Fáar vísbendingar í Móabarðsmáli: Konunni og fjölskyldu hennar komið fyrir á öruggum stað Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. febrúar 2016 21:48 Frá Móabarði í Hafnarfirði vísir/vilhelm Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á tveimur alvarlegum árásum, sem beinast gegn konu í húsi í Móabarði í Hafnarfirði, miðar lítt áfram, en lögreglan hefur fáar vísbendingar að styðjast við. Rætt hefur verið við nágranna konunnar vegna rannsóknar málsins, sem og fjölmarga aðra íbúa í hverfinu, en það hefur hingað til ekki skilað árangri. Þetta kemur fram í tilkynningu sem lögreglan sendi frá sér í kvöld en þar er áréttað að rannsókn málsins sé í fullum gangi enda líti lögreglan málið alvarlegum augum og hefur það í algjörum forgangi. Þá veit lögreglan af áhyggjum íbúa en biður þá um að halda ró sinni og sýna skynsemi við þessar aðstæður. Konunni, sem fyrir árásunum varð, og fjölskyldu hennar hefur verið komið fyrir á öruggum stað. Hún er ekki alvarlega slösuð.Enginn liggur undir grun Eins og fyrr segir beinist rannsókn lögreglu að tveimur árásum. Fyrri árásin átti sér stað mánudagsmorguninn 15. febrúar um kl. 8, en í kjölfarið sendi lögreglan út svohljóðandi lýsingu á gerandanum:Fölleitur maður um 180 sentimetrar á hæð, dökkklæddur og með svarta húfu og svarta hanska. Talinn vera á aldrinum 35 – 45 ára. Seinni árásin átti sér stað síðastliðið sunnudagskvöld um kl. 20. Í bæði skiptin, með hjálp fjölmiðla og samfélagsmiðla, var óskað eftir upplýsingum um mannaferðir og/eða annað sem gæti varpað ljósi á málið. Fjölmargar ábendingar hafa borist, en þær hafa samt ekki leitt til handtöku né að einhver liggi undir grun. Lögreglan minnir á að þeir sem geta veitt upplýsingar um málið, það er um manninn og ferðir hans, eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444 1000, en upplýsingum má einnig koma á framfæri á netfangið abending@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á tveimur alvarlegum tilvikum, sem beinast gegn konu í húsi í Móabarði í...Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on Thursday, 25 February 2016 Líkamsárás í Móabarði Tengdar fréttir Grunaður um árás á konu á heimili hennar Lögregla leitar árásarmannsins en konan var ein heima hjá sér með ungbarn á mánudagsmorgun þegar bankað var á dyrnar. 18. febrúar 2016 11:30 Óttaslegnir íbúar vígbúast í Móabarði Óhugur er í íbúum Móabarðs eftir alvarlegar árásir í götunni. Menn hafa gripið til varúðarráðstafana og eru undrandi yfir að lögregla yfirheyri þá ekki þar sem þeir hljóti að liggja undir grun. Engar nýjar vísbendingar, segir lög 24. febrúar 2016 07:00 Hinn grunaði þóttist þurfa að lesa af mælum Forsvarsmenn Orkuveitu Reykjavíkur og HS Veitna segja starfsmenn á þeirra vegum ekki banka upp á heima hjá fólki snemma á morgnana. 18. febrúar 2016 12:30 Konan nýtur nú verndar Grunur leikur á að sami maður hafi í tvígang ráðist á konu á heimili hennar í Móabarði í Hafnarfirði. 