Lýsa yfir áhyggjum á fyrirhuguðum samningi ESB og Tyrklands Daníel Freyr Birkisson skrifar 8. mars 2016 14:44 Ahmet Davutoglu, forsætisráðherra Tyrklands og Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst yfir áhyggjum í kjölfar fyrirhugaðs samnings Evrópusambandsins og Tyrkja. Samningurinn felur það í sér að í hvert sinn sem sýrlenskur flóttamaður flytur sig yfir tyrknesku landamærin til Grikklands, þá skuli honum vísað aftur til Tyrklands með fjárstuðningi frá Evrópusambandinu. Fyrir hvern þann flóttamann sem vísað er til Tyrklands fær annar sem dvelur í flóttamannabúðum í Tyrklandi hæli í Evrópu eftir löglegum leiðum. Um er að ræða nokkurs konar „einn inn, einn út“ kerfi. Talið er að nú dvelji um 2,7 milljónir Sýrlendinga í flóttamannabúðum í Tyrklandi. Aldrei hafa jafn margir þurft að flýja heimili sín og undanfarna mánuði síðan að seinni heimsstyrjöldin átti sér stað. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, segir að um tímamót sé að ræða verði samningurinn að veruleika, en Tusk var vongóður um að samningar næðust í næstu viku. Ahmet Davutoglu, forsætisráðherra Tyrklands, segir Tyrkland hafa tekið byltingarkennda ákvörðun um að koma í veg fyrir ólöglegan innflutning flóttamanna og að verið sé að hjálpa flóttamönnum að komast til Evrópu eftir löglegum leiðum. Selin Girit hjá BBC segir að Tyrkland hafi haldið rétt á spilunum, en þrátt fyrir það þurfi Tyrkland og ESB að ná góðri samvinnu, eigi samningurinn að verða að veruleika. Segir hún enn fremur að tyrkneskir fjölmiðlar hafi tekið vel í fyrirhugaða samninga. Gagnrýnendur hafi hins vegar bent á það að verið sé að líta framhjá mannréttindabrotum Tyrkja. Gagnrýnendur þessa kerfis spyrja sig auk þess þeirrar spurningar hvað verði um þá þúsundir flóttamanna sem dvelja nú í flóttamannabúðum í Grikklandi.Lagalegar og siðferðislegar áhyggjurMannréttindasamtökin Amnesty International benda á að drögin að samningunum einkennist af lagalegum og siðferðislegum göllum. Iverna McGowan, sem starfar hjá skrifstofu Amnesty í evrópskum málum, segir að ráðamenn ESB og Tyrklands hafi lagst afar lágt með þessum áformum. Þarna sé verið að svipta réttindum og reisn fólks sem býr við hræðilegar aðstöður. Evrópusambandið telur Tyrkland vera öruggan stað og lítur á það sem nokkurs konar „þriðja land“ fyrir endurkomu flóttamanna. Það sem veldur einnig lagalegum áhyggjum fólks er það að Tyrkland er ekki fullgildur meðlimur að Genfarsáttmálanum, sem einblínir á mannúðarskyldur ríkja í stríði.Einn inn, einn út og afstaða Tyrkja gagnvart ESBÞetta áðurnefnda kerfi um að hleypa einum flóttamanni inn til Tyrklands og öðrum til Evrópu úr flóttamannabúðum mun einungis eiga við um Sýrlendinga, verði það að veruleika. Mál þeirra flóttamanna sem vísað er til Tyrklands yrðu í kjölfarið skoðuð út frá lagalegu sjónarhorni og í framhaldi af því fengju þeir annaðhvort að vera um kyrrt eða átt þá hættu að verða sendir til heimalands síns aftur. Þessir samningar Evrópusambandsins og Tyrkja renna frekari stoðum undir það að Tyrkland muni halda áfram viðræðum um aðild að sambandinu. Það myndi í kjölfarið auðvelda íbúum landsins að ferðast um Evrópu, með hugsanlegri inngöngu í Schengen. Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst yfir áhyggjum í kjölfar fyrirhugaðs samnings Evrópusambandsins og Tyrkja. Samningurinn felur það í sér að í hvert sinn sem sýrlenskur flóttamaður flytur sig yfir tyrknesku landamærin til Grikklands, þá skuli honum vísað aftur til Tyrklands með fjárstuðningi frá Evrópusambandinu. Fyrir hvern þann flóttamann sem vísað er til Tyrklands fær annar sem dvelur í flóttamannabúðum í Tyrklandi hæli í Evrópu eftir löglegum leiðum. Um er að ræða nokkurs konar „einn inn, einn út“ kerfi. Talið er að nú dvelji um 2,7 milljónir Sýrlendinga í flóttamannabúðum í Tyrklandi. Aldrei hafa jafn margir þurft að flýja heimili sín og undanfarna mánuði síðan að seinni heimsstyrjöldin átti sér stað. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, segir að um tímamót sé að ræða verði samningurinn að veruleika, en Tusk var vongóður um að samningar næðust í næstu viku. Ahmet Davutoglu, forsætisráðherra Tyrklands, segir Tyrkland hafa tekið byltingarkennda ákvörðun um að koma í veg fyrir ólöglegan innflutning flóttamanna og að verið sé að hjálpa flóttamönnum að komast til Evrópu eftir löglegum leiðum. Selin Girit hjá BBC segir að Tyrkland hafi haldið rétt á spilunum, en þrátt fyrir það þurfi Tyrkland og ESB að ná góðri samvinnu, eigi samningurinn að verða að veruleika. Segir hún enn fremur að tyrkneskir fjölmiðlar hafi tekið vel í fyrirhugaða samninga. Gagnrýnendur hafi hins vegar bent á það að verið sé að líta framhjá mannréttindabrotum Tyrkja. Gagnrýnendur þessa kerfis spyrja sig auk þess þeirrar spurningar hvað verði um þá þúsundir flóttamanna sem dvelja nú í flóttamannabúðum í Grikklandi.Lagalegar og siðferðislegar áhyggjurMannréttindasamtökin Amnesty International benda á að drögin að samningunum einkennist af lagalegum og siðferðislegum göllum. Iverna McGowan, sem starfar hjá skrifstofu Amnesty í evrópskum málum, segir að ráðamenn ESB og Tyrklands hafi lagst afar lágt með þessum áformum. Þarna sé verið að svipta réttindum og reisn fólks sem býr við hræðilegar aðstöður. Evrópusambandið telur Tyrkland vera öruggan stað og lítur á það sem nokkurs konar „þriðja land“ fyrir endurkomu flóttamanna. Það sem veldur einnig lagalegum áhyggjum fólks er það að Tyrkland er ekki fullgildur meðlimur að Genfarsáttmálanum, sem einblínir á mannúðarskyldur ríkja í stríði.Einn inn, einn út og afstaða Tyrkja gagnvart ESBÞetta áðurnefnda kerfi um að hleypa einum flóttamanni inn til Tyrklands og öðrum til Evrópu úr flóttamannabúðum mun einungis eiga við um Sýrlendinga, verði það að veruleika. Mál þeirra flóttamanna sem vísað er til Tyrklands yrðu í kjölfarið skoðuð út frá lagalegu sjónarhorni og í framhaldi af því fengju þeir annaðhvort að vera um kyrrt eða átt þá hættu að verða sendir til heimalands síns aftur. Þessir samningar Evrópusambandsins og Tyrkja renna frekari stoðum undir það að Tyrkland muni halda áfram viðræðum um aðild að sambandinu. Það myndi í kjölfarið auðvelda íbúum landsins að ferðast um Evrópu, með hugsanlegri inngöngu í Schengen.
Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Sjá meira