Konan nýtur nú verndar Una Sighvatsdóttir skrifar 22. febrúar 2016 21:33 Það var snemma á mánudagsmorgni í síðustu viku sem karlmaður villti á sér heimildir til að komast inn á heimili fjölskyldu hér við Móabarð í Hafnarfirði þar sem hann réðst á konu sem var ein heima með ungbarn. Lögreglan hefur leitað mannsins árangurslaust síðan. Í gærkvöldi réðst síðan sami maður aftur til atlögu á heimilið með grófu ofbeldi gagnvart konunni. Málið er í algjörum forgangi hjá kynferðisbrotadeild, en að sögn lögreglu er við litlar upplýsingar að styðjast um það hver maðurinn er. Lögregla hefur gefið út þá lýsingu á manninum að hann sé íslenskur, talinn vera á aldrinum 35-45 ára, um 180 sentimetrar á hæð og fölleitur. Þegar fyrri árásin var gerð hafði hann svarta húfu á höfði og svarta hanska. Fjölmennt lið lögreglu var kallað út að Móabarði um áttaleytið í gærkvöldi þegar seinni árásin var tilkynnt, en árásarmaðurinn var þá þegar á bak og burt. Fréttastofa ræddi við nokkra íbúa við Móabarð í dag sem sögðust slegnir óhug vegna málsins en höfðu sjálfir ekki orðið varir óeðlilega mannaferða. Yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglu sagði í samtali við Vísi.is í dag að báðar árásirnar væru alvarlegar en vildi að öðru leyti ekki tjá sig þar sem rannsókn væri á afar viðkvæmu stigi. Samkvæmt heimildum fréttastofu nýtur konan nú viðeigandi verndar. Þeir sem geta veitt lögreglu upplýsingar um manninn og ferðir hans eru beðnir að hafa samband við lögreglu annað hvort í síma, tölvupósti eða á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Líkamsárás í Móabarði Tengdar fréttir Grunaður um árás á konu á heimili hennar Lögregla leitar árásarmannsins en konan var ein heima hjá sér með ungbarn á mánudagsmorgun þegar bankað var á dyrnar. 18. febrúar 2016 11:30 Lögregla leitar dökkklædds manns með svarta hanska og húfu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að karlmanni sem var á ferli í Móabarði í Hafnarfirði um áttaleytið á mánudagsmorgun, 15. febrúar. 17. febrúar 2016 13:23 Hinn grunaði þóttist þurfa að lesa af mælum Forsvarsmenn Orkuveitu Reykjavíkur og HS Veitna segja starfsmenn á þeirra vegum ekki banka upp á heima hjá fólki snemma á morgnana. 18. febrúar 2016 12:30 Lögregluútkallið í gær aftur vegna alvarlegrar árásar "Þetta eru hvort tveggja alvarlegar árásir,“ segir Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar. 22. febrúar 2016 13:24 Fjölmennt lið lögreglu aftur kallað út í Móabarð Lögregla leitar enn manns sem grunaður er um alvarlega líkamsárás síðastliðinn mánudag. 22. febrúar 2016 10:23 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Það var snemma á mánudagsmorgni í síðustu viku sem karlmaður villti á sér heimildir til að komast inn á heimili fjölskyldu hér við Móabarð í Hafnarfirði þar sem hann réðst á konu sem var ein heima með ungbarn. Lögreglan hefur leitað mannsins árangurslaust síðan. Í gærkvöldi réðst síðan sami maður aftur til atlögu á heimilið með grófu ofbeldi gagnvart konunni. Málið er í algjörum forgangi hjá kynferðisbrotadeild, en að sögn lögreglu er við litlar upplýsingar að styðjast um það hver maðurinn er. Lögregla hefur gefið út þá lýsingu á manninum að hann sé íslenskur, talinn vera á aldrinum 35-45 ára, um 180 sentimetrar á hæð og fölleitur. Þegar fyrri árásin var gerð hafði hann svarta húfu á höfði og svarta hanska. Fjölmennt lið lögreglu var kallað út að Móabarði um áttaleytið í gærkvöldi þegar seinni árásin var tilkynnt, en árásarmaðurinn var þá þegar á bak og burt. Fréttastofa ræddi við nokkra íbúa við Móabarð í dag sem sögðust slegnir óhug vegna málsins en höfðu sjálfir ekki orðið varir óeðlilega mannaferða. Yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglu sagði í samtali við Vísi.is í dag að báðar árásirnar væru alvarlegar en vildi að öðru leyti ekki tjá sig þar sem rannsókn væri á afar viðkvæmu stigi. Samkvæmt heimildum fréttastofu nýtur konan nú viðeigandi verndar. Þeir sem geta veitt lögreglu upplýsingar um manninn og ferðir hans eru beðnir að hafa samband við lögreglu annað hvort í síma, tölvupósti eða á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Líkamsárás í Móabarði Tengdar fréttir Grunaður um árás á konu á heimili hennar Lögregla leitar árásarmannsins en konan var ein heima hjá sér með ungbarn á mánudagsmorgun þegar bankað var á dyrnar. 18. febrúar 2016 11:30 Lögregla leitar dökkklædds manns með svarta hanska og húfu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að karlmanni sem var á ferli í Móabarði í Hafnarfirði um áttaleytið á mánudagsmorgun, 15. febrúar. 17. febrúar 2016 13:23 Hinn grunaði þóttist þurfa að lesa af mælum Forsvarsmenn Orkuveitu Reykjavíkur og HS Veitna segja starfsmenn á þeirra vegum ekki banka upp á heima hjá fólki snemma á morgnana. 18. febrúar 2016 12:30 Lögregluútkallið í gær aftur vegna alvarlegrar árásar "Þetta eru hvort tveggja alvarlegar árásir,“ segir Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar. 22. febrúar 2016 13:24 Fjölmennt lið lögreglu aftur kallað út í Móabarð Lögregla leitar enn manns sem grunaður er um alvarlega líkamsárás síðastliðinn mánudag. 22. febrúar 2016 10:23 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Grunaður um árás á konu á heimili hennar Lögregla leitar árásarmannsins en konan var ein heima hjá sér með ungbarn á mánudagsmorgun þegar bankað var á dyrnar. 18. febrúar 2016 11:30
Lögregla leitar dökkklædds manns með svarta hanska og húfu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að karlmanni sem var á ferli í Móabarði í Hafnarfirði um áttaleytið á mánudagsmorgun, 15. febrúar. 17. febrúar 2016 13:23
Hinn grunaði þóttist þurfa að lesa af mælum Forsvarsmenn Orkuveitu Reykjavíkur og HS Veitna segja starfsmenn á þeirra vegum ekki banka upp á heima hjá fólki snemma á morgnana. 18. febrúar 2016 12:30
Lögregluútkallið í gær aftur vegna alvarlegrar árásar "Þetta eru hvort tveggja alvarlegar árásir,“ segir Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar. 22. febrúar 2016 13:24
Fjölmennt lið lögreglu aftur kallað út í Móabarð Lögregla leitar enn manns sem grunaður er um alvarlega líkamsárás síðastliðinn mánudag. 22. febrúar 2016 10:23