„Hjálpum þeim“ fyrir íbúa Grettisgötu Birgir Örn Steinarsson skrifar 8. mars 2016 16:48 Halldór greindi frá því í morgun að einu eignir hans eftir brunann væru fötin utan á honum og sundskýla. Visir/Halldór Ragnarsson Viðbrögð við heimilismissi Halldórs Ragnarssonar myndlistarmanns, kærustu hans Rós Kristjánsdóttur fyrirsætu og sambýlismanni þeirra sem misstu allt sitt í brunanum við Grettisgötu 87 í gærkvöldi hafa verið gríðarleg. Nú hafa vinir þeirra ákveðið að halda styrktarsamkomu á Húrra í lok mánaðarins fyrir þau en þar mun meðal annars verða settur upp nytjamarkaður og tónleikar til þess að safna peningum fyrir þau. Ekki er búið að ganga frá dagskránni en Benedikt Stefánsson, eða Bensöl eins og hann kallar sig þegar hann gerir tónlist , er einn af vinum parsins og skipuleggjandi uppákomunnar. Hann segist búast við því að margir af vinum parsins muni bjóða sig fram og að í þeim hópi séu margir góðir og þekktir tónlistarmenn. Sjálfur hefur Halldór starfað sem plötusnúður um árabil auk þess að hafa leikið á bassa með hljómsveitunum Kimono og Sea Bear (sem síðar varð Sing Fang). „Við settum þetta upp í dag og ég er með yfir 20 missed calls í símanum mínum,“ segir Benedikt. „Nú förum við í það að setja saman dagskrá en ég er enn í vinnu og hef ekki haft tíma í dag.“ Styrktaruppákoman hefur hlotið nafnið „Hjálpum þeim“ og á Fésbókarsíðu atburðarins má sjá ýmsa bjóða fram aðstoð sína. Þar á meðal tónlistarmanninn Ólaf Arnalds. Finna má reikningsnúmer hins nýstofnaða styrktarsjóðs á síðunni. Eins og fram hefur komið missti parið alla búslóð sína og föt auk þess sem Halldór missti öll þau listaverk sem hann hefur unnið að síðastliðin þrjú ár. Allt var ótryggt. Inn á Fésbókarsíðum parsins hafa í dag flætt samúðarkveðjur. Halldór birti í dag færslu þar sem hann þakkaði kærlega fyrir stuðninginn. Tengdar fréttir „Í dag á ég bara fötin sem ég var í og sundskýluna mína“ Sjáið listaverk Halldórs Ragnarssonar sem glötuðust í brunanum á Grettisgötu 87 í gærkveldi. 8. mars 2016 12:00 Húsið metið á 200 milljónir króna Eigendurnir bíða eftir upplýsingum frá slökkviliðinu. 8. mars 2016 10:42 Bruninn á Grettisgötu: „Sýnist öll verk mín síðustu tveggja, þriggja ára vera farin“ Halldór Ragnarsson myndlistarmaður sem hefur verið með stúdíó að Grettisgötu 87 þar sem mikill eldur kom upp fyrr í kvöld. 7. mars 2016 22:24 Merkileg menningarsaga Grettisgötu 87 Í húsinu var meðal annars að finna einu elstu líkamsrætkarstöð landsins og kjallara sem eitt sinn hýsti fyrsta æfingarhúsnæði Sigur rósar. 8. mars 2016 13:43 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ísland land númer 197 Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Fleiri fréttir Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Sjá meira
Viðbrögð við heimilismissi Halldórs Ragnarssonar myndlistarmanns, kærustu hans Rós Kristjánsdóttur fyrirsætu og sambýlismanni þeirra sem misstu allt sitt í brunanum við Grettisgötu 87 í gærkvöldi hafa verið gríðarleg. Nú hafa vinir þeirra ákveðið að halda styrktarsamkomu á Húrra í lok mánaðarins fyrir þau en þar mun meðal annars verða settur upp nytjamarkaður og tónleikar til þess að safna peningum fyrir þau. Ekki er búið að ganga frá dagskránni en Benedikt Stefánsson, eða Bensöl eins og hann kallar sig þegar hann gerir tónlist , er einn af vinum parsins og skipuleggjandi uppákomunnar. Hann segist búast við því að margir af vinum parsins muni bjóða sig fram og að í þeim hópi séu margir góðir og þekktir tónlistarmenn. Sjálfur hefur Halldór starfað sem plötusnúður um árabil auk þess að hafa leikið á bassa með hljómsveitunum Kimono og Sea Bear (sem síðar varð Sing Fang). „Við settum þetta upp í dag og ég er með yfir 20 missed calls í símanum mínum,“ segir Benedikt. „Nú förum við í það að setja saman dagskrá en ég er enn í vinnu og hef ekki haft tíma í dag.“ Styrktaruppákoman hefur hlotið nafnið „Hjálpum þeim“ og á Fésbókarsíðu atburðarins má sjá ýmsa bjóða fram aðstoð sína. Þar á meðal tónlistarmanninn Ólaf Arnalds. Finna má reikningsnúmer hins nýstofnaða styrktarsjóðs á síðunni. Eins og fram hefur komið missti parið alla búslóð sína og föt auk þess sem Halldór missti öll þau listaverk sem hann hefur unnið að síðastliðin þrjú ár. Allt var ótryggt. Inn á Fésbókarsíðum parsins hafa í dag flætt samúðarkveðjur. Halldór birti í dag færslu þar sem hann þakkaði kærlega fyrir stuðninginn.
Tengdar fréttir „Í dag á ég bara fötin sem ég var í og sundskýluna mína“ Sjáið listaverk Halldórs Ragnarssonar sem glötuðust í brunanum á Grettisgötu 87 í gærkveldi. 8. mars 2016 12:00 Húsið metið á 200 milljónir króna Eigendurnir bíða eftir upplýsingum frá slökkviliðinu. 8. mars 2016 10:42 Bruninn á Grettisgötu: „Sýnist öll verk mín síðustu tveggja, þriggja ára vera farin“ Halldór Ragnarsson myndlistarmaður sem hefur verið með stúdíó að Grettisgötu 87 þar sem mikill eldur kom upp fyrr í kvöld. 7. mars 2016 22:24 Merkileg menningarsaga Grettisgötu 87 Í húsinu var meðal annars að finna einu elstu líkamsrætkarstöð landsins og kjallara sem eitt sinn hýsti fyrsta æfingarhúsnæði Sigur rósar. 8. mars 2016 13:43 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ísland land númer 197 Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Fleiri fréttir Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Sjá meira
„Í dag á ég bara fötin sem ég var í og sundskýluna mína“ Sjáið listaverk Halldórs Ragnarssonar sem glötuðust í brunanum á Grettisgötu 87 í gærkveldi. 8. mars 2016 12:00
Húsið metið á 200 milljónir króna Eigendurnir bíða eftir upplýsingum frá slökkviliðinu. 8. mars 2016 10:42
Bruninn á Grettisgötu: „Sýnist öll verk mín síðustu tveggja, þriggja ára vera farin“ Halldór Ragnarsson myndlistarmaður sem hefur verið með stúdíó að Grettisgötu 87 þar sem mikill eldur kom upp fyrr í kvöld. 7. mars 2016 22:24
Merkileg menningarsaga Grettisgötu 87 Í húsinu var meðal annars að finna einu elstu líkamsrætkarstöð landsins og kjallara sem eitt sinn hýsti fyrsta æfingarhúsnæði Sigur rósar. 8. mars 2016 13:43