Innlent

Hefur játað stunguárás á Sæmundargötu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Árásin átti sér stað fyrir utan stúdentagarðanna við Sæmundargötu.
Árásin átti sér stað fyrir utan stúdentagarðanna við Sæmundargötu. Vísir/stöð 2
Maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi vegna stunguárásar við Sæmundargötu í Reykjavík aðfaranótt sunnudags hefur játað verknaðinn. Þetta segir Árni Þór Sigmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Þá er hnífurinn sem beitt var í árásinni í vörslu lögreglu en Árni Þór vill ekki gefa upp hvar eða hvenær hann fannst.

Öll lykilvitni í málinu hafa verið yfirheyrð en gæsluvarðhald yfir árásarmanninum rennur út á morgun. Árni segir að ákvörðun um hvort að þess verði krafist að hann verði áfram í haldi verði tekin í fyrramálið.

Manninum sem ráðist var á er enn haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæslu, samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum.


Tengdar fréttir

„Menn hafa ekkert að gera með hníf á almannafæri“

Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir það morgunljóst að menn hafi ekkert með hníf að gera í miðbæ Reykjavíkur um helgar. Karlmaður sem stunginn var aðfaranótt sunnudags í Vesturbænum liggur enn þungt haldinn á gjörgæslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×