Mikill meirihluti flóttamanna í Evrópu að flýja langvarandi stríðsátök Heimir Már Pétursson skrifar 8. mars 2016 21:15 Framkvæmdastjóri Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Evrópu segir það brjóta gegn alþjóðalögum að senda heilu hópanna af flóttamönnum til baka til Tyrklands frá ríkjum Evrópu. Menn verði að gera sér grein fyrir að meirihluti flóttmannanna sé að flýja langvarandi stríðsátök. Leiðtogar Evrópusambandsins funduðu með Tyrkjum í gær um tilboð þeirra um að taka aftur við öllum flóttamönnum sem farið hafa þaðan til Grikklands og annarra ríkja Evrópusambandsins. Hvað felst nákvæmlega í drögum að samkomulagi þar um verður ekki upplýst fyrr en á leiðtogafundi í næstu viku. Vincent Cochetel, framkvæmdastjóri Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Evrópu, segir þetta brjóta í bága við alþjóðalög. „Þannig að samningur sem fæli í sér algeran flutning heilu hópanna af útlendingum til annars lands er ekki í samræmi við evrópsk lög og sáttmála, samræmist ekki alþjóðalögum,“ segir Cochetel. Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, kom til Ankara, höfuðborgar Tyrklands, í dag til að ræða flóttamannamálin við forsætisráðherra Tyrklands. Hann ítrekaði að Evrópusambandsríkin yrðu að standa við loforð um að taka við 160 þúsund flóttamönnum sem nú eru í Grikklandi en þau hafa aðeins tekið við nokkur hundruð þeirra. Á meðan streyma flóttamenn í hundruða og þúsundatali á hverjum degi til Grikklands. En vaxandi umræður um að stór hluti flóttamannanna sé í raun förufólk í leit að betri efnahag fer fyrir brjóstið á talsmanni Sameinuðu þjóðanna. „Ég verð að segja að ég er orðinn aðeins þreyttur á að heyra talað um óreglulega förumenn þegar við vitum að 91 prósent þeirra sem koma til Grikklands eru Afganar, Írakar og Sýrlendingar sem eru að flýja til að bjarga lífi sínu. Vegna átaka, vegna brota á mannréttindum í löndum þeirra. Þetta er ekki fólk sem er að leita að betri efnahagslegri afkomu í framtíðinni. Þetta er fólk á flótta undan átökum sem enn sér ekki fyrir endann á,“ segir framkvæmdastjóri Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Evrópu. Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Fleiri fréttir Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sjá meira
Framkvæmdastjóri Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Evrópu segir það brjóta gegn alþjóðalögum að senda heilu hópanna af flóttamönnum til baka til Tyrklands frá ríkjum Evrópu. Menn verði að gera sér grein fyrir að meirihluti flóttmannanna sé að flýja langvarandi stríðsátök. Leiðtogar Evrópusambandsins funduðu með Tyrkjum í gær um tilboð þeirra um að taka aftur við öllum flóttamönnum sem farið hafa þaðan til Grikklands og annarra ríkja Evrópusambandsins. Hvað felst nákvæmlega í drögum að samkomulagi þar um verður ekki upplýst fyrr en á leiðtogafundi í næstu viku. Vincent Cochetel, framkvæmdastjóri Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Evrópu, segir þetta brjóta í bága við alþjóðalög. „Þannig að samningur sem fæli í sér algeran flutning heilu hópanna af útlendingum til annars lands er ekki í samræmi við evrópsk lög og sáttmála, samræmist ekki alþjóðalögum,“ segir Cochetel. Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, kom til Ankara, höfuðborgar Tyrklands, í dag til að ræða flóttamannamálin við forsætisráðherra Tyrklands. Hann ítrekaði að Evrópusambandsríkin yrðu að standa við loforð um að taka við 160 þúsund flóttamönnum sem nú eru í Grikklandi en þau hafa aðeins tekið við nokkur hundruð þeirra. Á meðan streyma flóttamenn í hundruða og þúsundatali á hverjum degi til Grikklands. En vaxandi umræður um að stór hluti flóttamannanna sé í raun förufólk í leit að betri efnahag fer fyrir brjóstið á talsmanni Sameinuðu þjóðanna. „Ég verð að segja að ég er orðinn aðeins þreyttur á að heyra talað um óreglulega förumenn þegar við vitum að 91 prósent þeirra sem koma til Grikklands eru Afganar, Írakar og Sýrlendingar sem eru að flýja til að bjarga lífi sínu. Vegna átaka, vegna brota á mannréttindum í löndum þeirra. Þetta er ekki fólk sem er að leita að betri efnahagslegri afkomu í framtíðinni. Þetta er fólk á flótta undan átökum sem enn sér ekki fyrir endann á,“ segir framkvæmdastjóri Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Evrópu.
Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Fleiri fréttir Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent