Lögmaðurinn svarar fyrir sig: „Ég mun að sjálfsögðu halda mínu striki“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 10. mars 2016 07:15 Steinbergur Finnbogason var úrskurðaður í gæsluvarðhald í tengslum við fjársvikamál í síðustu viku. Hann er nú laus úr varðhaldi líkt og hin þrjú. „Í síðustu viku var lögmaður handtekinn og í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Það var ég.“ Á þessum orðum hefst innsend grein héraðsdómslögmannsins Steinbergs Finnbogasonar í Fréttablaðinu í dag. Í síðustu viku var Steinbergur úrskurðaður í gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn héraðssaksóknara á peningamisferli. Þrír aðrir voru handteknir vegna málsins. Athygli vakti að lögmaðurinn var handtekinn þegar hann mætti í skýrslutöku hjá umbjóðanda sínum. „Til viðbótar var það gert að frétta- og fyrirsagnarefni að lögmaðurinn væri með gamla dóma á bakinu fyrir skjalafals. Lesist sem glæpamaður. Dómur fjölmiðla var fallinn,“ skrifar Steinbergur. Þar vísar hann til umfjöllunar fjölmiðla, þar á meðal Vísis, um tvo dóma sem hann hlaut á sautjánda aldursári fyrir skjalafals auk átta mánaða skilorðsbundins dóms í upphafi þessarar aldar einnig fyrir skjalafals. Í grein sinni rekur lögmaðurinn það hvernig áhugi fjölmiðla hafi verið minni á því að þriggja daga gæsluvarðhaldið hafi ekki verið nýtt til fulls. Þá hafi því einnig verið sleppt að undanfarin átján ár hafi hann verið edrú, lokið laganámi og lifað í „ágætri sátt við bæði sjálfan mig og samfélagið.“ „Eftir krassandi frétt með hraustlegum uppslætti beinist kastljósið svo að næsta máli. Eftir sitja „gömlu umfjöllunarefnin“ gjarnan með sárt ennið og fá ekki rönd við reist. Ég er eitt þeirra. Eitt af mörgum,“ ritar Steinbergur. Í niðurlagi greinarinnar þakkar hann stuðning vina og viðskiptavina sinna síðustu daga. Hann muni halda sínu striki þó það muni líklegast ekki þykja fréttnæmt. Tengdar fréttir Einskiptisáhugi Í síðustu viku var lögmaður handtekinn og í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Það var ég. Eðlilega þótti málið fréttnæmt enda væntanlega fá – ef nokkur – dæmi þess að lögmaður sem mætir í venjulega skýrslutöku 10. mars 2016 07:00 Misferli upp á tugi milljóna: Öll fjögur laus úr gæsluvarðhaldi Yfirheyrslum lauk yfir karli og konu í dag sem sæta grun um aðild að umfangsmiklu peningamisferlismáli sem upp kom í síðustu viku. 4. mars 2016 15:51 Misferli upp á tugi milljóna: Verjandi og margdæmdur kynferðisbrotamaður sæta gæsluvarðhaldi Lögmaður mætti til skýrslutöku hjá umbjóðanda sínum en var við það tækifæri handtekinn og í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald. 2. mars 2016 07:00 Þrennt í gæsluvarðhaldi grunað um peningaþvætti Rannsókn héraðssaksóknara teygir anga sína út fyrir landsteinana. Upphæðin mun nema í kringum 50 milljónum króna. 29. febrúar 2016 09:00 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira
„Í síðustu viku var lögmaður handtekinn og í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Það var ég.“ Á þessum orðum hefst innsend grein héraðsdómslögmannsins Steinbergs Finnbogasonar í Fréttablaðinu í dag. Í síðustu viku var Steinbergur úrskurðaður í gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn héraðssaksóknara á peningamisferli. Þrír aðrir voru handteknir vegna málsins. Athygli vakti að lögmaðurinn var handtekinn þegar hann mætti í skýrslutöku hjá umbjóðanda sínum. „Til viðbótar var það gert að frétta- og fyrirsagnarefni að lögmaðurinn væri með gamla dóma á bakinu fyrir skjalafals. Lesist sem glæpamaður. Dómur fjölmiðla var fallinn,“ skrifar Steinbergur. Þar vísar hann til umfjöllunar fjölmiðla, þar á meðal Vísis, um tvo dóma sem hann hlaut á sautjánda aldursári fyrir skjalafals auk átta mánaða skilorðsbundins dóms í upphafi þessarar aldar einnig fyrir skjalafals. Í grein sinni rekur lögmaðurinn það hvernig áhugi fjölmiðla hafi verið minni á því að þriggja daga gæsluvarðhaldið hafi ekki verið nýtt til fulls. Þá hafi því einnig verið sleppt að undanfarin átján ár hafi hann verið edrú, lokið laganámi og lifað í „ágætri sátt við bæði sjálfan mig og samfélagið.“ „Eftir krassandi frétt með hraustlegum uppslætti beinist kastljósið svo að næsta máli. Eftir sitja „gömlu umfjöllunarefnin“ gjarnan með sárt ennið og fá ekki rönd við reist. Ég er eitt þeirra. Eitt af mörgum,“ ritar Steinbergur. Í niðurlagi greinarinnar þakkar hann stuðning vina og viðskiptavina sinna síðustu daga. Hann muni halda sínu striki þó það muni líklegast ekki þykja fréttnæmt.
Tengdar fréttir Einskiptisáhugi Í síðustu viku var lögmaður handtekinn og í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Það var ég. Eðlilega þótti málið fréttnæmt enda væntanlega fá – ef nokkur – dæmi þess að lögmaður sem mætir í venjulega skýrslutöku 10. mars 2016 07:00 Misferli upp á tugi milljóna: Öll fjögur laus úr gæsluvarðhaldi Yfirheyrslum lauk yfir karli og konu í dag sem sæta grun um aðild að umfangsmiklu peningamisferlismáli sem upp kom í síðustu viku. 4. mars 2016 15:51 Misferli upp á tugi milljóna: Verjandi og margdæmdur kynferðisbrotamaður sæta gæsluvarðhaldi Lögmaður mætti til skýrslutöku hjá umbjóðanda sínum en var við það tækifæri handtekinn og í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald. 2. mars 2016 07:00 Þrennt í gæsluvarðhaldi grunað um peningaþvætti Rannsókn héraðssaksóknara teygir anga sína út fyrir landsteinana. Upphæðin mun nema í kringum 50 milljónum króna. 29. febrúar 2016 09:00 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira
Einskiptisáhugi Í síðustu viku var lögmaður handtekinn og í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Það var ég. Eðlilega þótti málið fréttnæmt enda væntanlega fá – ef nokkur – dæmi þess að lögmaður sem mætir í venjulega skýrslutöku 10. mars 2016 07:00
Misferli upp á tugi milljóna: Öll fjögur laus úr gæsluvarðhaldi Yfirheyrslum lauk yfir karli og konu í dag sem sæta grun um aðild að umfangsmiklu peningamisferlismáli sem upp kom í síðustu viku. 4. mars 2016 15:51
Misferli upp á tugi milljóna: Verjandi og margdæmdur kynferðisbrotamaður sæta gæsluvarðhaldi Lögmaður mætti til skýrslutöku hjá umbjóðanda sínum en var við það tækifæri handtekinn og í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald. 2. mars 2016 07:00
Þrennt í gæsluvarðhaldi grunað um peningaþvætti Rannsókn héraðssaksóknara teygir anga sína út fyrir landsteinana. Upphæðin mun nema í kringum 50 milljónum króna. 29. febrúar 2016 09:00