Óttaslegnir íbúar vígbúast í Móabarði Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 24. febrúar 2016 07:00 Á einni viku var tvisvar ráðist inn á heimili sömu konunnar í Móabarði og hún beitt alvarlegu kynferðislegu ofbeldi. vísir/vilhelm Síðustu vikuna hafa tvær, að því virðist tilefnislausar, árásir verið gerðar á sömu konuna í Móabarði í Hafnarfirði. Fréttablaðið heyrði hljóðið í nokkrum nágrönnum konunnar en enginn vildi koma fram undir nafni enda fólk óttaslegið. Þeir eru undrandi yfir að ekki sé búið að yfirheyra alla í götunni. Til að mynda hafi ekki verið rætt við fólk sem býr í sama húsi og konan eða fólk í nærliggjandi húsum. Kynferðisbrotadeild lögreglunnar fer með rannsókn málsins og leitar að karlmanni sem grunaður er um brotin. Lýst hefur verið eftir honum í fjölmiðlum en ekki er vitað hver maðurinn er. Í fyrri árás virðist maðurinn hafa villt á sér heimildir. Hann sagðist vera frá Orkuveitunni og þóttist ætla að lesa á mæla. Síðari árásin var gerð tæpri viku síðar, í fyrsta skipti sem konan var ein heima frá fyrri árásinni en maðurinn hennar brá sér frá í hálftíma. Einn nágranninn bendir á að það séu ekki margir staðir fyrir utan húsið til að liggja í leyni og njósna um konuna. Segir hann að hægast sé fyrir nágranna að fylgjast með og því ættu nágrannarnir að liggja undir grun. „Mér væri slétt sama þótt ég væri grunaður. Komið bara og talið við okkur,“ segir hann. Mikil spenna ríkir í hverfinu og margir finna til óöryggis „Fólk er búið að gera varúðarráðstafanir. Menn eru að hlaða haglabyssurnar.“ Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að það sé verið að tala við fólk en vill ekki tjá sig frekar um yfirheyrslur lögreglunnar. Við erum að vinna úr þeim fáu vísbendingum sem lögreglan hefur,“ segir hann en það eina sem lögreglan hefur í höndunum er takmörkuð lýsing á manninum frá fórnarlambinu sjálfu. Aðspurður af hverju konan hafi ekki verið undir eftirliti eftir fyrstu árásina og hvort hún sé með vernd núna segir Árni gagnlaust að upplýsa um slíkt. „Við höfum gripið til ráðstafana sem ég get ekki farið út í að lýsa.“ En eruð þið bókstaflega að leita að manninum? Með öllu tiltæku liði? „Við erum að rannsaka gögn,“ svarar Árni. Líkamsárás í Móabarði Tengdar fréttir Grunaður um árás á konu á heimili hennar Lögregla leitar árásarmannsins en konan var ein heima hjá sér með ungbarn á mánudagsmorgun þegar bankað var á dyrnar. 18. febrúar 2016 11:30 Konan nýtur nú verndar Grunur leikur á að sami maður hafi í tvígang ráðist á konu á heimili hennar í Móabarði í Hafnarfirði. 22. febrúar 2016 21:33 Fjölmennt lið lögreglu aftur kallað út í Móabarð Lögregla leitar enn manns sem grunaður er um alvarlega líkamsárás síðastliðinn mánudag. 22. febrúar 2016 10:23 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Síðustu vikuna hafa tvær, að því virðist tilefnislausar, árásir verið gerðar á sömu konuna í Móabarði í Hafnarfirði. Fréttablaðið heyrði hljóðið í nokkrum nágrönnum konunnar en enginn vildi koma fram undir nafni enda fólk óttaslegið. Þeir eru undrandi yfir að ekki sé búið að yfirheyra alla í götunni. Til að mynda hafi ekki verið rætt við fólk sem býr í sama húsi og konan eða fólk í nærliggjandi húsum. Kynferðisbrotadeild lögreglunnar fer með rannsókn málsins og leitar að karlmanni sem grunaður er um brotin. Lýst hefur verið eftir honum í fjölmiðlum en ekki er vitað hver maðurinn er. Í fyrri árás virðist maðurinn hafa villt á sér heimildir. Hann sagðist vera frá Orkuveitunni og þóttist ætla að lesa á mæla. Síðari árásin var gerð tæpri viku síðar, í fyrsta skipti sem konan var ein heima frá fyrri árásinni en maðurinn hennar brá sér frá í hálftíma. Einn nágranninn bendir á að það séu ekki margir staðir fyrir utan húsið til að liggja í leyni og njósna um konuna. Segir hann að hægast sé fyrir nágranna að fylgjast með og því ættu nágrannarnir að liggja undir grun. „Mér væri slétt sama þótt ég væri grunaður. Komið bara og talið við okkur,“ segir hann. Mikil spenna ríkir í hverfinu og margir finna til óöryggis „Fólk er búið að gera varúðarráðstafanir. Menn eru að hlaða haglabyssurnar.“ Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að það sé verið að tala við fólk en vill ekki tjá sig frekar um yfirheyrslur lögreglunnar. Við erum að vinna úr þeim fáu vísbendingum sem lögreglan hefur,“ segir hann en það eina sem lögreglan hefur í höndunum er takmörkuð lýsing á manninum frá fórnarlambinu sjálfu. Aðspurður af hverju konan hafi ekki verið undir eftirliti eftir fyrstu árásina og hvort hún sé með vernd núna segir Árni gagnlaust að upplýsa um slíkt. „Við höfum gripið til ráðstafana sem ég get ekki farið út í að lýsa.“ En eruð þið bókstaflega að leita að manninum? Með öllu tiltæku liði? „Við erum að rannsaka gögn,“ svarar Árni.
Líkamsárás í Móabarði Tengdar fréttir Grunaður um árás á konu á heimili hennar Lögregla leitar árásarmannsins en konan var ein heima hjá sér með ungbarn á mánudagsmorgun þegar bankað var á dyrnar. 18. febrúar 2016 11:30 Konan nýtur nú verndar Grunur leikur á að sami maður hafi í tvígang ráðist á konu á heimili hennar í Móabarði í Hafnarfirði. 22. febrúar 2016 21:33 Fjölmennt lið lögreglu aftur kallað út í Móabarð Lögregla leitar enn manns sem grunaður er um alvarlega líkamsárás síðastliðinn mánudag. 22. febrúar 2016 10:23 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Grunaður um árás á konu á heimili hennar Lögregla leitar árásarmannsins en konan var ein heima hjá sér með ungbarn á mánudagsmorgun þegar bankað var á dyrnar. 18. febrúar 2016 11:30
Konan nýtur nú verndar Grunur leikur á að sami maður hafi í tvígang ráðist á konu á heimili hennar í Móabarði í Hafnarfirði. 22. febrúar 2016 21:33
Fjölmennt lið lögreglu aftur kallað út í Móabarð Lögregla leitar enn manns sem grunaður er um alvarlega líkamsárás síðastliðinn mánudag. 22. febrúar 2016 10:23