Hnífsstunguárás í Vesturbæ: Sá grunaði íbúi á stúdentagörðunum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. mars 2016 11:39 Árásin átti sér stað fyrir utan stúdentagarðanna við Sæmundargötu. Vísir/stöð 2 Rannsókn lögreglu á hnífsstunguárás sem varð við stúdentagarðana á Sæmundargötu í Reykjavík aðfaranótt sunnudags er á viðkvæmu stigi að sögn Árna Þórs Sigmundssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Félagsstofnun stúdenta sendi íbúum á görðunum tölvupóst í gær. Í honum var haft eftir lögreglu að mennirnir tengdust ekki stúdentagörðunum en Árni Þór kveðst ekki vita hvaðan stofnunin hafi þær upplýsingar. Sjálfur hafi hann ekki veitt þær en eftir því sem Vísir kemst næst er sá grunaði íbúi á stúdentagörðunum. Árni Þór segist ekkert geta tjáð sig um það enda sé það aukaatriði í rannsókninni hvar viðkomandi búi.Báðir nemendur við Háskóla Íslands Enn á eftir að yfirheyra nokkur vitni og segir Árni að stefnt sé á að ljúka skýrslutökum í dag. Nokkur vitni voru að árásinni en enginn annar er grunaður um þátttöku í henni. Það verður svo metið í dag eða á morgun hvort að krafist verði áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir meintum árásarmanni en það rennur út á morgun. Manninum sem stunginn var í bakið er enn haldið sofandi í öndunarvél. Hann er fæddur árið 1989 líkt og hinn grunaði en mennirnir tveir eru félagar. Þeir eru báðir nemendur við Háskóla Íslands, hinn grunaði við lagadeild og sá sem fyrir árásinni varð við viðskipta-og hagfræðideild.Hvorugur komið við sögu lögreglu áður Samkvæmt heimildum fréttastofu snerist rifrildi mannanna um þriðja aðila en Árni Þór segist ekki geta tjáð sig um það. Þá vill hann hvorki upplýsa um það hvort að vopnið hafi fundist né hvort að árásarmaðurinn hafi játað. Hvorugur mannanna hefur komið við sögu lögreglu áður, að sögn Árna Þórs. „Það er ekki alltaf að menn eigi sögu. En málið er mjög alvarlegt. Það er ekki alltaf bundið við það að menn eigi einhvern feril. Þessir menn eiga ekki feril hjá lögreglu,“ segir Árni. Tengdar fréttir „Menn hafa ekkert að gera með hníf á almannafæri“ Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir það morgunljóst að menn hafi ekkert með hníf að gera í miðbæ Reykjavíkur um helgar. Karlmaður sem stunginn var aðfaranótt sunnudags í Vesturbænum liggur enn þungt haldinn á gjörgæslu. 7. mars 2016 19:00 Nokkur vitni að árásinni verið yfirheyrð Skýrslutökur standa nú yfir vegna rannsóknar lögreglu á hnífstunguárás í Vesturbæ Reykjavíkur í nótt. 6. mars 2016 16:20 Meintur árásarmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Var leiddur fyrir dómara í kvöld. 6. mars 2016 19:00 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Rannsókn lögreglu á hnífsstunguárás sem varð við stúdentagarðana á Sæmundargötu í Reykjavík aðfaranótt sunnudags er á viðkvæmu stigi að sögn Árna Þórs Sigmundssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Félagsstofnun stúdenta sendi íbúum á görðunum tölvupóst í gær. Í honum var haft eftir lögreglu að mennirnir tengdust ekki stúdentagörðunum en Árni Þór kveðst ekki vita hvaðan stofnunin hafi þær upplýsingar. Sjálfur hafi hann ekki veitt þær en eftir því sem Vísir kemst næst er sá grunaði íbúi á stúdentagörðunum. Árni Þór segist ekkert geta tjáð sig um það enda sé það aukaatriði í rannsókninni hvar viðkomandi búi.Báðir nemendur við Háskóla Íslands Enn á eftir að yfirheyra nokkur vitni og segir Árni að stefnt sé á að ljúka skýrslutökum í dag. Nokkur vitni voru að árásinni en enginn annar er grunaður um þátttöku í henni. Það verður svo metið í dag eða á morgun hvort að krafist verði áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir meintum árásarmanni en það rennur út á morgun. Manninum sem stunginn var í bakið er enn haldið sofandi í öndunarvél. Hann er fæddur árið 1989 líkt og hinn grunaði en mennirnir tveir eru félagar. Þeir eru báðir nemendur við Háskóla Íslands, hinn grunaði við lagadeild og sá sem fyrir árásinni varð við viðskipta-og hagfræðideild.Hvorugur komið við sögu lögreglu áður Samkvæmt heimildum fréttastofu snerist rifrildi mannanna um þriðja aðila en Árni Þór segist ekki geta tjáð sig um það. Þá vill hann hvorki upplýsa um það hvort að vopnið hafi fundist né hvort að árásarmaðurinn hafi játað. Hvorugur mannanna hefur komið við sögu lögreglu áður, að sögn Árna Þórs. „Það er ekki alltaf að menn eigi sögu. En málið er mjög alvarlegt. Það er ekki alltaf bundið við það að menn eigi einhvern feril. Þessir menn eiga ekki feril hjá lögreglu,“ segir Árni.
Tengdar fréttir „Menn hafa ekkert að gera með hníf á almannafæri“ Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir það morgunljóst að menn hafi ekkert með hníf að gera í miðbæ Reykjavíkur um helgar. Karlmaður sem stunginn var aðfaranótt sunnudags í Vesturbænum liggur enn þungt haldinn á gjörgæslu. 7. mars 2016 19:00 Nokkur vitni að árásinni verið yfirheyrð Skýrslutökur standa nú yfir vegna rannsóknar lögreglu á hnífstunguárás í Vesturbæ Reykjavíkur í nótt. 6. mars 2016 16:20 Meintur árásarmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Var leiddur fyrir dómara í kvöld. 6. mars 2016 19:00 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
„Menn hafa ekkert að gera með hníf á almannafæri“ Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir það morgunljóst að menn hafi ekkert með hníf að gera í miðbæ Reykjavíkur um helgar. Karlmaður sem stunginn var aðfaranótt sunnudags í Vesturbænum liggur enn þungt haldinn á gjörgæslu. 7. mars 2016 19:00
Nokkur vitni að árásinni verið yfirheyrð Skýrslutökur standa nú yfir vegna rannsóknar lögreglu á hnífstunguárás í Vesturbæ Reykjavíkur í nótt. 6. mars 2016 16:20