Erlent

Mexíkó harðneitar að borga fyrir landamæravegg

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Fjármálaráðherra Mexíkó segir að ríkið muni ekki undir neinum kringumstæðum greiða fyrir þann landamæravegg sem Donald Trump leggur til að verði reistur.
Fjármálaráðherra Mexíkó segir að ríkið muni ekki undir neinum kringumstæðum greiða fyrir þann landamæravegg sem Donald Trump leggur til að verði reistur. Vísir/Getty
Ríkisstjórn Mexíkó hefur í fyrsta sinn tekið afstöðu til þeirrar kröfu forsetaframbjóðandans Donald Trump um að Mexíkó greiði fyrir vegg á landamærum landsins við Bandaríkin.

„Ég segi þetta á eins afdráttarlausan hátt og hægt er: Mexíkó mun ekki undir neinum kringumstæðum greiða fyrir þann vegg sem Trump leggur til að verði byggður,“ sagði fjármálaráðherra Mexíkó, Luis Videgaray.

Hugmynd Trump hefur verið harðlega gagnrýnt í Mexíkó en hingað til hefur ríkisstjórn landsins forðast það að tjá sig um málið.

Ummæli Videgaray koma í kjölfar þess að embættismenn á skrifstofu forsetaembættisins gáfu það út að forseti Mexíkó myndi ekki eiga í orðaskiptum við forsetaframbjóðendur í Bandaríkjunum.

Fyrrum forsetar Mexíkó, Vicente Fox og Felipe Calderon, hafa hæðst að hugmyndum Trump um vegginn og líkt Trump við Hitler sem leiðir í forkosningum Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×