Andrea Rán 23. leikmaðurinn sem byrjar inná hjá Íslandi á Algarve-mótinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2016 16:56 Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir., Vísir/Andri Marinó Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, valdi hina ungu Andreu Rán Snæfeld Hauksdóttur í byrjunarliðið sitt fyrir bronsleikinn á Algarve-mótinu í Portúgal. Ísland mætir liði Nýja-Sjálands í leiknum um þriðja sætið en íslensku stelpurnar voru hársbreidd frá því að komast í úrslitaleikinn á móti Brasilíu. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir er ein af átta leikmönnum sem koma inn í byrjunarliðið frá tapleiknum á móti Kanada. Það eru bara Anna Björk Kristjánsdóttir, Fanndís Friðriksdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir sem halda sæti sínu í byrjunarliðinu. Andrea Rán er líka 23. leikmaðurinn sem byrjar inná hjá Frey á þessu móti en hún var eini leikmaðurinn sem átti eftir að fá tækifæri í byrjunarliðinu. Anna Björk Kristjánsdóttir, Fanndís Friðriksdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir eru einu leikmenn hópsins sem byrjuðu þrjá af fjórum leikjum íslenska liðsins á mótinu. Nýja Sjáland er í 16. sæti á hinum margrómaða heimslista FIFA en liðið hefur ekki farið hærra á listanum. Liðið hefur verið í 16. – 24. sæti listans frá árinu 2003. Liðið var í riðli með Brasilíu, Rússlandi og Portúgal. Liðið vann 1-0 sigur á Portúgal, tapaði 1-0 gegn Brasilíu og gerði markalaust jafntefli við Rússland. Ísland vann öruggan 4-1 sigur á Danmörku, vann 2-1 sigur á Belgíu en tapaði 1-0 gegn Kanada. Íslenska liðið lék seinast um bronsið árið 2014 og vann þá 2-1 sigur á Svíþjóð. Leikurinn hefst klukkan 17:30.Byrjunarlið Íslands gegn Nýja Sjálandi: Guðbjörg Gunnarsdóttir (Markvörður) Elísa Viðardóttir Anna Björk Kristjánsdóttir Glódís Perla Viggósdóttir Hrafnhildur Hauksdóttir Sara Björk Gunnarsdóttir (Fyrirliði) Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir Fanndís Friðriksdóttir Elín Metta Jensen Berglind Björg Þorvaldsdóttir Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Getur varla gengið lengur Sport Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Fleiri fréttir City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Sjá meira
Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, valdi hina ungu Andreu Rán Snæfeld Hauksdóttur í byrjunarliðið sitt fyrir bronsleikinn á Algarve-mótinu í Portúgal. Ísland mætir liði Nýja-Sjálands í leiknum um þriðja sætið en íslensku stelpurnar voru hársbreidd frá því að komast í úrslitaleikinn á móti Brasilíu. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir er ein af átta leikmönnum sem koma inn í byrjunarliðið frá tapleiknum á móti Kanada. Það eru bara Anna Björk Kristjánsdóttir, Fanndís Friðriksdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir sem halda sæti sínu í byrjunarliðinu. Andrea Rán er líka 23. leikmaðurinn sem byrjar inná hjá Frey á þessu móti en hún var eini leikmaðurinn sem átti eftir að fá tækifæri í byrjunarliðinu. Anna Björk Kristjánsdóttir, Fanndís Friðriksdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir eru einu leikmenn hópsins sem byrjuðu þrjá af fjórum leikjum íslenska liðsins á mótinu. Nýja Sjáland er í 16. sæti á hinum margrómaða heimslista FIFA en liðið hefur ekki farið hærra á listanum. Liðið hefur verið í 16. – 24. sæti listans frá árinu 2003. Liðið var í riðli með Brasilíu, Rússlandi og Portúgal. Liðið vann 1-0 sigur á Portúgal, tapaði 1-0 gegn Brasilíu og gerði markalaust jafntefli við Rússland. Ísland vann öruggan 4-1 sigur á Danmörku, vann 2-1 sigur á Belgíu en tapaði 1-0 gegn Kanada. Íslenska liðið lék seinast um bronsið árið 2014 og vann þá 2-1 sigur á Svíþjóð. Leikurinn hefst klukkan 17:30.Byrjunarlið Íslands gegn Nýja Sjálandi: Guðbjörg Gunnarsdóttir (Markvörður) Elísa Viðardóttir Anna Björk Kristjánsdóttir Glódís Perla Viggósdóttir Hrafnhildur Hauksdóttir Sara Björk Gunnarsdóttir (Fyrirliði) Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir Fanndís Friðriksdóttir Elín Metta Jensen Berglind Björg Þorvaldsdóttir
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Getur varla gengið lengur Sport Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Fleiri fréttir City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Sjá meira