Óttast um klósettslys á Hönnunarmars Birgir Örn Steinarsson skrifar 9. mars 2016 15:12 Ólöf Rut Stefánsdóttir verkefnastjóri óskar eftir að komast á salernið. „Þó að allt sé á floti þá er Hönnunarmars að fara byrja – og shit is about to get down!,“ segir Ólöf Rut Stefánsdóttir verkefnastjóri Hönnunarmiðstöðvar. Þar á hún við þá staðreynd að skólpkerfið í Vonarstræti 4b þar sem Hönnunarmiðstöð er til húsa er við það að gefa sig... aftur. Á sama tíma í fyrra fór allt í skít. „Þá kom ein samstarfskona okkar inn og sagði að það væri klóak að koma upp úr kósettinu. Við vorum öll það upptekin að við kinkuðum bara öll kolli og héldum áfram að vinna. Það endaði þannig að kjallarinn var á floti og það þurfti að fá slökkviliðið til þess að tæma hann. Það var skítur flæðandi um alla neðri hæðina á meðan við vorum uppi að vinna að reyna að láta hátíðina ganga.“ Eftir uppákomuna í fyrra hafa starfsmenn Hönnunarmiðstöðvar ekki orðið vör við neitt ónæði frá klóakinu, þar til nú. Óttinn er raunverulegur. „Það heyrast óhljóð í klósettinu og við erum búin að þurfa að fá skólpþjónustu fjórum sinnum til þess að tæma brunninn.“ Starfsfólk Hönnunarmars er því orðið nágrönnum góðkunn því þau þora ekki á klósettið og neyðast nú til þess að fara í nærliggjandi hús til þess að komast á salernið. „Sem er mjög vandræðalegt þegar við erum með gesti,“ segir Ólöf. Besta lógó-ið tryggði viðskiptinLógó Skolphreinsunarþjónustu Ásgeirs.Þegar kom að því að velja skólpþjónustu var hönnun lógósins það sem gerði útslagið. Þess vegna hafi Skólpþjónusta Ásgeirs orðið fyrir valinu. „Lógó-ið er mjög lýsandi fyrir þá þjónustu sem boðið er upp á. Það er mikilvægt fyrir Hönnunarmiðstöð að hafa hönnun að leiðarljósi með allt sem við tökum okkur fyrir hendur“. Vegna fornleifauppgreftar hefur það frestast að rífa húsið og þar af leiðandi framkvæmdir við fyrirhugað hótel. „Það er algjör óvissa með þetta. Það er alltaf að vera fresta flutning um þrjá mánuði og svo þrjá mánuði. Það yrði alveg geggjað ef einhver sem er að lesa væri til í að hýsa okkur. Einhvers staðar þar sem við komumst á klósettið“. Aðalopnunarhátíð Hönnunarmars er á fimmtudag kl. 17:30 í Hafnarhúsinu. Á sama tíma er fullt af opnunum í gangi um allan bæ. Hægt er að nálgast dagskrá Hönnunarmars í gegnum Fésbókarsíðu hátíðarinnar og vefsíðu. Útprentaða dagskrá er hægt að nálgast á helstu sýningarstöðum sem og á Kaffi Tár og Loft Hostel. Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
„Þó að allt sé á floti þá er Hönnunarmars að fara byrja – og shit is about to get down!,“ segir Ólöf Rut Stefánsdóttir verkefnastjóri Hönnunarmiðstöðvar. Þar á hún við þá staðreynd að skólpkerfið í Vonarstræti 4b þar sem Hönnunarmiðstöð er til húsa er við það að gefa sig... aftur. Á sama tíma í fyrra fór allt í skít. „Þá kom ein samstarfskona okkar inn og sagði að það væri klóak að koma upp úr kósettinu. Við vorum öll það upptekin að við kinkuðum bara öll kolli og héldum áfram að vinna. Það endaði þannig að kjallarinn var á floti og það þurfti að fá slökkviliðið til þess að tæma hann. Það var skítur flæðandi um alla neðri hæðina á meðan við vorum uppi að vinna að reyna að láta hátíðina ganga.“ Eftir uppákomuna í fyrra hafa starfsmenn Hönnunarmiðstöðvar ekki orðið vör við neitt ónæði frá klóakinu, þar til nú. Óttinn er raunverulegur. „Það heyrast óhljóð í klósettinu og við erum búin að þurfa að fá skólpþjónustu fjórum sinnum til þess að tæma brunninn.“ Starfsfólk Hönnunarmars er því orðið nágrönnum góðkunn því þau þora ekki á klósettið og neyðast nú til þess að fara í nærliggjandi hús til þess að komast á salernið. „Sem er mjög vandræðalegt þegar við erum með gesti,“ segir Ólöf. Besta lógó-ið tryggði viðskiptinLógó Skolphreinsunarþjónustu Ásgeirs.Þegar kom að því að velja skólpþjónustu var hönnun lógósins það sem gerði útslagið. Þess vegna hafi Skólpþjónusta Ásgeirs orðið fyrir valinu. „Lógó-ið er mjög lýsandi fyrir þá þjónustu sem boðið er upp á. Það er mikilvægt fyrir Hönnunarmiðstöð að hafa hönnun að leiðarljósi með allt sem við tökum okkur fyrir hendur“. Vegna fornleifauppgreftar hefur það frestast að rífa húsið og þar af leiðandi framkvæmdir við fyrirhugað hótel. „Það er algjör óvissa með þetta. Það er alltaf að vera fresta flutning um þrjá mánuði og svo þrjá mánuði. Það yrði alveg geggjað ef einhver sem er að lesa væri til í að hýsa okkur. Einhvers staðar þar sem við komumst á klósettið“. Aðalopnunarhátíð Hönnunarmars er á fimmtudag kl. 17:30 í Hafnarhúsinu. Á sama tíma er fullt af opnunum í gangi um allan bæ. Hægt er að nálgast dagskrá Hönnunarmars í gegnum Fésbókarsíðu hátíðarinnar og vefsíðu. Útprentaða dagskrá er hægt að nálgast á helstu sýningarstöðum sem og á Kaffi Tár og Loft Hostel.
Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira