Konan nýtur nú verndar Una Sighvatsdóttir skrifar 22. febrúar 2016 21:33 Það var snemma á mánudagsmorgni í síðustu viku sem karlmaður villti á sér heimildir til að komast inn á heimili fjölskyldu hér við Móabarð í Hafnarfirði þar sem hann réðst á konu sem var ein heima með ungbarn. Lögreglan hefur leitað mannsins árangurslaust síðan. Í gærkvöldi réðst síðan sami maður aftur til atlögu á heimilið með grófu ofbeldi gagnvart konunni. Málið er í algjörum forgangi hjá kynferðisbrotadeild, en að sögn lögreglu er við litlar upplýsingar að styðjast um það hver maðurinn er. Lögregla hefur gefið út þá lýsingu á manninum að hann sé íslenskur, talinn vera á aldrinum 35-45 ára, um 180 sentimetrar á hæð og fölleitur. Þegar fyrri árásin var gerð hafði hann svarta húfu á höfði og svarta hanska. Fjölmennt lið lögreglu var kallað út að Móabarði um áttaleytið í gærkvöldi þegar seinni árásin var tilkynnt, en árásarmaðurinn var þá þegar á bak og burt. Fréttastofa ræddi við nokkra íbúa við Móabarð í dag sem sögðust slegnir óhug vegna málsins en höfðu sjálfir ekki orðið varir óeðlilega mannaferða. Yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglu sagði í samtali við Vísi.is í dag að báðar árásirnar væru alvarlegar en vildi að öðru leyti ekki tjá sig þar sem rannsókn væri á afar viðkvæmu stigi. Samkvæmt heimildum fréttastofu nýtur konan nú viðeigandi verndar. Þeir sem geta veitt lögreglu upplýsingar um manninn og ferðir hans eru beðnir að hafa samband við lögreglu annað hvort í síma, tölvupósti eða á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Líkamsárás í Móabarði Tengdar fréttir Grunaður um árás á konu á heimili hennar Lögregla leitar árásarmannsins en konan var ein heima hjá sér með ungbarn á mánudagsmorgun þegar bankað var á dyrnar. 18. febrúar 2016 11:30 Lögregla leitar dökkklædds manns með svarta hanska og húfu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að karlmanni sem var á ferli í Móabarði í Hafnarfirði um áttaleytið á mánudagsmorgun, 15. febrúar. 17. febrúar 2016 13:23 Hinn grunaði þóttist þurfa að lesa af mælum Forsvarsmenn Orkuveitu Reykjavíkur og HS Veitna segja starfsmenn á þeirra vegum ekki banka upp á heima hjá fólki snemma á morgnana. 18. febrúar 2016 12:30 Lögregluútkallið í gær aftur vegna alvarlegrar árásar "Þetta eru hvort tveggja alvarlegar árásir,“ segir Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar. 22. febrúar 2016 13:24 Fjölmennt lið lögreglu aftur kallað út í Móabarð Lögregla leitar enn manns sem grunaður er um alvarlega líkamsárás síðastliðinn mánudag. 22. febrúar 2016 10:23 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fleiri fréttir Eftirför lögreglu yfir Hellisheiðina Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Sjá meira
Það var snemma á mánudagsmorgni í síðustu viku sem karlmaður villti á sér heimildir til að komast inn á heimili fjölskyldu hér við Móabarð í Hafnarfirði þar sem hann réðst á konu sem var ein heima með ungbarn. Lögreglan hefur leitað mannsins árangurslaust síðan. Í gærkvöldi réðst síðan sami maður aftur til atlögu á heimilið með grófu ofbeldi gagnvart konunni. Málið er í algjörum forgangi hjá kynferðisbrotadeild, en að sögn lögreglu er við litlar upplýsingar að styðjast um það hver maðurinn er. Lögregla hefur gefið út þá lýsingu á manninum að hann sé íslenskur, talinn vera á aldrinum 35-45 ára, um 180 sentimetrar á hæð og fölleitur. Þegar fyrri árásin var gerð hafði hann svarta húfu á höfði og svarta hanska. Fjölmennt lið lögreglu var kallað út að Móabarði um áttaleytið í gærkvöldi þegar seinni árásin var tilkynnt, en árásarmaðurinn var þá þegar á bak og burt. Fréttastofa ræddi við nokkra íbúa við Móabarð í dag sem sögðust slegnir óhug vegna málsins en höfðu sjálfir ekki orðið varir óeðlilega mannaferða. Yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglu sagði í samtali við Vísi.is í dag að báðar árásirnar væru alvarlegar en vildi að öðru leyti ekki tjá sig þar sem rannsókn væri á afar viðkvæmu stigi. Samkvæmt heimildum fréttastofu nýtur konan nú viðeigandi verndar. Þeir sem geta veitt lögreglu upplýsingar um manninn og ferðir hans eru beðnir að hafa samband við lögreglu annað hvort í síma, tölvupósti eða á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Líkamsárás í Móabarði Tengdar fréttir Grunaður um árás á konu á heimili hennar Lögregla leitar árásarmannsins en konan var ein heima hjá sér með ungbarn á mánudagsmorgun þegar bankað var á dyrnar. 18. febrúar 2016 11:30 Lögregla leitar dökkklædds manns með svarta hanska og húfu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að karlmanni sem var á ferli í Móabarði í Hafnarfirði um áttaleytið á mánudagsmorgun, 15. febrúar. 17. febrúar 2016 13:23 Hinn grunaði þóttist þurfa að lesa af mælum Forsvarsmenn Orkuveitu Reykjavíkur og HS Veitna segja starfsmenn á þeirra vegum ekki banka upp á heima hjá fólki snemma á morgnana. 18. febrúar 2016 12:30 Lögregluútkallið í gær aftur vegna alvarlegrar árásar "Þetta eru hvort tveggja alvarlegar árásir,“ segir Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar. 22. febrúar 2016 13:24 Fjölmennt lið lögreglu aftur kallað út í Móabarð Lögregla leitar enn manns sem grunaður er um alvarlega líkamsárás síðastliðinn mánudag. 22. febrúar 2016 10:23 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fleiri fréttir Eftirför lögreglu yfir Hellisheiðina Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Sjá meira
Grunaður um árás á konu á heimili hennar Lögregla leitar árásarmannsins en konan var ein heima hjá sér með ungbarn á mánudagsmorgun þegar bankað var á dyrnar. 18. febrúar 2016 11:30
Lögregla leitar dökkklædds manns með svarta hanska og húfu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að karlmanni sem var á ferli í Móabarði í Hafnarfirði um áttaleytið á mánudagsmorgun, 15. febrúar. 17. febrúar 2016 13:23
Hinn grunaði þóttist þurfa að lesa af mælum Forsvarsmenn Orkuveitu Reykjavíkur og HS Veitna segja starfsmenn á þeirra vegum ekki banka upp á heima hjá fólki snemma á morgnana. 18. febrúar 2016 12:30
Lögregluútkallið í gær aftur vegna alvarlegrar árásar "Þetta eru hvort tveggja alvarlegar árásir,“ segir Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar. 22. febrúar 2016 13:24
Fjölmennt lið lögreglu aftur kallað út í Móabarð Lögregla leitar enn manns sem grunaður er um alvarlega líkamsárás síðastliðinn mánudag. 22. febrúar 2016 10:23