Enginn grunaður í Móabarðsmáli Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. mars 2016 17:32 Allar þekktar mannaferðir í Móabarði á þeim tíma sem árásirnar eiga að hafa átt sér stað hafa verið kannaðar og eiga sér eðlilegar skýringar að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns. vísir/vilhelm Lögreglan hefur engan grunaðan í tengslum við meintar líkamsárásir á heimili í Móabarði á dögunum. Þá hefur enginn verið handtekinn vegna málsins. Þetta segir Árni Þór Sigmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samali við Vísi. Rannsókn lögreglu stendur enn yfir en eins og greint hefur verið frá var lögreglan kölluð út að heimili við Móabarð mánudaginn 15. febrúar síðastliðinn. Móðir, sem var ein heima með ungbarn, skýrði frá því hvernig maður hefði villt á sér heimildir, komið inn á heimilið og ráðist á hana. Maðurinn mun hafa tjáð konunni að hann ætlaði að lesa af mælum og þannig hafi hann komist inn á heimilið. Tæpri viku síðar var tilkynnt um aðra árás á sömu konu í sömu íbúð í Móabarði. „Þetta er ekki mjög fjölfarinn staður, hvorki á mánudeginum né sunnudeginum, en allar þekktar mannaferðir hafa verið kannaðar og eiga sér eðlilegar skýringar. Þá hefur ekkert komið fram við rannsókn málsins sem benti til þess að við værum með einhvern óþekktan geranda sem við gætum varað íbúana við,“ segir Árni Þór. Aðspurður segir Árni Þór bráðabirgðaniðurstöðu réttarmeinafræðings á áverkum konunnar liggja fyrir, en vildi ekki tjá sig um hvað kom út úr rannsókninni að öðru leyti. Í kjölfar hinna meintu árása var konunni og fjölskyldu hennar komið fyrir á öruggum stað. Árni Þór segist ekki geta tjáð sig um það hvar konan sé nú, það er hvort hún sé komin til síns heima eða ekki. Líkamsárás í Móabarði Tengdar fréttir Óttaslegnir íbúar vígbúast í Móabarði Óhugur er í íbúum Móabarðs eftir alvarlegar árásir í götunni. Menn hafa gripið til varúðarráðstafana og eru undrandi yfir að lögregla yfirheyri þá ekki þar sem þeir hljóti að liggja undir grun. Engar nýjar vísbendingar, segir lög 24. febrúar 2016 07:00 Fáar vísbendingar í Móabarðsmáli: Konunni og fjölskyldu hennar komið fyrir á öruggum stað Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á tveimur alvarlegum árásum, sem beinast gegn konu í húsi í Móabarði í Hafnarfirði, miðar lítt áfram, en lögreglan hefur fáar vísbendingar að styðjast við. 25. febrúar 2016 21:48 Konan nýtur nú verndar Grunur leikur á að sami maður hafi í tvígang ráðist á konu á heimili hennar í Móabarði í Hafnarfirði. 22. febrúar 2016 21:33 Fjölmennt lið lögreglu aftur kallað út í Móabarð Lögregla leitar enn manns sem grunaður er um alvarlega líkamsárás síðastliðinn mánudag. 22. febrúar 2016 10:23 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Sjá meira
Lögreglan hefur engan grunaðan í tengslum við meintar líkamsárásir á heimili í Móabarði á dögunum. Þá hefur enginn verið handtekinn vegna málsins. Þetta segir Árni Þór Sigmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samali við Vísi. Rannsókn lögreglu stendur enn yfir en eins og greint hefur verið frá var lögreglan kölluð út að heimili við Móabarð mánudaginn 15. febrúar síðastliðinn. Móðir, sem var ein heima með ungbarn, skýrði frá því hvernig maður hefði villt á sér heimildir, komið inn á heimilið og ráðist á hana. Maðurinn mun hafa tjáð konunni að hann ætlaði að lesa af mælum og þannig hafi hann komist inn á heimilið. Tæpri viku síðar var tilkynnt um aðra árás á sömu konu í sömu íbúð í Móabarði. „Þetta er ekki mjög fjölfarinn staður, hvorki á mánudeginum né sunnudeginum, en allar þekktar mannaferðir hafa verið kannaðar og eiga sér eðlilegar skýringar. Þá hefur ekkert komið fram við rannsókn málsins sem benti til þess að við værum með einhvern óþekktan geranda sem við gætum varað íbúana við,“ segir Árni Þór. Aðspurður segir Árni Þór bráðabirgðaniðurstöðu réttarmeinafræðings á áverkum konunnar liggja fyrir, en vildi ekki tjá sig um hvað kom út úr rannsókninni að öðru leyti. Í kjölfar hinna meintu árása var konunni og fjölskyldu hennar komið fyrir á öruggum stað. Árni Þór segist ekki geta tjáð sig um það hvar konan sé nú, það er hvort hún sé komin til síns heima eða ekki.
Líkamsárás í Móabarði Tengdar fréttir Óttaslegnir íbúar vígbúast í Móabarði Óhugur er í íbúum Móabarðs eftir alvarlegar árásir í götunni. Menn hafa gripið til varúðarráðstafana og eru undrandi yfir að lögregla yfirheyri þá ekki þar sem þeir hljóti að liggja undir grun. Engar nýjar vísbendingar, segir lög 24. febrúar 2016 07:00 Fáar vísbendingar í Móabarðsmáli: Konunni og fjölskyldu hennar komið fyrir á öruggum stað Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á tveimur alvarlegum árásum, sem beinast gegn konu í húsi í Móabarði í Hafnarfirði, miðar lítt áfram, en lögreglan hefur fáar vísbendingar að styðjast við. 25. febrúar 2016 21:48 Konan nýtur nú verndar Grunur leikur á að sami maður hafi í tvígang ráðist á konu á heimili hennar í Móabarði í Hafnarfirði. 22. febrúar 2016 21:33 Fjölmennt lið lögreglu aftur kallað út í Móabarð Lögregla leitar enn manns sem grunaður er um alvarlega líkamsárás síðastliðinn mánudag. 22. febrúar 2016 10:23 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Sjá meira
Óttaslegnir íbúar vígbúast í Móabarði Óhugur er í íbúum Móabarðs eftir alvarlegar árásir í götunni. Menn hafa gripið til varúðarráðstafana og eru undrandi yfir að lögregla yfirheyri þá ekki þar sem þeir hljóti að liggja undir grun. Engar nýjar vísbendingar, segir lög 24. febrúar 2016 07:00
Fáar vísbendingar í Móabarðsmáli: Konunni og fjölskyldu hennar komið fyrir á öruggum stað Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á tveimur alvarlegum árásum, sem beinast gegn konu í húsi í Móabarði í Hafnarfirði, miðar lítt áfram, en lögreglan hefur fáar vísbendingar að styðjast við. 25. febrúar 2016 21:48
Konan nýtur nú verndar Grunur leikur á að sami maður hafi í tvígang ráðist á konu á heimili hennar í Móabarði í Hafnarfirði. 22. febrúar 2016 21:33
Fjölmennt lið lögreglu aftur kallað út í Móabarð Lögregla leitar enn manns sem grunaður er um alvarlega líkamsárás síðastliðinn mánudag. 22. febrúar 2016 10:23