Ásmundur sakaður um mannvonsku Jakob Bjarnar skrifar 1. mars 2016 15:30 Fólkið á Facebook keppist við að lýsa sig innilega ósammála Ásmundi. Hugmyndir um að snúa flóttafólki við þegar við komu falla í afar grýttan jarðveg. Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins velti því fyrir sér, í ræðupúlti Alþingis, hvort ekki gæti verið rétt að snúa flóttafólki við, til síns heima, þegar við komuna til landsins.Vísir greindi frá hér. Óhætt er að segja að þessar hugmyndir þingmannsins falli í afar grýttan jarðveg, svo ekki sé meira sagt. Fjölmargir fordæma orð þingmannsins, sem reyndar hafði slegið þann varnagla í ræðu sinni að líkast til myndi „góða fólkið“ rífa hann í sig.Óttarr segir mannvonsku óásættanlega Formaður Bjartrar framtíðar, Óttarr Proppé, tjáir sig um málið á Facebook og segir: „Hvort á maður að hafa meiri áhyggjur af þeim sem vilja vera góðir eða þeim sem vilja vera vondir? Ég gæti ekki verið meira ósammála þingmanninum. Mannvonska er einfaldlega óásættanleg.“Ásmundur fær kaldar kveðjur frá borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins, en hér eru þær Áslaug og Hildur ásamt Halldóri Halldórssyni.visir/daníelEn, það er ekki síst úr sínum eigin flokki sem Ásmundur fær köldustu kveðjurnar. Flokkssystir Ásmundar og borgarfulltrúi, Áslaug Friðriksdóttir, er langt í frá ánægð með sinn mann. „Ásmundur heldur áfram að koma fram með undarlegar og vondar tillögur. Ég tel mig ekkert sérstaklega mikið til góða fólksins en ríf þessar tillögur engu að síður í mig.“ Hildur Sverrisdóttir deilir þessum orðum Áslaugar, og lýsir sig innilega sammála: „Word sister. Kannski rétt að minna hér á að ríkisstjórnin er sammála um að gefa fjármagn, orku, athygli og virðingu í þágu þessa málaflokks. Ásmundur var kannski disturbed by a bee þegar það var ákveðið...?Ásmundur kominn út í horn í sínum eigin flokki Annar flokksbróðir Ásmundur, foringi úr ungliðahreyfingu Sjálfstæðisflokksins, sem ekki er par ánægður er Davíð Þorláksson: „Mér finnst nærtækara að skoðað verði alvarlega að loka borgarmörkunum og senda Ásmund til síns heima.“ Og vopnasystir Ásmundar á þingi, Unnur Brá Konráðsdóttir póstar á sinn Facebookvegg: „Úr stefnu Sjálfstæðisflokksins: "Hafa skal mannúðarsjónarmið og skilvirkni að leiðarljósi í málefnum hælisleitenda. Móttaka flóttamanna er sjálfsögð. " Bara ef einhver er ekki með þetta á hreinu.“ Þingavigtarmenn úr flokknum, svo sem Guðlaugur Þór Þórðarson og Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni, hafa sett læk við þetta þannig að ljóst má vera að Ásmundur virðist kominn út í horn í sínum eigin flokki.Óttarr segir mannvonsku einfaldlega óásættanlega.visir/þþKeppst við að vera óssammála Ásmundi Árni Páll Árnason formaður Samfylkingar furðar sig á málflutningi Ásmundar: „Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hoppar á Trump vagninn og afbakar sannleikann um hælisleitendur. Það verður nú að teljast afar ólíklegt að hann vilji í raun takmarka ferðafrelsi Íslendinga með því að ganga úr Schengen. Hann ber svo stöðuna á Íslandi við þá í Svíþjóð og Danmörku, en Svíar hafa tekið á móti flestum hælisleitendum í Evrópu miðað við höfðatölu. Við stöndum þeim langt að baki. Það er ekki erfitt að vera í liði með "góða fólkinu og fjölmiðlum" sem fletta ofan af vitleysunni.“ Reyndar keppist fólk við að lýsa sig ósammála Ásmundi á samfélagsmiðlunum. Illugi Jökulsson þjóðfélagsrýnir og rithöfundur bregður fyrir sig háðinu þegar hann skrifar á Facebook: „Ég er stoltur af að tilheyra sömu þjóð og Ásmundur Friðriksson. Hann er djúpur hugsuður, hjartahlýr mannvinur og gáfaður stjórnvitringur. Af hverju hefur Ásmundur Friðriksson ekki verið hafinn til enn meiri valda í samfélaginu? Hann er svo flottur!!“ Halldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi Pírata, er ekki hress með Ásmund og má telja það að líkum. „Það á sumsé að 'skoða það' að vísa öllum hælisleitendum strax úr landi af því að einn þeirra er svo illa staddur og örvæntingarfullur að hann hótar að kveikja í sjálfum sér? Ef Ásmundur skilur ekki af hverju málflutningur af þessu tagi vekur réttláta reiði margra er hann hreinlega ekki í tengslum við nokkurn skapaðan hlut.“Úr stefnu Sjálfstæðisflokksins: "Hafa skal mannúðarsjónarmið og skilvirkni að leiðarljósi í málefnum hælisleitenda. Móttaka flóttamanna er sjálfsögð. " Bara ef einhver er ekki með þetta á hreinu.Posted by Unnur Brá Konráðsdóttir on 1. mars 2016 Tengdar fréttir Vill skoða hvort snúa beri flóttafólki til síns heima strax í Leifsstöð Ásmundur Friðriksson býr sig undir að vera rifinn í sig af "góða fólkinu“. 1. mars 2016 14:54 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Hugmyndir um að snúa flóttafólki við þegar við komu falla í afar grýttan jarðveg. Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins velti því fyrir sér, í ræðupúlti Alþingis, hvort ekki gæti verið rétt að snúa flóttafólki við, til síns heima, þegar við komuna til landsins.Vísir greindi frá hér. Óhætt er að segja að þessar hugmyndir þingmannsins falli í afar grýttan jarðveg, svo ekki sé meira sagt. Fjölmargir fordæma orð þingmannsins, sem reyndar hafði slegið þann varnagla í ræðu sinni að líkast til myndi „góða fólkið“ rífa hann í sig.Óttarr segir mannvonsku óásættanlega Formaður Bjartrar framtíðar, Óttarr Proppé, tjáir sig um málið á Facebook og segir: „Hvort á maður að hafa meiri áhyggjur af þeim sem vilja vera góðir eða þeim sem vilja vera vondir? Ég gæti ekki verið meira ósammála þingmanninum. Mannvonska er einfaldlega óásættanleg.“Ásmundur fær kaldar kveðjur frá borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins, en hér eru þær Áslaug og Hildur ásamt Halldóri Halldórssyni.visir/daníelEn, það er ekki síst úr sínum eigin flokki sem Ásmundur fær köldustu kveðjurnar. Flokkssystir Ásmundar og borgarfulltrúi, Áslaug Friðriksdóttir, er langt í frá ánægð með sinn mann. „Ásmundur heldur áfram að koma fram með undarlegar og vondar tillögur. Ég tel mig ekkert sérstaklega mikið til góða fólksins en ríf þessar tillögur engu að síður í mig.“ Hildur Sverrisdóttir deilir þessum orðum Áslaugar, og lýsir sig innilega sammála: „Word sister. Kannski rétt að minna hér á að ríkisstjórnin er sammála um að gefa fjármagn, orku, athygli og virðingu í þágu þessa málaflokks. Ásmundur var kannski disturbed by a bee þegar það var ákveðið...?Ásmundur kominn út í horn í sínum eigin flokki Annar flokksbróðir Ásmundur, foringi úr ungliðahreyfingu Sjálfstæðisflokksins, sem ekki er par ánægður er Davíð Þorláksson: „Mér finnst nærtækara að skoðað verði alvarlega að loka borgarmörkunum og senda Ásmund til síns heima.“ Og vopnasystir Ásmundar á þingi, Unnur Brá Konráðsdóttir póstar á sinn Facebookvegg: „Úr stefnu Sjálfstæðisflokksins: "Hafa skal mannúðarsjónarmið og skilvirkni að leiðarljósi í málefnum hælisleitenda. Móttaka flóttamanna er sjálfsögð. " Bara ef einhver er ekki með þetta á hreinu.“ Þingavigtarmenn úr flokknum, svo sem Guðlaugur Þór Þórðarson og Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni, hafa sett læk við þetta þannig að ljóst má vera að Ásmundur virðist kominn út í horn í sínum eigin flokki.Óttarr segir mannvonsku einfaldlega óásættanlega.visir/þþKeppst við að vera óssammála Ásmundi Árni Páll Árnason formaður Samfylkingar furðar sig á málflutningi Ásmundar: „Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hoppar á Trump vagninn og afbakar sannleikann um hælisleitendur. Það verður nú að teljast afar ólíklegt að hann vilji í raun takmarka ferðafrelsi Íslendinga með því að ganga úr Schengen. Hann ber svo stöðuna á Íslandi við þá í Svíþjóð og Danmörku, en Svíar hafa tekið á móti flestum hælisleitendum í Evrópu miðað við höfðatölu. Við stöndum þeim langt að baki. Það er ekki erfitt að vera í liði með "góða fólkinu og fjölmiðlum" sem fletta ofan af vitleysunni.“ Reyndar keppist fólk við að lýsa sig ósammála Ásmundi á samfélagsmiðlunum. Illugi Jökulsson þjóðfélagsrýnir og rithöfundur bregður fyrir sig háðinu þegar hann skrifar á Facebook: „Ég er stoltur af að tilheyra sömu þjóð og Ásmundur Friðriksson. Hann er djúpur hugsuður, hjartahlýr mannvinur og gáfaður stjórnvitringur. Af hverju hefur Ásmundur Friðriksson ekki verið hafinn til enn meiri valda í samfélaginu? Hann er svo flottur!!“ Halldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi Pírata, er ekki hress með Ásmund og má telja það að líkum. „Það á sumsé að 'skoða það' að vísa öllum hælisleitendum strax úr landi af því að einn þeirra er svo illa staddur og örvæntingarfullur að hann hótar að kveikja í sjálfum sér? Ef Ásmundur skilur ekki af hverju málflutningur af þessu tagi vekur réttláta reiði margra er hann hreinlega ekki í tengslum við nokkurn skapaðan hlut.“Úr stefnu Sjálfstæðisflokksins: "Hafa skal mannúðarsjónarmið og skilvirkni að leiðarljósi í málefnum hælisleitenda. Móttaka flóttamanna er sjálfsögð. " Bara ef einhver er ekki með þetta á hreinu.Posted by Unnur Brá Konráðsdóttir on 1. mars 2016
Tengdar fréttir Vill skoða hvort snúa beri flóttafólki til síns heima strax í Leifsstöð Ásmundur Friðriksson býr sig undir að vera rifinn í sig af "góða fólkinu“. 1. mars 2016 14:54 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Vill skoða hvort snúa beri flóttafólki til síns heima strax í Leifsstöð Ásmundur Friðriksson býr sig undir að vera rifinn í sig af "góða fólkinu“. 1. mars 2016 14:54
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels