþingi Donald Trump Tengdar fréttir Vill skoða hvort snúa beri flóttafólki til síns heima strax í Leifsstöð Ásmundur Friðriksson býr sig undir að vera rifinn í sig af "góða fólkinu“. 1. mars 2016 14:54 „Vægast sagt átakanlegt að vera í sama flokki og Ásmundur Friðriksson“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson eru á meðal þeirra sem gagnrýna Ásmund Friðriksson. 13. janúar 2015 10:14 Þingmaður spyr hvort „íslenskir múslimar" hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, spyr hvort „bakgrunnur þeirra 1500 múslima sem búa á Íslandi verið kannaður“. 12. janúar 2015 23:12 Ásmundur sakaður um mannvonsku Ásmundur Friðriksson fær fyrir ferðina, ekki síst af hálfu flokkssystkina sinna. 1. mars 2016 15:30 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Sjá meira
Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag ummæli sem Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lét falla um flóttafólk í gær og hafa vakið talsverða athygli. Sagði Oddný Ásmund ala á ótta og hoppa á vagn popúlista. Ásmundur, sem áður hefur vakið athygli fyrir umdeild ummæli um innflytjendur, sagði þá að skoða þyrfti af fullri alvöru hvort rétt sé að snúa hælisleitendum til síns heima strax við komu þeirra til landsins. Ræða þyrfti mögulegar breytingar á opnum landamærum landsins. „Í vanda sem glímt er við, elur háttvirtur þingmaður á ótta fólks við innflytjendur og hoppar á vagn sem bæði popúlistar í Evrópu og forsetaframbjóðandinn Donald Trump í Bandaríkjunum keyra,“ segir Oddný. Oddný spurði jafnframt Eygló Harðardóttur félagsmálaráðherra hvað henni þætti um ummæli Ásmundar og hvort hún vildi að Ísland lokaði landamærum sínum og gengi úr Schengen-sambandinu. „Ég er mikill stuðningsmaður EES-samningsins, ég tel að Schengen hafi nýst okkur mjög vel og er ekki þeirrar skoðunar að við eigum að ganga úr, eða skoða að ganga úr, Schengen,“ segir Eygló. „Ég tel að við eigum að axla okkar ábyrgð sem fullvalda þjóð og taka á móti flóttamönnum, í samræmi við okkar skyldur, og gera það eins vel og við getum.“ Eygló sagðist jafnframt þeirrar skoðunar að ekki þyrfti að taka upp sérstakt vegabréfaeftirlit, líkt og gert hefur verið í Danmörku og Svíþjóð.
Alþingi Donald Trump Tengdar fréttir Vill skoða hvort snúa beri flóttafólki til síns heima strax í Leifsstöð Ásmundur Friðriksson býr sig undir að vera rifinn í sig af "góða fólkinu“. 1. mars 2016 14:54 „Vægast sagt átakanlegt að vera í sama flokki og Ásmundur Friðriksson“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson eru á meðal þeirra sem gagnrýna Ásmund Friðriksson. 13. janúar 2015 10:14 Þingmaður spyr hvort „íslenskir múslimar" hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, spyr hvort „bakgrunnur þeirra 1500 múslima sem búa á Íslandi verið kannaður“. 12. janúar 2015 23:12 Ásmundur sakaður um mannvonsku Ásmundur Friðriksson fær fyrir ferðina, ekki síst af hálfu flokkssystkina sinna. 1. mars 2016 15:30 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Sjá meira
Vill skoða hvort snúa beri flóttafólki til síns heima strax í Leifsstöð Ásmundur Friðriksson býr sig undir að vera rifinn í sig af "góða fólkinu“. 1. mars 2016 14:54
„Vægast sagt átakanlegt að vera í sama flokki og Ásmundur Friðriksson“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson eru á meðal þeirra sem gagnrýna Ásmund Friðriksson. 13. janúar 2015 10:14
Þingmaður spyr hvort „íslenskir múslimar" hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, spyr hvort „bakgrunnur þeirra 1500 múslima sem búa á Íslandi verið kannaður“. 12. janúar 2015 23:12
Ásmundur sakaður um mannvonsku Ásmundur Friðriksson fær fyrir ferðina, ekki síst af hálfu flokkssystkina sinna. 1. mars 2016 15:30