22. febrúar 2016 21:33 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á tveimur alvarlegum árásum, sem beinast gegn konu í húsi í Móabarði í Hafnarfirði, miðar lítt áfram, en lögreglan hefur fáar vísbendingar að styðjast við. Rætt hefur verið við nágranna konunnar vegna rannsóknar málsins, sem og fjölmarga aðra íbúa í hverfinu, en það hefur hingað til ekki skilað árangri. Þetta kemur fram í tilkynningu sem lögreglan sendi frá sér í kvöld en þar er áréttað að rannsókn málsins sé í fullum gangi enda líti lögreglan málið alvarlegum augum og hefur það í algjörum forgangi. Þá veit lögreglan af áhyggjum íbúa en biður þá um að halda ró sinni og sýna skynsemi við þessar aðstæður. Konunni, sem fyrir árásunum varð, og fjölskyldu hennar hefur verið komið fyrir á öruggum stað. Hún er ekki alvarlega slösuð.Enginn liggur undir grun Eins og fyrr segir beinist rannsókn lögreglu að tveimur árásum. Fyrri árásin átti sér stað mánudagsmorguninn 15. febrúar um kl. 8, en í kjölfarið sendi lögreglan út svohljóðandi lýsingu á gerandanum:Fölleitur maður um 180 sentimetrar á hæð, dökkklæddur og með svarta húfu og svarta hanska. Talinn vera á aldrinum 35 – 45 ára. Seinni árásin átti sér stað síðastliðið sunnudagskvöld um kl. 20. Í bæði skiptin, með hjálp fjölmiðla og samfélagsmiðla, var óskað eftir upplýsingum um mannaferðir og/eða annað sem gæti varpað ljósi á málið. Fjölmargar ábendingar hafa borist, en þær hafa samt ekki leitt til handtöku né að einhver liggi undir grun. Lögreglan minnir á að þeir sem geta veitt upplýsingar um málið, það er um manninn og ferðir hans, eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444 1000, en upplýsingum má einnig koma á framfæri á netfangið abending@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á tveimur alvarlegum tilvikum, sem beinast gegn konu í húsi í Móabarði í...Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on Thursday, 25 February 2016
Líkamsárás í Móabarði Tengdar fréttir Grunaður um árás á konu á heimili hennar Lögregla leitar árásarmannsins en konan var ein heima hjá sér með ungbarn á mánudagsmorgun þegar bankað var á dyrnar. 18. febrúar 2016 11:30 Óttaslegnir íbúar vígbúast í Móabarði Óhugur er í íbúum Móabarðs eftir alvarlegar árásir í götunni. Menn hafa gripið til varúðarráðstafana og eru undrandi yfir að lögregla yfirheyri þá ekki þar sem þeir hljóti að liggja undir grun. Engar nýjar vísbendingar, segir lög 24. febrúar 2016 07:00 Hinn grunaði þóttist þurfa að lesa af mælum Forsvarsmenn Orkuveitu Reykjavíkur og HS Veitna segja starfsmenn á þeirra vegum ekki banka upp á heima hjá fólki snemma á morgnana. 18. febrúar 2016 12:30 Konan nýtur nú verndar Grunur leikur á að sami maður hafi í tvígang ráðist á konu á heimili hennar í Móabarði í Hafnarfirði. 22. febrúar 2016 21:33 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Grunaður um árás á konu á heimili hennar Lögregla leitar árásarmannsins en konan var ein heima hjá sér með ungbarn á mánudagsmorgun þegar bankað var á dyrnar. 18. febrúar 2016 11:30
Óttaslegnir íbúar vígbúast í Móabarði Óhugur er í íbúum Móabarðs eftir alvarlegar árásir í götunni. Menn hafa gripið til varúðarráðstafana og eru undrandi yfir að lögregla yfirheyri þá ekki þar sem þeir hljóti að liggja undir grun. Engar nýjar vísbendingar, segir lög 24. febrúar 2016 07:00
Hinn grunaði þóttist þurfa að lesa af mælum Forsvarsmenn Orkuveitu Reykjavíkur og HS Veitna segja starfsmenn á þeirra vegum ekki banka upp á heima hjá fólki snemma á morgnana. 18. febrúar 2016 12:30
Konan nýtur nú verndar Grunur leikur á að sami maður hafi í tvígang ráðist á konu á heimili hennar í Móabarði í Hafnarfirði. 22. febrúar 2016 21:33