„Hjálpum þeim“ fyrir íbúa Grettisgötu Birgir Örn Steinarsson skrifar 8. mars 2016 16:48 Halldór greindi frá því í morgun að einu eignir hans eftir brunann væru fötin utan á honum og sundskýla. Visir/Halldór Ragnarsson Viðbrögð við heimilismissi Halldórs Ragnarssonar myndlistarmanns, kærustu hans Rós Kristjánsdóttur fyrirsætu og sambýlismanni þeirra sem misstu allt sitt í brunanum við Grettisgötu 87 í gærkvöldi hafa verið gríðarleg. Nú hafa vinir þeirra ákveðið að halda styrktarsamkomu á Húrra í lok mánaðarins fyrir þau en þar mun meðal annars verða settur upp nytjamarkaður og tónleikar til þess að safna peningum fyrir þau. Ekki er búið að ganga frá dagskránni en Benedikt Stefánsson, eða Bensöl eins og hann kallar sig þegar hann gerir tónlist , er einn af vinum parsins og skipuleggjandi uppákomunnar. Hann segist búast við því að margir af vinum parsins muni bjóða sig fram og að í þeim hópi séu margir góðir og þekktir tónlistarmenn. Sjálfur hefur Halldór starfað sem plötusnúður um árabil auk þess að hafa leikið á bassa með hljómsveitunum Kimono og Sea Bear (sem síðar varð Sing Fang). „Við settum þetta upp í dag og ég er með yfir 20 missed calls í símanum mínum,“ segir Benedikt. „Nú förum við í það að setja saman dagskrá en ég er enn í vinnu og hef ekki haft tíma í dag.“ Styrktaruppákoman hefur hlotið nafnið „Hjálpum þeim“ og á Fésbókarsíðu atburðarins má sjá ýmsa bjóða fram aðstoð sína. Þar á meðal tónlistarmanninn Ólaf Arnalds. Finna má reikningsnúmer hins nýstofnaða styrktarsjóðs á síðunni. Eins og fram hefur komið missti parið alla búslóð sína og föt auk þess sem Halldór missti öll þau listaverk sem hann hefur unnið að síðastliðin þrjú ár. Allt var ótryggt. Inn á Fésbókarsíðum parsins hafa í dag flætt samúðarkveðjur. Halldór birti í dag færslu þar sem hann þakkaði kærlega fyrir stuðninginn. Tengdar fréttir „Í dag á ég bara fötin sem ég var í og sundskýluna mína“ Sjáið listaverk Halldórs Ragnarssonar sem glötuðust í brunanum á Grettisgötu 87 í gærkveldi. 8. mars 2016 12:00 Húsið metið á 200 milljónir króna Eigendurnir bíða eftir upplýsingum frá slökkviliðinu. 8. mars 2016 10:42 Bruninn á Grettisgötu: „Sýnist öll verk mín síðustu tveggja, þriggja ára vera farin“ Halldór Ragnarsson myndlistarmaður sem hefur verið með stúdíó að Grettisgötu 87 þar sem mikill eldur kom upp fyrr í kvöld. 7. mars 2016 22:24 Merkileg menningarsaga Grettisgötu 87 Í húsinu var meðal annars að finna einu elstu líkamsrætkarstöð landsins og kjallara sem eitt sinn hýsti fyrsta æfingarhúsnæði Sigur rósar. 8. mars 2016 13:43 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Sjá meira
Viðbrögð við heimilismissi Halldórs Ragnarssonar myndlistarmanns, kærustu hans Rós Kristjánsdóttur fyrirsætu og sambýlismanni þeirra sem misstu allt sitt í brunanum við Grettisgötu 87 í gærkvöldi hafa verið gríðarleg. Nú hafa vinir þeirra ákveðið að halda styrktarsamkomu á Húrra í lok mánaðarins fyrir þau en þar mun meðal annars verða settur upp nytjamarkaður og tónleikar til þess að safna peningum fyrir þau. Ekki er búið að ganga frá dagskránni en Benedikt Stefánsson, eða Bensöl eins og hann kallar sig þegar hann gerir tónlist , er einn af vinum parsins og skipuleggjandi uppákomunnar. Hann segist búast við því að margir af vinum parsins muni bjóða sig fram og að í þeim hópi séu margir góðir og þekktir tónlistarmenn. Sjálfur hefur Halldór starfað sem plötusnúður um árabil auk þess að hafa leikið á bassa með hljómsveitunum Kimono og Sea Bear (sem síðar varð Sing Fang). „Við settum þetta upp í dag og ég er með yfir 20 missed calls í símanum mínum,“ segir Benedikt. „Nú förum við í það að setja saman dagskrá en ég er enn í vinnu og hef ekki haft tíma í dag.“ Styrktaruppákoman hefur hlotið nafnið „Hjálpum þeim“ og á Fésbókarsíðu atburðarins má sjá ýmsa bjóða fram aðstoð sína. Þar á meðal tónlistarmanninn Ólaf Arnalds. Finna má reikningsnúmer hins nýstofnaða styrktarsjóðs á síðunni. Eins og fram hefur komið missti parið alla búslóð sína og föt auk þess sem Halldór missti öll þau listaverk sem hann hefur unnið að síðastliðin þrjú ár. Allt var ótryggt. Inn á Fésbókarsíðum parsins hafa í dag flætt samúðarkveðjur. Halldór birti í dag færslu þar sem hann þakkaði kærlega fyrir stuðninginn.
Tengdar fréttir „Í dag á ég bara fötin sem ég var í og sundskýluna mína“ Sjáið listaverk Halldórs Ragnarssonar sem glötuðust í brunanum á Grettisgötu 87 í gærkveldi. 8. mars 2016 12:00 Húsið metið á 200 milljónir króna Eigendurnir bíða eftir upplýsingum frá slökkviliðinu. 8. mars 2016 10:42 Bruninn á Grettisgötu: „Sýnist öll verk mín síðustu tveggja, þriggja ára vera farin“ Halldór Ragnarsson myndlistarmaður sem hefur verið með stúdíó að Grettisgötu 87 þar sem mikill eldur kom upp fyrr í kvöld. 7. mars 2016 22:24 Merkileg menningarsaga Grettisgötu 87 Í húsinu var meðal annars að finna einu elstu líkamsrætkarstöð landsins og kjallara sem eitt sinn hýsti fyrsta æfingarhúsnæði Sigur rósar. 8. mars 2016 13:43 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Sjá meira
„Í dag á ég bara fötin sem ég var í og sundskýluna mína“ Sjáið listaverk Halldórs Ragnarssonar sem glötuðust í brunanum á Grettisgötu 87 í gærkveldi. 8. mars 2016 12:00
Húsið metið á 200 milljónir króna Eigendurnir bíða eftir upplýsingum frá slökkviliðinu. 8. mars 2016 10:42
Bruninn á Grettisgötu: „Sýnist öll verk mín síðustu tveggja, þriggja ára vera farin“ Halldór Ragnarsson myndlistarmaður sem hefur verið með stúdíó að Grettisgötu 87 þar sem mikill eldur kom upp fyrr í kvöld. 7. mars 2016 22:24
Merkileg menningarsaga Grettisgötu 87 Í húsinu var meðal annars að finna einu elstu líkamsrætkarstöð landsins og kjallara sem eitt sinn hýsti fyrsta æfingarhúsnæði Sigur rósar. 8. mars 2016 13:43